Rúrik deildi myndskeiðum frá úrslitakvöldinu á Instagram-reikningi sínum. Þar má meðal annars sjá hann bera loftfimleikamann á höfði sér.
„Rúrik rokkaði,“ skrifaði þýski þáttastjórnandinn Christian Oberfuchshuber og deildi myndum af sér með Rúrik sem heldur á stærðarinnar verðlaunagrip með sirkustjaldi.
Í byrjun desember handarbraut Rúrik sig á æfingu fyrir þáttinn. Hann birti myndband á Instagram-hringrás sinni þar sem má sjá hvernig handarbrotið atvikaðist.
Þar liggur Rúrik á gólfinu með aðra hönd fyrir aftan bak beygða í níutíu gráður. Síðan lyftir hann loftfimleikamanni með höndinni áður en hún brotnar.
Hér að neðan má sjá myndbandið. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma þar sem það heyrist vel þegar beinið brotnar.
Í maí árið 2021 sigraði hann í þýska dansþættinum Let's Dance ásamt atvinnudansaranum, Renötu Lusin.