Að sögn Sævars Helga Bragasonar jarðfræðings er það hnattstöðu Íslands, möndulhalla jarðar og halla tunglbrautarinnar að þakka. Hann birti færslu á Facebook í dag þar sem hann útskýrði þennan sérstaka atburð.
Tunglið í desember eins og sólin á sumrin
„Sporbraut tunglsins um Jörðina hallar um 5 gráður miðað við sporbraut Jarðar um sólu. Á annan í jólum var tunglið nánast eins nyrst á sporbraut sinni um Jörðina. Jörðin hallar líka og eru áhrifin á hæð tunglsins á himni einna mest nálægt sólstöðum. Tunglið var þess vegna mjög hátt á lofti frá okkur séð síðasta sólarhring,“ er útskýring Sævars, eða Stjörnu-Sævars.
Hann segir að í desember líki tunglið eftir ferðalagi sólar um himininn á sumrin, eða því sem næst. Nú sé það fullt en fari minnkandi þar til það er nýtt 11. janúar næstkomandi.
Sigurjón Ólason, tökumaður Vísis, festi sjónarspilið á filmu í dag. Afraksturinn má sjá hér að neðan með undirleik Tunglskinssónötunnar eftir Beethoven.