Sport

Humphries síðastur í undanúrslitin

Dagur Lárusson skrifar
Luke Humphries fagnar sigri sínum.
Luke Humphries fagnar sigri sínum. Vísir/Getty

Luke Humphries tryggði sér farseðilinn í undanúrslitin á HM í pílukasti í kvöld eftir sigur á Dave Chisnall.

Fyrr í dag var það Rob Cross sem hafði betur betur gegn Chris Dobey, ungstirnið Luke Littler lagði Brendan Dolan og Scott Williams sendi Micheal van Gerwen heim. 

Nú komið að viðureign Humphries og Chisnall en fyrir mótið var sá fyrrnefndi talinn vera sigurstranglegastur á mótinu.

Sigur Humphries var í raun aldrei í hættu en eftir að Dave Chisnall náði að jafna 1-1 í settum fór Humphries á flug og vann fjögur sett í röð og voru lokatölur því 5-1.

Undanúrslitin fara fram á morgun en þar mun Luke Humphries mæta hinum svellkalda Scott Williams. Í hinni viðureigninni verða það Rob Cross og Luke Littler sem mætast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×