Fjöldamorðinginn játaði í kveðjubréfi að hafa einnig myrt mann og ungabarn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2023 07:01 Málið hefur vakið mikinn óhug en aldrei hafa fleiri látist í skotárás í Tékklandi. AP/Denes Erdos Árásarmaðurinn sem skaut fjórtán til bana við Univerzita Karlova í Prag í Tékklandi 21. desember síðastliðinn játaði í kveðjubréfi að hafa myrt mann og unga dóttur hans í nærliggjandi skóglendi 15. desember. David Kozak myrti einnig föður sinn og eru fórnarlömb hans þannig samtals sautján talsins. Að sögn lögreglu var Kozak á lista yfir um 4.000 grunaða vegna morðanna á föðurnum og barninu. Kozak, sem var 24 ára og stundaði meistaranám í sagnfræði, framdi sjálfsvíg eftir að hafa verið umkringdur af lögreglu. Í kjölfarið fannst kveðjubréf á heimil hans, þar sem hann játaði að hafa skotið manninn og barnið viku áður. Samkvæmt miðlum í Tékklandi var um að ræða 32 ára karlmann og tveggja mánaða gamalt stúlkubarn. Eins og áður segir var Kozak á löngum lista yfir grunaða og hefur lögregla harmað opinberlega að hafa ekki náð að ræða við hann áður enn hann lét til skarar skríða við háskólann. Alls særðust 25 í skotárás Kozak en lögregla hefur ekkert gefið upp um það hvað honum gekk til. Innanríkisráðherrann Vit Rakusan hefur skorað á alla borgar- og bæjarstjóra landsins að falla frá fyrirhuguðum flugeldasýningum um áramótin vegna harmleiksins. Tékkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Hlupu þungvopnaðir um í leit að árásarmanninum Lögreglan í Prag hefur birt myndband sem sýnir lögregluþjóna og sérsveitarmenn leita að árásarmanninum í einni verstu fjöldaskotárás Evrópu, sem framin var í gær. Ungur byssumaður gekk berserksgang í háskóla í borginni þar sem hann skaut minnst fjórtán til bana og særði 25. 22. desember 2023 14:05 Þjóðarsorg í Tékklandi vegna skotaárásarinnar Stjórnvöld í Tékklandi hafa lýst yfir degi þjóðarsorgar á morgun vegna einnar verstu fjöldaskotárásar í sögu Evrópu, þegar 24 ára byssmaður gekk berserksgang í háskóla í Prag, höfuðborg landsins, í gær og myrti 14 og særði 25, þar af 10 alvarlega. 22. desember 2023 06:32 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
David Kozak myrti einnig föður sinn og eru fórnarlömb hans þannig samtals sautján talsins. Að sögn lögreglu var Kozak á lista yfir um 4.000 grunaða vegna morðanna á föðurnum og barninu. Kozak, sem var 24 ára og stundaði meistaranám í sagnfræði, framdi sjálfsvíg eftir að hafa verið umkringdur af lögreglu. Í kjölfarið fannst kveðjubréf á heimil hans, þar sem hann játaði að hafa skotið manninn og barnið viku áður. Samkvæmt miðlum í Tékklandi var um að ræða 32 ára karlmann og tveggja mánaða gamalt stúlkubarn. Eins og áður segir var Kozak á löngum lista yfir grunaða og hefur lögregla harmað opinberlega að hafa ekki náð að ræða við hann áður enn hann lét til skarar skríða við háskólann. Alls særðust 25 í skotárás Kozak en lögregla hefur ekkert gefið upp um það hvað honum gekk til. Innanríkisráðherrann Vit Rakusan hefur skorað á alla borgar- og bæjarstjóra landsins að falla frá fyrirhuguðum flugeldasýningum um áramótin vegna harmleiksins.
Tékkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Hlupu þungvopnaðir um í leit að árásarmanninum Lögreglan í Prag hefur birt myndband sem sýnir lögregluþjóna og sérsveitarmenn leita að árásarmanninum í einni verstu fjöldaskotárás Evrópu, sem framin var í gær. Ungur byssumaður gekk berserksgang í háskóla í borginni þar sem hann skaut minnst fjórtán til bana og særði 25. 22. desember 2023 14:05 Þjóðarsorg í Tékklandi vegna skotaárásarinnar Stjórnvöld í Tékklandi hafa lýst yfir degi þjóðarsorgar á morgun vegna einnar verstu fjöldaskotárásar í sögu Evrópu, þegar 24 ára byssmaður gekk berserksgang í háskóla í Prag, höfuðborg landsins, í gær og myrti 14 og særði 25, þar af 10 alvarlega. 22. desember 2023 06:32 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Hlupu þungvopnaðir um í leit að árásarmanninum Lögreglan í Prag hefur birt myndband sem sýnir lögregluþjóna og sérsveitarmenn leita að árásarmanninum í einni verstu fjöldaskotárás Evrópu, sem framin var í gær. Ungur byssumaður gekk berserksgang í háskóla í borginni þar sem hann skaut minnst fjórtán til bana og særði 25. 22. desember 2023 14:05
Þjóðarsorg í Tékklandi vegna skotaárásarinnar Stjórnvöld í Tékklandi hafa lýst yfir degi þjóðarsorgar á morgun vegna einnar verstu fjöldaskotárásar í sögu Evrópu, þegar 24 ára byssmaður gekk berserksgang í háskóla í Prag, höfuðborg landsins, í gær og myrti 14 og særði 25, þar af 10 alvarlega. 22. desember 2023 06:32