Strætóbílstjóri dæmdur fyrir að verða konu að bana Jón Þór Stefánsson skrifar 3. janúar 2024 18:02 Frá vettvangi slyssins á mótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í nóvember. Vísir/Vilhelm Kristinn Eiðsson strætóbílstjóri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur og verið sviptur ökuréttindum í sex mánuði vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. Atvikið átti sér stað í Reykjavík í nóvember 2021. Í ákæru segir að Kristinn hafi verið að aka bílnum suðvestur Skeiðarvog og beygt til hægri norðvestur Gnoðarvog. Í sömu andrá hafi konan, sem var gangandi vegfarandi, farið yfir gangbraut á grænu ljósi, en strætóbíllinn hafnað á henni. Fram kemur að konan hafi fallið við og lent undir öðru framhjóli vagnsins og látið lífið nær samstundis. Myndband sýnir konuna forða sér Myndbandsupptaka af atvikinu var notað við úrlausn málsins. Í dómnum segir að í henni megi sjá konuna leggja af stað yfir Gnoðarvog í sömu mund og bílstjórinn beygi í átt að henni. Þrátt fyrir það sjáist bílstjórinn aka óhikað að konunni, og hún sjáist lyfta höndum og reyna án árangurs að koma sér undan vagninum. Hún hafi sést falla í götuna og í kjölfarið hverfa úr mynd undir vagninn. Kristinn neitaði sök og bar fyrir sig að hann hefði ekki séð konuna í aðdraganda slyssins. Hann sagði ástæður þess margþættar. Bæði hafi verið dimmt og rigning úti, og þá sagði hann að ljós hafa speglast af öryggisgleri við ökumannssætið. Ók ógætilega Dómurinn féllst ekki á rök Kristins um að aðstæðurnar hefðu orðið til þess að hann hafi ekki séð konuna. Þvert á móti hefðu aðstæðurnar átt að verða til þess að bílstjórinn hefði átt að aka með aukinni aðgát. Að mati héraðsdóms er ljóst að Kristinn hafi ekið ógætilega og ekki gengið úr skugga um að gangandi vegfarendur væru að fara yfir götuna. Eiginmaður konunnar og dóttir hennar kröfðust hvort um sig þriggja milljóna króna í miskabætur. Dómurinn féllst á að Kristinn skyldi greiða þeim tvær milljónir hvoru. Kristinn opnaði sig um atvikið í viðtali við fréttastofu í desember 2022, en þar kom fram að eiginkona hans hafi látist tveimur mánuðum eftir að slysið varð. Hægt er að lesa viðtalið við Kristinn hér. Banaslys við Gnoðarvog Dómsmál Strætó Reykjavík Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Atvikið átti sér stað í Reykjavík í nóvember 2021. Í ákæru segir að Kristinn hafi verið að aka bílnum suðvestur Skeiðarvog og beygt til hægri norðvestur Gnoðarvog. Í sömu andrá hafi konan, sem var gangandi vegfarandi, farið yfir gangbraut á grænu ljósi, en strætóbíllinn hafnað á henni. Fram kemur að konan hafi fallið við og lent undir öðru framhjóli vagnsins og látið lífið nær samstundis. Myndband sýnir konuna forða sér Myndbandsupptaka af atvikinu var notað við úrlausn málsins. Í dómnum segir að í henni megi sjá konuna leggja af stað yfir Gnoðarvog í sömu mund og bílstjórinn beygi í átt að henni. Þrátt fyrir það sjáist bílstjórinn aka óhikað að konunni, og hún sjáist lyfta höndum og reyna án árangurs að koma sér undan vagninum. Hún hafi sést falla í götuna og í kjölfarið hverfa úr mynd undir vagninn. Kristinn neitaði sök og bar fyrir sig að hann hefði ekki séð konuna í aðdraganda slyssins. Hann sagði ástæður þess margþættar. Bæði hafi verið dimmt og rigning úti, og þá sagði hann að ljós hafa speglast af öryggisgleri við ökumannssætið. Ók ógætilega Dómurinn féllst ekki á rök Kristins um að aðstæðurnar hefðu orðið til þess að hann hafi ekki séð konuna. Þvert á móti hefðu aðstæðurnar átt að verða til þess að bílstjórinn hefði átt að aka með aukinni aðgát. Að mati héraðsdóms er ljóst að Kristinn hafi ekið ógætilega og ekki gengið úr skugga um að gangandi vegfarendur væru að fara yfir götuna. Eiginmaður konunnar og dóttir hennar kröfðust hvort um sig þriggja milljóna króna í miskabætur. Dómurinn féllst á að Kristinn skyldi greiða þeim tvær milljónir hvoru. Kristinn opnaði sig um atvikið í viðtali við fréttastofu í desember 2022, en þar kom fram að eiginkona hans hafi látist tveimur mánuðum eftir að slysið varð. Hægt er að lesa viðtalið við Kristinn hér.
Banaslys við Gnoðarvog Dómsmál Strætó Reykjavík Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira