Flugeldasalan ívíð meiri en um síðustu áramót Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2024 10:36 Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, starfandi formaður Landsbjargar, telur að gott veður á höfuðborgarsvæðinu hafi haft sitt að segja um aukna flugeldasölu. Vísir/Vilhelm Starfandi formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir að flugeldasala björgunarsveitanna í kringum nýliðin áramót virðist hafa verið ívíð meiri en fyrir ári. „Þetta gekk nú bara þokkalega vel og flestar sveitir eru sáttar við söluna,“ segir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, starfandi formaður Landsbjargar. „Það er ekki hægt að segja að það hafi verið gígantísk aukning, en þetta var meira en í fyrra,“ segir Borghildur. Slysavarnafélagið Landsbjörg eigi eftir að taka saman sölutölur en muni að venju ekki birta þær opinberlega. Gott veður á höfuðborgarsvæðinu Aðspurð um hvað hafi valdið söluaukningunni nú segir Borghildur Fjóla að veðrið kunni að hafa sitt að segja. „Það er ekki gott að segja. Það var ágætis veður á höfuðborgarsvæðinu og svo hafa verkefnin verið mörg og stór sem kunni að hafa haft áhrif á að fólk hafi frekar vilja styðja okkur. Við erum að minnsta kosti mjög þakklát.“ Minni umræða um mengun af völdum flugelda Athygli vakti dagana áður en 2022 gekk í garð þegar Umhverfisstofnun réðst í átak þar sem landsmenn voru hvattir til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Var bent á að flugeldar væru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir og að þörfin fyrir flugelda færi minnkandi með nýjum hugsunarhætti. Borghildur Fjóla segir að þessi umræða hafi ekki verið eins áberandi að þessu sinni, en bendir á að björgunarsveitirnar geri sér fulla grein fyrir því að flugeldar séu ekki umhverfisvænir. „Við vitum alveg að flugeldar menga og það verður svifrykstopppur á þessum tíma. En við höfum reynt að minnka plastið og svo eru engir þungmálmar eftir í flugveldum. En flugeldarnir menga og búa til svifryk og eru erfiðir fyrir þá sem eru veikir fyrir. Við reynum því öll að takmarka tímann þar sem flugeldar eru skotnir upp.“ Björgunarsveitir Flugeldar Áramót Tengdar fréttir „Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Þetta gekk nú bara þokkalega vel og flestar sveitir eru sáttar við söluna,“ segir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, starfandi formaður Landsbjargar. „Það er ekki hægt að segja að það hafi verið gígantísk aukning, en þetta var meira en í fyrra,“ segir Borghildur. Slysavarnafélagið Landsbjörg eigi eftir að taka saman sölutölur en muni að venju ekki birta þær opinberlega. Gott veður á höfuðborgarsvæðinu Aðspurð um hvað hafi valdið söluaukningunni nú segir Borghildur Fjóla að veðrið kunni að hafa sitt að segja. „Það er ekki gott að segja. Það var ágætis veður á höfuðborgarsvæðinu og svo hafa verkefnin verið mörg og stór sem kunni að hafa haft áhrif á að fólk hafi frekar vilja styðja okkur. Við erum að minnsta kosti mjög þakklát.“ Minni umræða um mengun af völdum flugelda Athygli vakti dagana áður en 2022 gekk í garð þegar Umhverfisstofnun réðst í átak þar sem landsmenn voru hvattir til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Var bent á að flugeldar væru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir og að þörfin fyrir flugelda færi minnkandi með nýjum hugsunarhætti. Borghildur Fjóla segir að þessi umræða hafi ekki verið eins áberandi að þessu sinni, en bendir á að björgunarsveitirnar geri sér fulla grein fyrir því að flugeldar séu ekki umhverfisvænir. „Við vitum alveg að flugeldar menga og það verður svifrykstopppur á þessum tíma. En við höfum reynt að minnka plastið og svo eru engir þungmálmar eftir í flugveldum. En flugeldarnir menga og búa til svifryk og eru erfiðir fyrir þá sem eru veikir fyrir. Við reynum því öll að takmarka tímann þar sem flugeldar eru skotnir upp.“
Björgunarsveitir Flugeldar Áramót Tengdar fréttir „Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52