Viljinn greinir frá því að Jóni þyki ummæli Katrínar sýna fram á það að núverandi ríkisstjórn sé ekki fær um að beita sér fyrir málaflokknum og því þurfi að mynda nýjan meirihluta.
Ummæli Katrínar snerust út á það að hún óttaðist ekki orkuskort en að skilgreina þyrfti grunnorkuþörf. Hún segir að næsta stóra verkefni ríkisstjórnarinnar sé rammaáætlun sem væntanleg sé á næstu misserum og að það það þurfi að virkja meira fyrir orkuskiptin án þess að fórna faglegum sjónarmiðum.
Þingmeirihluti liggi fyrir
Í samtali við Viljann líkir Jón þessum ummælum við það að horfa á Róm brenna en rýna frekar í skipulag brunavarna og reglugerðir en að slökkva eldinn.
Hann segir „tafapólitík“ hafa ríkt í virkjanamálum of lengi og sakar Vinstri græn um að nota öll tækifæri til að tefja málin út í æsar. Jafnframt bendir hann á að Miðflokkurinn, Viðreisn, Flokkur fólksins og hluti þingmanna Samfylkingar hafi talað fyrir því að ganga í málin en ekki náist samkomulag innan ríkisstjórnarinnar og því sé allt í strand. Þó þingmeirihluti liggi fyrir í málinu.
Jón segir að þingmenn verði að standa undir ábyrgð sinni og stíga „næstu skref“ að nýju ári.