Ísraelsmenn dregnir fyrir dóm fyrir þjóðarmorð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. desember 2023 20:33 Yfirvöld í Suður-Afríku hafa formlega kært Ísraelsmenn fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. AP/Fatima Shbair Suður-Afríka kærði í dag Ísraelsríki í Alþjóðadómstólnum fyrir brot á þjóðarmorðslögum vegna innrásar þess í Gasa. Lögin sem um ræðir eru alþjóðleg lög um þjóðarmorð sem samþykkt voru í kjölfar helfararinnar árið 1948. Alþjóðadómstóllinn í Haag er hæsti réttardómstóll Sameinuðu þjóðanna og dæmir í málum þjóða á milli. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir kæruna ekki eiga við rök að styðjast. Kenna Hamasliðum um Í kærunni er alþjóðadómstóllinn beðinn um bráðabirgðaráðstafanir til þess að stöðva hernaðaraðgerðir Ísraelshers í Palestínu sem talsmenn Suður-Afríku segja vera „nauðsynlegar til að vernda frekari, alvarlegan og óafturkræfan skaða fyrir palestínsku þjóðina.“ Ekki liggur fyrir hvenær málið verður tekið fyrir. Samkvæmt Reuters hefur Ísrael brugðist við þessu með því að kenna Hamasliðum um hryllinginn í Gasa. Ísrael segir Hamasliða hafa falið sig í sjúkrahúsum og skólum og því hafi sprengjuárásir á téð mannvirki verið réttlátar og einnig að Hamasliðar hafi farið ránshendi um mannúðaraðstoð í formi matargjafa, sjúkrabirgða og fleira. Hamassamtökin taka fyrir slíkar ásakanir. „Ísrael hefur gert það morgunljóst að íbúar Gasasvæðisins séu ekki óvinurinn og hefur gert allar mögulegar ráðstafanir til að afstýra tjóni á óbreytta borgara og til að koma mannúðaraðstoð til Gasabúa,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. „Ekki tekist að koma í veg fyrir þjóðarmorð“ Kæra Suður-Afríku kemur í kjölfar mikillar gagnrýni þeirra á hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna og hafa yfirvöld þar í landi meðal annars lokað ísraelska sendiráðinu í Pretoríu og hætt öllum diplómatískum samskiptum þar til friður náist. „Ísrael hefur, sérstaklega síðan 7. október 2023, ekki tekist að koma í veg fyrir þjóðarmorð né afstýrt beinum og almennum stuðningi við þjóðarmorð,“ kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Suður-Afríku. Suður-Afrísk yfirvöld hafa staðið við bakið á Palestínumönnum og málstað þeirra í marga áratugi og borið stöðuna þar í landi við stöðu svarta meirihluta Suður-Afríku á aðskilnaðarárunum. Suður-Afríka Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Lögin sem um ræðir eru alþjóðleg lög um þjóðarmorð sem samþykkt voru í kjölfar helfararinnar árið 1948. Alþjóðadómstóllinn í Haag er hæsti réttardómstóll Sameinuðu þjóðanna og dæmir í málum þjóða á milli. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir kæruna ekki eiga við rök að styðjast. Kenna Hamasliðum um Í kærunni er alþjóðadómstóllinn beðinn um bráðabirgðaráðstafanir til þess að stöðva hernaðaraðgerðir Ísraelshers í Palestínu sem talsmenn Suður-Afríku segja vera „nauðsynlegar til að vernda frekari, alvarlegan og óafturkræfan skaða fyrir palestínsku þjóðina.“ Ekki liggur fyrir hvenær málið verður tekið fyrir. Samkvæmt Reuters hefur Ísrael brugðist við þessu með því að kenna Hamasliðum um hryllinginn í Gasa. Ísrael segir Hamasliða hafa falið sig í sjúkrahúsum og skólum og því hafi sprengjuárásir á téð mannvirki verið réttlátar og einnig að Hamasliðar hafi farið ránshendi um mannúðaraðstoð í formi matargjafa, sjúkrabirgða og fleira. Hamassamtökin taka fyrir slíkar ásakanir. „Ísrael hefur gert það morgunljóst að íbúar Gasasvæðisins séu ekki óvinurinn og hefur gert allar mögulegar ráðstafanir til að afstýra tjóni á óbreytta borgara og til að koma mannúðaraðstoð til Gasabúa,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. „Ekki tekist að koma í veg fyrir þjóðarmorð“ Kæra Suður-Afríku kemur í kjölfar mikillar gagnrýni þeirra á hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna og hafa yfirvöld þar í landi meðal annars lokað ísraelska sendiráðinu í Pretoríu og hætt öllum diplómatískum samskiptum þar til friður náist. „Ísrael hefur, sérstaklega síðan 7. október 2023, ekki tekist að koma í veg fyrir þjóðarmorð né afstýrt beinum og almennum stuðningi við þjóðarmorð,“ kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Suður-Afríku. Suður-Afrísk yfirvöld hafa staðið við bakið á Palestínumönnum og málstað þeirra í marga áratugi og borið stöðuna þar í landi við stöðu svarta meirihluta Suður-Afríku á aðskilnaðarárunum.
Suður-Afríka Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira