„Nú kemst ég að því hvernig er að deyja“ Jón Þór Stefánsson skrifar 28. desember 2023 13:56 Úr myndbandinu sem sýnir áreksturinn. Skjáskot tekið í þann mund sem gámurinn birtist Sigurjóni. Sigurjón Axel Litlu mátti muna þegar Sigurjón Axel Guðjónsson lenti í árekstri við stóran flutningabíl á hringveginum að kvöldi til þann 22. desember í síðustu viku. Myndband úr bíl hans sýnir áreksturinn. Þar sést þegar tengivagn vörubílsins birtast skyndilega á röngum vegarhelmingi og fer utan í bíl Sigurjóns. Betur fór en á horfðist, en Sigurjón slapp með smávægileg meiðsli. „Nú kemst ég að því hvernig er að deyja,“ segist Sigurjón hafa hugsað með sjálfum sér þegar það blasti við honum að hann væri að fara að lenda í árekstri við flutningabílinn. „Það var það eina sem ég hugsaði. Ég taldi engar líkur á því að ég myndi lifa þetta af. Svo var ég bara mjög hissa að ég væri á lífi.“ Í samtali við Vísi lýsir Sigurjón aðdraganda slyssins. Hann hafi verið á leiðinni norður á Ólafsfjörð í jólafrí og verið að keyra þjóðveg 1. Hann hafi verið að keyra langa aflíðandi brekku hjá Vatnsdal, sem er í um það bil tuttugu mínútna akstursfjarlægð frá Blönduósi, þegar slysið átti sér stað. Að sögn Sigurjóns var færðin góð og mínus átta stiga kuldi, þannig að það var tiltölulega lítil hálka. Skyggni var þó ekki með besta móti, bæði var dimmt og mikið kóf barst frá flutningabílum. „Það var fullt af flutningabílum á leiðinni. Lögreglan sagði mér eftir á að þeir hefðu aldrei séð jafn mikið af flutningabílum, í báðar áttir.“ Svo virðist sem að einn af átta hjólbörðum flutningabílsins hafi sprungið og það valdið því að tengivagninn losnaði líkt og sést á myndbandinu. Hélt að allt væri eðlilegt „Þegar ég mæti bílnum þá finnst mér eins og allt sé eðlilegt. Það er auðvitað mikið af ljósum framan á þessum flutningabílum. Hann er á sínum vegarhelmingi, en þegar ég fer úr lýsingunni þá birtist gámurinn úr myrkrinu,“ segir Sigurjón sem bætir við að myndbandið fangi sína upplifun vel, en honum hafi fundist þetta gerast hraðar í raunveruleikanum, enda bjóst hann ekki við gámnum. Sigurjón slapp ansi vel, en bíllinn fór illa úr árekstrinum.Sigurjón Axel Að mati Sigurjóns á Teslu-bíll hans, sem fór illa úr árekstrinum, stóran þátt í því að hann sé enn á lífi. Til að mynda valt bíllinn ekki við áreksturinn og þá er búnaður í bílnum sem gerði neyðarlínunni viðvart um slysið, bæði hvar það var og hversu margir voru í bílnum. Sigurjón er ekki viss um hvort hann hafi sjálfur sveigt frá flutningabílnum eða árekstrarvörn bílsins, en gera má ráð fyrir því að höggið hefði orðið enn þyngra hefði það ekki verið gert. Áhrif á jólin Líkt og áður segir slapp Sigurjón vel. Hann fékk þó sár á annan handlegginn, sem honum finnst í laginu eins og T-ið í Teslumerkinnu. „Þetta gæti orðið viral. Maður ætti kannski að senda þetta á Musk,“ segir hann og hlær. Annars slapp hann við það að fara á sjúkrahús, en gisti á hóteli á Sauðárkróki. Sigurjón segist hafa verið ansi „upptjúnaður“ eftir áreksturinn og því átt erfitt með svefn. Sárið minnir Sigurjón á sjálft Tesla-merkið.Sigurjón Axel Áreksturinn hafði talsverð áhrif á jólahald Sigurjóns. Hann var búinn að gera jólainnkaupin áður en hann fór í ferðina norður og í bílnum var mikið af jólagjöfum, og búnaði. „Það sprakk allavega ein einslíters rjómaferna yfir allan bílinn og mig. Ég var ekki alveg að fatta eftir áreksturinn hvaða hvíta efni var þarna alls staðar. Þegar við vorum að taka jólagjafirnar kom í ljós að sumar voru ansi sleipar.“ Hann komst á áfangastað á Þorláksmessu, degi seinna en áætlað var. „Við vorum með einhver plön, en það breyttist allt. Við áttum miða á einhverja tónleika á Akureyri, en við fórum bara heim að vaska upp jólagjafirnar.“ Sigurjón segir að öryggisbúnaður bílsins hafi orðið til þess að ekki fór verr.Sigurjón Axel Þungaflutningar á mjóum vegum í vondu veðri Sigurjón segist hvorki vilja gagnrýna vöruflutningafyrirtækið eða ökumann flutningabílsins. Hann setur hins vega spurningarmerki við kerfið, og aðstæðurnar sem þetta gerist í. „Allir þessir þungaflutningar eru á þessum mjóu þjóðvegum úti á landi. Það er kannski eðlilegt þar sem eru breiðir vegir eins og á Reykjanesi eða yfir Hellisheiði. En annars eru þetta mjög mjóir vegir á milli Reykjavíkur og Akureyrar og miklir þungaflutningar þarna um þessa vegi,“ segir Sigurjón sem minnist einnig á að ekið sé í misgóðum skilyrðum. Hann spyr sig hvort stjórnvöld ættu að sjá til þess að hagkvæmara yrði að standa í þungaflutningum sjóleiðis frekar en bílleiðis. Bíllinn endað útaf veginum eftir áreksturinn.Sigurjón Axel Strax kominn á nýja Teslu Þegar fréttastofa náði tali af Sigurjóni var hann nýbúinn að sækja nýja Teslu í Reykjavík og er hæstánægður með hana. Hann segist ekki upplifa áreksturinn sem mikið áfall og óttast ekki að fara að keyra aftur. Ástæðan fyrir því að hans mati er að hann treysti bílnum. Sigurjón er kominn á nýja Teslu innan við viku eftir að slysið átti sér stað.Sigurjón Axel Umferðaröryggi Bílar Húnabyggð Fjallabyggð Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
„Nú kemst ég að því hvernig er að deyja,“ segist Sigurjón hafa hugsað með sjálfum sér þegar það blasti við honum að hann væri að fara að lenda í árekstri við flutningabílinn. „Það var það eina sem ég hugsaði. Ég taldi engar líkur á því að ég myndi lifa þetta af. Svo var ég bara mjög hissa að ég væri á lífi.“ Í samtali við Vísi lýsir Sigurjón aðdraganda slyssins. Hann hafi verið á leiðinni norður á Ólafsfjörð í jólafrí og verið að keyra þjóðveg 1. Hann hafi verið að keyra langa aflíðandi brekku hjá Vatnsdal, sem er í um það bil tuttugu mínútna akstursfjarlægð frá Blönduósi, þegar slysið átti sér stað. Að sögn Sigurjóns var færðin góð og mínus átta stiga kuldi, þannig að það var tiltölulega lítil hálka. Skyggni var þó ekki með besta móti, bæði var dimmt og mikið kóf barst frá flutningabílum. „Það var fullt af flutningabílum á leiðinni. Lögreglan sagði mér eftir á að þeir hefðu aldrei séð jafn mikið af flutningabílum, í báðar áttir.“ Svo virðist sem að einn af átta hjólbörðum flutningabílsins hafi sprungið og það valdið því að tengivagninn losnaði líkt og sést á myndbandinu. Hélt að allt væri eðlilegt „Þegar ég mæti bílnum þá finnst mér eins og allt sé eðlilegt. Það er auðvitað mikið af ljósum framan á þessum flutningabílum. Hann er á sínum vegarhelmingi, en þegar ég fer úr lýsingunni þá birtist gámurinn úr myrkrinu,“ segir Sigurjón sem bætir við að myndbandið fangi sína upplifun vel, en honum hafi fundist þetta gerast hraðar í raunveruleikanum, enda bjóst hann ekki við gámnum. Sigurjón slapp ansi vel, en bíllinn fór illa úr árekstrinum.Sigurjón Axel Að mati Sigurjóns á Teslu-bíll hans, sem fór illa úr árekstrinum, stóran þátt í því að hann sé enn á lífi. Til að mynda valt bíllinn ekki við áreksturinn og þá er búnaður í bílnum sem gerði neyðarlínunni viðvart um slysið, bæði hvar það var og hversu margir voru í bílnum. Sigurjón er ekki viss um hvort hann hafi sjálfur sveigt frá flutningabílnum eða árekstrarvörn bílsins, en gera má ráð fyrir því að höggið hefði orðið enn þyngra hefði það ekki verið gert. Áhrif á jólin Líkt og áður segir slapp Sigurjón vel. Hann fékk þó sár á annan handlegginn, sem honum finnst í laginu eins og T-ið í Teslumerkinnu. „Þetta gæti orðið viral. Maður ætti kannski að senda þetta á Musk,“ segir hann og hlær. Annars slapp hann við það að fara á sjúkrahús, en gisti á hóteli á Sauðárkróki. Sigurjón segist hafa verið ansi „upptjúnaður“ eftir áreksturinn og því átt erfitt með svefn. Sárið minnir Sigurjón á sjálft Tesla-merkið.Sigurjón Axel Áreksturinn hafði talsverð áhrif á jólahald Sigurjóns. Hann var búinn að gera jólainnkaupin áður en hann fór í ferðina norður og í bílnum var mikið af jólagjöfum, og búnaði. „Það sprakk allavega ein einslíters rjómaferna yfir allan bílinn og mig. Ég var ekki alveg að fatta eftir áreksturinn hvaða hvíta efni var þarna alls staðar. Þegar við vorum að taka jólagjafirnar kom í ljós að sumar voru ansi sleipar.“ Hann komst á áfangastað á Þorláksmessu, degi seinna en áætlað var. „Við vorum með einhver plön, en það breyttist allt. Við áttum miða á einhverja tónleika á Akureyri, en við fórum bara heim að vaska upp jólagjafirnar.“ Sigurjón segir að öryggisbúnaður bílsins hafi orðið til þess að ekki fór verr.Sigurjón Axel Þungaflutningar á mjóum vegum í vondu veðri Sigurjón segist hvorki vilja gagnrýna vöruflutningafyrirtækið eða ökumann flutningabílsins. Hann setur hins vega spurningarmerki við kerfið, og aðstæðurnar sem þetta gerist í. „Allir þessir þungaflutningar eru á þessum mjóu þjóðvegum úti á landi. Það er kannski eðlilegt þar sem eru breiðir vegir eins og á Reykjanesi eða yfir Hellisheiði. En annars eru þetta mjög mjóir vegir á milli Reykjavíkur og Akureyrar og miklir þungaflutningar þarna um þessa vegi,“ segir Sigurjón sem minnist einnig á að ekið sé í misgóðum skilyrðum. Hann spyr sig hvort stjórnvöld ættu að sjá til þess að hagkvæmara yrði að standa í þungaflutningum sjóleiðis frekar en bílleiðis. Bíllinn endað útaf veginum eftir áreksturinn.Sigurjón Axel Strax kominn á nýja Teslu Þegar fréttastofa náði tali af Sigurjóni var hann nýbúinn að sækja nýja Teslu í Reykjavík og er hæstánægður með hana. Hann segist ekki upplifa áreksturinn sem mikið áfall og óttast ekki að fara að keyra aftur. Ástæðan fyrir því að hans mati er að hann treysti bílnum. Sigurjón er kominn á nýja Teslu innan við viku eftir að slysið átti sér stað.Sigurjón Axel
Umferðaröryggi Bílar Húnabyggð Fjallabyggð Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira