Auðunn látinn taka skellinn Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2023 10:53 Katrín var ekki til viðtals um annað en að Auðunn tæki pokann sinn eftir að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um vopnahlé í Gasa. Vísir/Vilhelm/Sendiráð Íslands í Helsinki Auðunn Atlason, sem gegndi stöðu sérfræðings í alþjóðamálum í forsætisráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, var látinn súpa seyðið af samskiptaleysi því sem leiddi til þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Talsverð læti urðu vegna afstöðu Íslands í þessari atkvæðagreiðslu sem fram fór á vettvangi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna 28. október. Ísland sat hjá meðan 120 ríki greiddu atkvæði með tillögunni um mannúðarhlé á átökunum á Gasa, 12 ríki greiddu atkvæði gegn henni og þar fóru Bandaríkin og Ísrael fremst í flokki en 45 ríki sátu hjá - þar á meðal öll Norðurlöndin að Noregi frátöldu. Hjáseta Íslands hefur verið túlkuð sem fylgispekt við Bandaríkin. Annað hvort „lítilsvirt“ eða „ósannsögul“ Bjarni Benediktsson var tekinn við stöðu utanríkisráðherra þegar þetta var en reiðin sneri þó fyrst og síðast gegn Katrínu. „Annaðhvort er hún lítilsvirtasti eða ósannsögulasti forsætisráðherra í sögu lýðveldisins,“ sagði Illugi Jökulsson, einn harðasti gagnrýnandi Katrínar, 30. október á Facebook-síðu sinni. Og hann var ekki einn um að gagnrýna Katrínu. Hjáseta Íslands þótti ganga í berhögg við allt sem Vinstri grænir segjast vera. Þingflokkur Vinstri grænna sagði í yfirlýsingu að flokkurinn hefði viljað greiða atkvæði með tillögunni. Katrín átti sem sagt í vök að verjast í málinu og sagði að ekki hefði verið haft samráð við sig. Málið þótti vera þess eðlis að þar hlyti að þurfa að eiga sér stað samtal milli forsætis- og utanríkisráðherra. Var talað um klúður í samskiptum hins nýja utanríkisráðherra og hefur Vísir heimildir fyrir því að Auðunn Atlason, sem lengi hefur starfað innan utanríkisþjónustunnar og gegndi stöðu sendiherra í Vín og Finnlandi á tímabili, hafi verið látinn taka skellinn. Vísað fyrirvaralaust úr forsætisráðuneytinu Auðunn vill ekki tjá sig um málið en hann mun ítrekað hafa farið þess á leit við Katrínu að fá fund vegna málsins en allt kom fyrir ekki. Samstöðin greinir frá þessu og segir að Auðunn hafi verið sviptur aðgangskorti að Stjórnarráðshúsinu og verið vísað þaðan fyrirvaralaust. Auðunn var þannig látinn bera ábyrgð á samskiptaleysi Bjarna og Katrínar, en tölvuskeyti þess efnis að til stæði að greiða atkvæði á þessa lund barst meðal annars honum auk fleiri viðtakendum; Auðunn var látinn bera ábyrgð á því að Bjarni og Katrín töluðu ekki saman um hina afdrifaríku hjásetu Íslands. Auðunn er nú aftur starfsmaður utanríkisráðuneytisins eftir að hafa haft fremur skamma viðveru í forsætisráðuneytinu. Og ætla það að reynast helstu afleiðingar málsins. Samkvæmt heimildum Vísis stendur til að Auðunn fari utan og taki við sendiherrastöðu á meginlandi Evrópu í haust. Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín ekki höfð með í ráðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki höfð með í ráðum þegar tekin var ákvörðun um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Hún segir að afstaða þingflokks VG sé skýr. 29. október 2023 21:12 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Talsverð læti urðu vegna afstöðu Íslands í þessari atkvæðagreiðslu sem fram fór á vettvangi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna 28. október. Ísland sat hjá meðan 120 ríki greiddu atkvæði með tillögunni um mannúðarhlé á átökunum á Gasa, 12 ríki greiddu atkvæði gegn henni og þar fóru Bandaríkin og Ísrael fremst í flokki en 45 ríki sátu hjá - þar á meðal öll Norðurlöndin að Noregi frátöldu. Hjáseta Íslands hefur verið túlkuð sem fylgispekt við Bandaríkin. Annað hvort „lítilsvirt“ eða „ósannsögul“ Bjarni Benediktsson var tekinn við stöðu utanríkisráðherra þegar þetta var en reiðin sneri þó fyrst og síðast gegn Katrínu. „Annaðhvort er hún lítilsvirtasti eða ósannsögulasti forsætisráðherra í sögu lýðveldisins,“ sagði Illugi Jökulsson, einn harðasti gagnrýnandi Katrínar, 30. október á Facebook-síðu sinni. Og hann var ekki einn um að gagnrýna Katrínu. Hjáseta Íslands þótti ganga í berhögg við allt sem Vinstri grænir segjast vera. Þingflokkur Vinstri grænna sagði í yfirlýsingu að flokkurinn hefði viljað greiða atkvæði með tillögunni. Katrín átti sem sagt í vök að verjast í málinu og sagði að ekki hefði verið haft samráð við sig. Málið þótti vera þess eðlis að þar hlyti að þurfa að eiga sér stað samtal milli forsætis- og utanríkisráðherra. Var talað um klúður í samskiptum hins nýja utanríkisráðherra og hefur Vísir heimildir fyrir því að Auðunn Atlason, sem lengi hefur starfað innan utanríkisþjónustunnar og gegndi stöðu sendiherra í Vín og Finnlandi á tímabili, hafi verið látinn taka skellinn. Vísað fyrirvaralaust úr forsætisráðuneytinu Auðunn vill ekki tjá sig um málið en hann mun ítrekað hafa farið þess á leit við Katrínu að fá fund vegna málsins en allt kom fyrir ekki. Samstöðin greinir frá þessu og segir að Auðunn hafi verið sviptur aðgangskorti að Stjórnarráðshúsinu og verið vísað þaðan fyrirvaralaust. Auðunn var þannig látinn bera ábyrgð á samskiptaleysi Bjarna og Katrínar, en tölvuskeyti þess efnis að til stæði að greiða atkvæði á þessa lund barst meðal annars honum auk fleiri viðtakendum; Auðunn var látinn bera ábyrgð á því að Bjarni og Katrín töluðu ekki saman um hina afdrifaríku hjásetu Íslands. Auðunn er nú aftur starfsmaður utanríkisráðuneytisins eftir að hafa haft fremur skamma viðveru í forsætisráðuneytinu. Og ætla það að reynast helstu afleiðingar málsins. Samkvæmt heimildum Vísis stendur til að Auðunn fari utan og taki við sendiherrastöðu á meginlandi Evrópu í haust.
Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín ekki höfð með í ráðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki höfð með í ráðum þegar tekin var ákvörðun um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Hún segir að afstaða þingflokks VG sé skýr. 29. október 2023 21:12 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Katrín ekki höfð með í ráðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki höfð með í ráðum þegar tekin var ákvörðun um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Hún segir að afstaða þingflokks VG sé skýr. 29. október 2023 21:12
Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16