Fá ekki að leigja eitt frægasta brauðbaksturssvæði landsins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. desember 2023 07:01 Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir hugmyndina ekki hafa þótt framkvæmanlega. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur hafnað erindi heilsulindarinnar Laugarvatn Fontana um gerð leigusamnings um hverasvæðið við Laugarvatn. Sveitarstjóri segir hugmyndina ekki hafa þótt framkvæmanlega. Erindi heilsulindarinnar var borið upp á síðasta fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar fyrir jól, þann 21. desember. Félagið lýsti yfir vilja til viðræðna við sveitarstjórnina um gerð leigusamnings milli Bláskógabyggðar og félagsins um hverasvæðið svo auka megi upplifun gesta, trygggja öryggi þeirra og stuðla að verndun svæðisins. Löng hefð er fyrir brauðbakstri á hverasvæðinu. Grafið er í sandinn niður á sjóðandi vatn, pottur með brauðdeigi settur niður og mokað yfir. Brauðið svo gjarnan bakað í hverahitanum í sólarhring. Meðal þeirra sem þetta hafa gert er Hollywood stjarnan Zac Efron. Hann gerði hverasvæðinu skil í sjónvarpsþáttum sínum árið 2018. Í erindi sínu til Bláskógabyggðar árétta stjórnendur Laugarvatn Fontana að hverasvæðið yrði enn sem fyrr til notkunar fyrir íbúa sem nýti hverasvæðið til baksturs. Ekki um að ræða stórt svæði Ekki hefur náðst í stjórnendur heilsulindarinnar vegna málsins. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir í samtali við Vísi að hverasvæðið sé inni á landi sveitarfélagsins. „Sveitarstjórn sá sér ekki fært um að gera samning um einkaafnot af þessu. Þetta er inni á landi sveitarfélagsins, er ekki afgirt og það geta allir farið þarna um. Þannig að það þótti erfitt að útfæra þetta þannig að þetta væri framkvæmanlegt,“ segir Ásta. „Það geta allir bakað þarna í dag, svo lengi sem plássið leyfir. Þetta er náttúrulega ekki stórt svæði.“ Bláskógabyggð Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Erindi heilsulindarinnar var borið upp á síðasta fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar fyrir jól, þann 21. desember. Félagið lýsti yfir vilja til viðræðna við sveitarstjórnina um gerð leigusamnings milli Bláskógabyggðar og félagsins um hverasvæðið svo auka megi upplifun gesta, trygggja öryggi þeirra og stuðla að verndun svæðisins. Löng hefð er fyrir brauðbakstri á hverasvæðinu. Grafið er í sandinn niður á sjóðandi vatn, pottur með brauðdeigi settur niður og mokað yfir. Brauðið svo gjarnan bakað í hverahitanum í sólarhring. Meðal þeirra sem þetta hafa gert er Hollywood stjarnan Zac Efron. Hann gerði hverasvæðinu skil í sjónvarpsþáttum sínum árið 2018. Í erindi sínu til Bláskógabyggðar árétta stjórnendur Laugarvatn Fontana að hverasvæðið yrði enn sem fyrr til notkunar fyrir íbúa sem nýti hverasvæðið til baksturs. Ekki um að ræða stórt svæði Ekki hefur náðst í stjórnendur heilsulindarinnar vegna málsins. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir í samtali við Vísi að hverasvæðið sé inni á landi sveitarfélagsins. „Sveitarstjórn sá sér ekki fært um að gera samning um einkaafnot af þessu. Þetta er inni á landi sveitarfélagsins, er ekki afgirt og það geta allir farið þarna um. Þannig að það þótti erfitt að útfæra þetta þannig að þetta væri framkvæmanlegt,“ segir Ásta. „Það geta allir bakað þarna í dag, svo lengi sem plássið leyfir. Þetta er náttúrulega ekki stórt svæði.“
Bláskógabyggð Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira