Smith, eða Bully Boy eins og hann er oftast kallaður, trónir á toppi hiemslista PDC og því bjuggust flestir við því að hann myndi hafa sigur gegn Dobey sem situr í 17. sæti.
Það varð þó fljótt ljóst að Bully Boy yrði í vandræðum í kvöld því Dobey vann fyrsta settið 3-1 og næsta sett 3-2. Ekki tókst Smith að rétta leik sinn og Dobey vann þriðja settið 3-0 og það fjórða 3-1. Þar með voru úrslitin ráðin. Chris Dobey vann 4-0 sigur og er á leið í 16-manna úrslit á kostnað heimsmeistarans sem situr eftir með sárt ennið.
Another day of drama at Ally Pally saw Michael Smith's reign as World Champion brought to an end ❌ pic.twitter.com/K58MP9e761
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2023
Fyrr í kvöld vann Michael van Gerwen öruggan 4-0 sigur gegn Stephen Bunting í því sem átti að vera stærsti leikur kvöldsins. Þá vann Gary Anderson 4-1 sigur gegn Boris Krcmar, Reymond van Barneveld vann 4-1 sigur gegn Jim Williams, Jonny Clayton vann 4-2 sigur gegn Krzystof Ratajski og Damon Heta kom til baka og sigraði Berry van Peer 4-3.