Pútin segist eiga harma að hefna og ræðst gegn Kænugarði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. janúar 2024 07:51 Eldar geisa víða í Kænugarði eftir árásir morgunsins. AP/Efrem Lukatsky Umfangsmiklar loftárásir standa nú yfir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Samkvæmt blaðamönnum AFP hafa að minnsta kosti tíu háværar sprengingar heyrst í morgun og íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls. „Kænugarður; leitið skjóls. Margar eldflaugar á leið í áttina að ykkur,“ sagði flugher Úkraínu í skilaboðum á Telegram. Að sögn Vitali Klitschko, borgarstjóra Kænugarðs, særðust sextán þegar eldur kviknaði í byggingu í kjölfar loftárása. Fimmtán hafa verið fluttir á sjúkrahús. Fregnir hafa einnig borist af árásum á Kharkív. Bridget A. Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, segir á Twitter að svo virtist sem Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ákveðið að fagna nýju ári með loftárásum á höfuðborgina og aðrar borgir Úkraínu og neytt milljónir Úkraínumanna til að leita skjóls í frostinu. Háværar sprengingar hefðu heyrst í Kænugarði í morgun. Það væri bráðnauðsynlegt að menn sameinuðust um að stöðva Pútín; hingað og ekki lengra. Pútín sagði á mánudag að Úkraínumönnum yrði refsað fyrir árásir sínar á Belgorod. Úkraínumenn gerðu árásir á Belgorod í kjölfar mikilla loftárása Rússa á borgir í Úkraínu á föstudag, þar sem rúmlega 40 létu lífið og 160 særðust. Um það bil 25 eru sagðir hafa látist í árásunum á Belgorod, þar af fimm börn. Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
„Kænugarður; leitið skjóls. Margar eldflaugar á leið í áttina að ykkur,“ sagði flugher Úkraínu í skilaboðum á Telegram. Að sögn Vitali Klitschko, borgarstjóra Kænugarðs, særðust sextán þegar eldur kviknaði í byggingu í kjölfar loftárása. Fimmtán hafa verið fluttir á sjúkrahús. Fregnir hafa einnig borist af árásum á Kharkív. Bridget A. Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, segir á Twitter að svo virtist sem Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ákveðið að fagna nýju ári með loftárásum á höfuðborgina og aðrar borgir Úkraínu og neytt milljónir Úkraínumanna til að leita skjóls í frostinu. Háværar sprengingar hefðu heyrst í Kænugarði í morgun. Það væri bráðnauðsynlegt að menn sameinuðust um að stöðva Pútín; hingað og ekki lengra. Pútín sagði á mánudag að Úkraínumönnum yrði refsað fyrir árásir sínar á Belgorod. Úkraínumenn gerðu árásir á Belgorod í kjölfar mikilla loftárása Rússa á borgir í Úkraínu á föstudag, þar sem rúmlega 40 létu lífið og 160 særðust. Um það bil 25 eru sagðir hafa látist í árásunum á Belgorod, þar af fimm börn.
Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira