Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. janúar 2024 06:48 Arouri, til vinstri, við undirritun sáttar milli Hamas og Fatah árið 2017. Getty/Anadolu Agency/Ahmed Gamil Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. Arouri og fimm aðrir féllu í sprengjuárás á skrifstofur Hamas í Musharafieh í Beirút í gær. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að um sé að ræða stigmögnun í stríði Ísraels og „bandalags andspyrnunnar“ og hefndum heitið. Andspyrnan sé með fingurinn á gikknum, eins og það er orðað. Skrifstofubyggingin þar sem Arouri var á fundi þegar sprengingin átti sér stað.Getty/Marwan Tahtah Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði herinn í viðbragðsstöðu eftir drápið á Arouri. Hann virtist ekki vilja svara beint þegar hann var beðinn um að staðfesta að Ísraelsmenn bæru ábyrgð á árásinni en sagði herinn vissulega einbeittan í því að „drepa Hamas“. Mark Regev, einn ráðgjafa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ítrekaði í viðtali við MSNBC að Ísraelsmenn hefðu ekki lýst árásinni á hendur sér. „En hver sem stóð að þessu, þá verður það að vera alveg ljóst; þetta var ekki árás á Líbanon. Hver svo sem gerði þetta var að framkvæma hnitmiðaða árás á forystu Hamas.“ Mótmæli brutust út á Vesturbakkanum í gær vegna drápsins á Arouri.Getty/Anadolu/Issam Rimawi Stjórnvöld í Líbanon sendu frá sér yfirlýsingu seint í gær um að þau myndu senda kvörtun til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar. Arouri var náin samstarfsmaður Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas á Gasa, og tengiliður samtakanna við Hezbollah og Íran. Þá átti hann stóran þátt í viðræðum milli Hamas og Ísrael um lausn gíslanna sem voru teknir í árásum Hamas 7. október síðastliðinn. Sérfræðingar gera ráð fyrir að dauði Arouri muni flækja þær viðræður verulega. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Arouri og fimm aðrir féllu í sprengjuárás á skrifstofur Hamas í Musharafieh í Beirút í gær. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að um sé að ræða stigmögnun í stríði Ísraels og „bandalags andspyrnunnar“ og hefndum heitið. Andspyrnan sé með fingurinn á gikknum, eins og það er orðað. Skrifstofubyggingin þar sem Arouri var á fundi þegar sprengingin átti sér stað.Getty/Marwan Tahtah Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði herinn í viðbragðsstöðu eftir drápið á Arouri. Hann virtist ekki vilja svara beint þegar hann var beðinn um að staðfesta að Ísraelsmenn bæru ábyrgð á árásinni en sagði herinn vissulega einbeittan í því að „drepa Hamas“. Mark Regev, einn ráðgjafa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ítrekaði í viðtali við MSNBC að Ísraelsmenn hefðu ekki lýst árásinni á hendur sér. „En hver sem stóð að þessu, þá verður það að vera alveg ljóst; þetta var ekki árás á Líbanon. Hver svo sem gerði þetta var að framkvæma hnitmiðaða árás á forystu Hamas.“ Mótmæli brutust út á Vesturbakkanum í gær vegna drápsins á Arouri.Getty/Anadolu/Issam Rimawi Stjórnvöld í Líbanon sendu frá sér yfirlýsingu seint í gær um að þau myndu senda kvörtun til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar. Arouri var náin samstarfsmaður Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas á Gasa, og tengiliður samtakanna við Hezbollah og Íran. Þá átti hann stóran þátt í viðræðum milli Hamas og Ísrael um lausn gíslanna sem voru teknir í árásum Hamas 7. október síðastliðinn. Sérfræðingar gera ráð fyrir að dauði Arouri muni flækja þær viðræður verulega.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03