„Tæknin er ekki nægilega góð“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 22:44 Arteta einbeittur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Getty Mikel Arteta hafði ekki miklar áhyggjur af gangi mála í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir tapið gegn West Ham í kvöld. Hann sagði lið Arsenal vera á góðum stað. West Ham vann 2-0 sigur á Arsenal i Lundúnaslag kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal var mun hættulegra liðið í leiknum en West Ham nýtti þau færi sem liðið fékk og tryggði sér sigurinn. Mikel Arteta kom í viðtal eftir leik í kvöld og var þá meðal annars spurður út í umdeilt atvik sem gerðist þegar West Ham komst í 1-0. Jarrod Bowen sendi þá boltann fyrir frá endalínunni, beint á Tomas Soucek sem skoraði. Vafi lék á hvort boltinn var kominn útaf áður en Bowen náði honum og erfitt var að sjá í endursýningu hvort svo væri. „Ég veit ekki, ég hef ekki séð atvikið,“ sagði Arteta stuttorður og bætti við: „Þetta er eins og það er. Tæknin er ekki nægilega góð til að sjá nógu vel hvort boltinn er farinn útaf.“ Hann hafði þó litlar áhyggjur af gangi mála þó Arsenal hafi ekki náð toppsætinu af Liverpool. „Við erum þar sem við erum, mér finnst við vera í mjög góðri stöðu. Mér fannst við ekki fá það sem við áttum skilið í kvöld,“ bætti Arteta við en Arsenal átti 30 skot að marki West Ham í kvöld á móti 6 hjá gestunum. Þá fór Arsenal illa með nokkur góð færi í leiknum. „Við höfðum yfirburði í 100 mínútur. Við áttum stór augnabil, við vorum með galopna leikmenn í teignum. Ég held að leikmennirnir hafi lagt mikið á sig. Það er erfitt í búningsklefanum núna en við eigum annan leik eftir 72 klukkutíma. Þetta er fótbolti og við þurfum að bæta okkur á ákveðnum sviðum.“ „Sköpuðum nóg til að vinna leikinn“ Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal var svekktur í leikslok. „Þetta var eitt af þessum kvöldum. Við fengum fullt af tækifærum og gerðum nóg til að skora mörk en í teignum vorum við ekki nógu góðir. Við tökum góðu hlutina og lærum af þessu,“ sagði hann í viðtali við Amazon Prime eftir leik. Um fyrra mark West Ham sagðist hann vonast til þess að rétt ákvörðun hafi verið tekin. „Ég býst við að þetta hafi munað litlu. Vonandi tóku þeir rétta ákvörðun en við sköpuðum nóg af færum eftir það til að vinna leikinn.“ Hann sagði stöðu liðsins í deildinni ekki vera slæma. „Við erum þarna uppi og að berjast. Við reynum að gera betur á hverjum degi. Við lærðum mikið af síðasta tímabili og fengum reynslu. Vonandi nýtist hún okkur í lok þessa tímabils.“ Enski boltinn Tengdar fréttir VAR í sviðsljósinu þegar Arsenal missteig sig gegn Hömrunum West Ham vann óvæntan útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal mistókst því að ná toppsætinu í nýjan leik af Liverpool. 28. desember 2023 22:18 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
West Ham vann 2-0 sigur á Arsenal i Lundúnaslag kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal var mun hættulegra liðið í leiknum en West Ham nýtti þau færi sem liðið fékk og tryggði sér sigurinn. Mikel Arteta kom í viðtal eftir leik í kvöld og var þá meðal annars spurður út í umdeilt atvik sem gerðist þegar West Ham komst í 1-0. Jarrod Bowen sendi þá boltann fyrir frá endalínunni, beint á Tomas Soucek sem skoraði. Vafi lék á hvort boltinn var kominn útaf áður en Bowen náði honum og erfitt var að sjá í endursýningu hvort svo væri. „Ég veit ekki, ég hef ekki séð atvikið,“ sagði Arteta stuttorður og bætti við: „Þetta er eins og það er. Tæknin er ekki nægilega góð til að sjá nógu vel hvort boltinn er farinn útaf.“ Hann hafði þó litlar áhyggjur af gangi mála þó Arsenal hafi ekki náð toppsætinu af Liverpool. „Við erum þar sem við erum, mér finnst við vera í mjög góðri stöðu. Mér fannst við ekki fá það sem við áttum skilið í kvöld,“ bætti Arteta við en Arsenal átti 30 skot að marki West Ham í kvöld á móti 6 hjá gestunum. Þá fór Arsenal illa með nokkur góð færi í leiknum. „Við höfðum yfirburði í 100 mínútur. Við áttum stór augnabil, við vorum með galopna leikmenn í teignum. Ég held að leikmennirnir hafi lagt mikið á sig. Það er erfitt í búningsklefanum núna en við eigum annan leik eftir 72 klukkutíma. Þetta er fótbolti og við þurfum að bæta okkur á ákveðnum sviðum.“ „Sköpuðum nóg til að vinna leikinn“ Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal var svekktur í leikslok. „Þetta var eitt af þessum kvöldum. Við fengum fullt af tækifærum og gerðum nóg til að skora mörk en í teignum vorum við ekki nógu góðir. Við tökum góðu hlutina og lærum af þessu,“ sagði hann í viðtali við Amazon Prime eftir leik. Um fyrra mark West Ham sagðist hann vonast til þess að rétt ákvörðun hafi verið tekin. „Ég býst við að þetta hafi munað litlu. Vonandi tóku þeir rétta ákvörðun en við sköpuðum nóg af færum eftir það til að vinna leikinn.“ Hann sagði stöðu liðsins í deildinni ekki vera slæma. „Við erum þarna uppi og að berjast. Við reynum að gera betur á hverjum degi. Við lærðum mikið af síðasta tímabili og fengum reynslu. Vonandi nýtist hún okkur í lok þessa tímabils.“
Enski boltinn Tengdar fréttir VAR í sviðsljósinu þegar Arsenal missteig sig gegn Hömrunum West Ham vann óvæntan útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal mistókst því að ná toppsætinu í nýjan leik af Liverpool. 28. desember 2023 22:18 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
VAR í sviðsljósinu þegar Arsenal missteig sig gegn Hömrunum West Ham vann óvæntan útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal mistókst því að ná toppsætinu í nýjan leik af Liverpool. 28. desember 2023 22:18