Gefur ekkert fyrir tal um ómöguleika og vill senda út fulltrúa til að hjálpa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. desember 2023 19:48 Bergþóra Snæbjörnsdóttir segir alls ekki ómögulegt að sækja fjölskyldur Palestínumanna hér á landi. Vísir/Ívar Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu. Hópur Palestínumanna hefur nú í nístingskulda dvalið í tjöldum í þrjá daga, með þá von í brjósti að stjórnvöld hjálpi fjölskyldum þeirra að komast út úr hryllingnum á Gasa. „Það eina sem ég bið um er að stjórnvöld hjálpi fjölskyldum okkur út úr Gasa, það er það eina,“ segir Naji Asar, einn úr hópi Palestínumannanna. Þeir segja að með þessu áframhaldi verði ekki lengur til neinar fjölskyldur til að sameina. Ráðherranefnd um útlendinga fundaði um stöðu fólksins í morgun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson segir stöðuna flókna og erfiða. „Við erum að skoða ýmsa möguleika og fylgjumst mjög vel líka með því hvað önnur ríki eru að gera, ein sog nágrannaþjóðir okkar þannig að almennt séð vil ég bara segja að við höldum því áfram að skoða hvaða möguleikar kunna að vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra. „Ég ítreka það að nágrannalöndin okkar, þau hafa eingöngu verið að taka til sinna landa sína ríkisborgara eða fólk sem hefur dvalarleyfi og hefur búið í löndunum í einhvern tíma eða langan tíma og ef það hafa verið fjölskyldusameiningar þá hefur fólk þurft að koma sér sjálft út af svæðinu og koma sér sjálft til landsins,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Bergþóra Snæbjörnsdóttir, rithöfundur og baráttukona, gefur lítið fyrir tal um ómöguleika. „Þeir hafa náttúrulega bara verið svo vikum skiptir að reyna að fá einhver svör frá ríkisstjórninni um það hvað þau ætla að gera til að koma fólkinu sínu frá Gasa. Það er búið að fá samþykkta fölskyldusameiningu en svo er ekkert gert til að koma þeim út. Hin löndin hafa verið að ná þessu þannig að það að segja að þetta sé einhver ómöguleiki, það er bara ekki rétt.“ Á degi hverjum eru gefnir út listar yfir Gasabúa sem fá með aðstoð annarra ríkja að fara í gegnum Rafah-landamærastöðina við Egyptaland. Palestínubúarnir rýna þá og stundum sjá þeir jafnvel nöfn vina sinna eins og æskuvinur eins úr hópnum sem komst til Ástralíu eftir að hafa fengið þar dvalarleyfi í lok nóvember. „Það er ekki ómöguleiki. Það eru lönd eins og Venesúela, Albanía, Rúmenía, Mexíkó, Bandaríkin, Bretar og meira að segja eitthvað af Norðurlöndunum og ég var að sjá frétt um að Rússar væru að ná 1300 manns út þannig að það þarf að gera miklu meira, það þarf að senda fulltrúa þarna út og hjálpa þessu fólki út.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Tengdar fréttir Skilur örvæntinguna en segir málið flókið og í skoðun Ef fram heldur sem horfir á Gasa verða brátt engar fjölskyldur til að sameina á Íslandi. Þetta segja aðgerðasinnar á Austurvelli. Ráðherrar funduðu um stöðu fólksins sem fast er á Gasa í morgun. Félagsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að verið sé að kanna hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hann kveðst skilja örvæntingu Palestínumannanna. 29. desember 2023 12:53 Fjölskylda fjórtán ára drengs föst á Gasa Palestínskur drengur biðlar til stjórnvalda að koma foreldrum sínum og systkinum út úr Gasa. Í nótt gisti hann, í reginkulda, í tjaldi á Austurvelli og þar hyggst hann og fleiri Palestínumenn dvelja þar til fjölskyldur þeirra eru komnar í öruggt skjól. Þingmaður Pírata segir orð ekki duga til, nú þurfi aðgerðir. 28. desember 2023 19:42 „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Hópur Palestínumanna hefur nú í nístingskulda dvalið í tjöldum í þrjá daga, með þá von í brjósti að stjórnvöld hjálpi fjölskyldum þeirra að komast út úr hryllingnum á Gasa. „Það eina sem ég bið um er að stjórnvöld hjálpi fjölskyldum okkur út úr Gasa, það er það eina,“ segir Naji Asar, einn úr hópi Palestínumannanna. Þeir segja að með þessu áframhaldi verði ekki lengur til neinar fjölskyldur til að sameina. Ráðherranefnd um útlendinga fundaði um stöðu fólksins í morgun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson segir stöðuna flókna og erfiða. „Við erum að skoða ýmsa möguleika og fylgjumst mjög vel líka með því hvað önnur ríki eru að gera, ein sog nágrannaþjóðir okkar þannig að almennt séð vil ég bara segja að við höldum því áfram að skoða hvaða möguleikar kunna að vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra. „Ég ítreka það að nágrannalöndin okkar, þau hafa eingöngu verið að taka til sinna landa sína ríkisborgara eða fólk sem hefur dvalarleyfi og hefur búið í löndunum í einhvern tíma eða langan tíma og ef það hafa verið fjölskyldusameiningar þá hefur fólk þurft að koma sér sjálft út af svæðinu og koma sér sjálft til landsins,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Bergþóra Snæbjörnsdóttir, rithöfundur og baráttukona, gefur lítið fyrir tal um ómöguleika. „Þeir hafa náttúrulega bara verið svo vikum skiptir að reyna að fá einhver svör frá ríkisstjórninni um það hvað þau ætla að gera til að koma fólkinu sínu frá Gasa. Það er búið að fá samþykkta fölskyldusameiningu en svo er ekkert gert til að koma þeim út. Hin löndin hafa verið að ná þessu þannig að það að segja að þetta sé einhver ómöguleiki, það er bara ekki rétt.“ Á degi hverjum eru gefnir út listar yfir Gasabúa sem fá með aðstoð annarra ríkja að fara í gegnum Rafah-landamærastöðina við Egyptaland. Palestínubúarnir rýna þá og stundum sjá þeir jafnvel nöfn vina sinna eins og æskuvinur eins úr hópnum sem komst til Ástralíu eftir að hafa fengið þar dvalarleyfi í lok nóvember. „Það er ekki ómöguleiki. Það eru lönd eins og Venesúela, Albanía, Rúmenía, Mexíkó, Bandaríkin, Bretar og meira að segja eitthvað af Norðurlöndunum og ég var að sjá frétt um að Rússar væru að ná 1300 manns út þannig að það þarf að gera miklu meira, það þarf að senda fulltrúa þarna út og hjálpa þessu fólki út.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Tengdar fréttir Skilur örvæntinguna en segir málið flókið og í skoðun Ef fram heldur sem horfir á Gasa verða brátt engar fjölskyldur til að sameina á Íslandi. Þetta segja aðgerðasinnar á Austurvelli. Ráðherrar funduðu um stöðu fólksins sem fast er á Gasa í morgun. Félagsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að verið sé að kanna hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hann kveðst skilja örvæntingu Palestínumannanna. 29. desember 2023 12:53 Fjölskylda fjórtán ára drengs föst á Gasa Palestínskur drengur biðlar til stjórnvalda að koma foreldrum sínum og systkinum út úr Gasa. Í nótt gisti hann, í reginkulda, í tjaldi á Austurvelli og þar hyggst hann og fleiri Palestínumenn dvelja þar til fjölskyldur þeirra eru komnar í öruggt skjól. Þingmaður Pírata segir orð ekki duga til, nú þurfi aðgerðir. 28. desember 2023 19:42 „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Skilur örvæntinguna en segir málið flókið og í skoðun Ef fram heldur sem horfir á Gasa verða brátt engar fjölskyldur til að sameina á Íslandi. Þetta segja aðgerðasinnar á Austurvelli. Ráðherrar funduðu um stöðu fólksins sem fast er á Gasa í morgun. Félagsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að verið sé að kanna hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hann kveðst skilja örvæntingu Palestínumannanna. 29. desember 2023 12:53
Fjölskylda fjórtán ára drengs föst á Gasa Palestínskur drengur biðlar til stjórnvalda að koma foreldrum sínum og systkinum út úr Gasa. Í nótt gisti hann, í reginkulda, í tjaldi á Austurvelli og þar hyggst hann og fleiri Palestínumenn dvelja þar til fjölskyldur þeirra eru komnar í öruggt skjól. Þingmaður Pírata segir orð ekki duga til, nú þurfi aðgerðir. 28. desember 2023 19:42
„Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28