Hægðirnar fundust þegar lögregla mætti á vettvang en gerandinn var hvergi sjáanlegur.
Lögregla var einnig kölluð til vegna einstaklings sem var að kasta vörum í verslun í miðborginni en hann var sömuleiðis á brott þegar að var komið.
Tveir voru handteknir vegna innbrots í miðborginni og gista fangageymslur.
Þá var tilkynnt um nokkurn fjölda umferðarslysa. Í flestum tilvikum varð aðeins tjón á bifreiðum en ekki slys á fólki en í einu tilviki voru tveir fluttir á Landspítalann með sjúkrabifreið.