Flug og blý Ólafur St. Arnarsson skrifar 3. janúar 2024 20:00 Af hverju lækkar hæfileikinn til að læra ef búið er nálægt flugvelli? Í október 2023 treysti umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) sér loksins til þess að álykta að blýmengun frá flugi valdi óásættanlegum skaða og að setja þurfi nýjar reglur svo samfélög geti varið sig gagnvart henni. Lítil blýmengun skerðir greind og námsárangur. Leitin að viðmiðunarmörkum þar sem blýmengun hefur ekki skaðleg áhrif hefur engan árangur borið. Í forsetatíð Clintons voru samþykkt áform (Executive Order 12898) um að skoða sérstaklega mengun á svæðum þar sem býr fólk sem minna má sín í þjóðfélaginu. Tíu árum síðar er það niðurstaða rannsóknar Kwai Cheung Chan að EPA hafi lítið sem ekkert gert til að hrinda þessum áformum í framkvæmd. Í kjölfar þessarar svörtu skýrslu bjó EPA til aðgerðaráætlun. Í henni eru m.a. viðmiðunarmörk blýs endurskoðuð reglulega með tilliti til nýjustu rannsókna og almenningi gefin kostur á að koma með athugasemdir. Framkæmd þessarar aðgerðaráætlunar varð til að þess að árið 2008 voru viðmiðunarmörk þriggja mánaðar meðaltals blýs í andrúmslofti lækkuð tífalt. Í kjölfarið var sérstakt eftirlit með þeim sem menguðu andrúmsloftið með einu tonni af blýi á ári eða meira. Undir þá reglu féllu nokkrir flugvellir. Að auki voru nokkrir flugvellir vaktaðir í eitt ár. Einn þeirra var Reid-Hillview flugvöllurinn í Santa Clara sýslu í Kaliforníuríki. Þó blýmengun við Reid-Hillview flugvöllinn hafi mælst aðeins undir viðmiðunarmörkum grunuðu foreldrar í nágrenni hans að óvenju há gildi blýs í blóði barna sinna mætti rekja til flugvallarstarfseminnar. Um árabil hafði töluverður hópur fólks viljað loka flugvellinum og nota svæðið í annað. Ef rétt reyndist að blýmagn í blóði væri hærra hjá þeim sem byggju nálægt flugvellinum en þeirra sem byggju fjær væri komin enn ein ástæða til þess að loka flugvellinum. Þrýstingur frá þessum hópi varð til þess að sveitarfélagið féllst á að fjármagna rannsókn á blýmagni í blóði fólks í nágrenni flugvallarins. Niðurstaða rannsóknarinnar var afgerandi og í kjölfarið bannaði sveitarfélagið sölu á flugvélaeldsneyti sem inniheldur blý á Reid-Hillview flugvellinum. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna voru ekki par hrifin af þessu uppátæki og höfðuðu mál gagnvart sveitarfélaginu. En vegna nýlegs úrskurðar umhverfisstofnunar Bandaríkjanna um skaða vegna blýmengunnar frá flugi hafa flugmálayfirvöld fallið frá kærunni. Nýleg ályktun umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur því aðeins hjálpað minnihlutahópum í Bandaríkjunum í átt til umhverfisréttlætis. En það var þó aðallega vegna þess að minnihlutahópurinn sjálfur náði að knýja á um rannsókn sem skilaði niðurstöðum sem ekki var hægt að véfengja. Mælingar umhverfisstofnunarinnar á blýi í andrúmslofti og þau viðmið sem hún styðst við þarfnast verulegrar endurskoðunnar til þess að skila þeim árangri sem vonast er eftir. Börn yngri en fimm ára verða fyrir mestum skaða af blýmengun. Í Bandaríkjunum búa 400 þúsund börn yngri en fimm ára minna en 500 metra frá flugvöllum. Á Íslandi er blýbætt flugbensín undanskilið reglugerð sem fjallar um gæði eldsneytis. Magnið sem selt er á Íslandi er aðeins minna en á Reid-Hillview flugvellinum. Flugbensín er ekki notað á þotur og því er líklegt að á mestöll sala á því eigi sér stað á Reykjavíkurflugvelli. Höfundur er eðlisfræðingur og starfar hjá Landi og Skógi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Fréttir af flugi Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju lækkar hæfileikinn til að læra ef búið er nálægt flugvelli? Í október 2023 treysti umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) sér loksins til þess að álykta að blýmengun frá flugi valdi óásættanlegum skaða og að setja þurfi nýjar reglur svo samfélög geti varið sig gagnvart henni. Lítil blýmengun skerðir greind og námsárangur. Leitin að viðmiðunarmörkum þar sem blýmengun hefur ekki skaðleg áhrif hefur engan árangur borið. Í forsetatíð Clintons voru samþykkt áform (Executive Order 12898) um að skoða sérstaklega mengun á svæðum þar sem býr fólk sem minna má sín í þjóðfélaginu. Tíu árum síðar er það niðurstaða rannsóknar Kwai Cheung Chan að EPA hafi lítið sem ekkert gert til að hrinda þessum áformum í framkvæmd. Í kjölfar þessarar svörtu skýrslu bjó EPA til aðgerðaráætlun. Í henni eru m.a. viðmiðunarmörk blýs endurskoðuð reglulega með tilliti til nýjustu rannsókna og almenningi gefin kostur á að koma með athugasemdir. Framkæmd þessarar aðgerðaráætlunar varð til að þess að árið 2008 voru viðmiðunarmörk þriggja mánaðar meðaltals blýs í andrúmslofti lækkuð tífalt. Í kjölfarið var sérstakt eftirlit með þeim sem menguðu andrúmsloftið með einu tonni af blýi á ári eða meira. Undir þá reglu féllu nokkrir flugvellir. Að auki voru nokkrir flugvellir vaktaðir í eitt ár. Einn þeirra var Reid-Hillview flugvöllurinn í Santa Clara sýslu í Kaliforníuríki. Þó blýmengun við Reid-Hillview flugvöllinn hafi mælst aðeins undir viðmiðunarmörkum grunuðu foreldrar í nágrenni hans að óvenju há gildi blýs í blóði barna sinna mætti rekja til flugvallarstarfseminnar. Um árabil hafði töluverður hópur fólks viljað loka flugvellinum og nota svæðið í annað. Ef rétt reyndist að blýmagn í blóði væri hærra hjá þeim sem byggju nálægt flugvellinum en þeirra sem byggju fjær væri komin enn ein ástæða til þess að loka flugvellinum. Þrýstingur frá þessum hópi varð til þess að sveitarfélagið féllst á að fjármagna rannsókn á blýmagni í blóði fólks í nágrenni flugvallarins. Niðurstaða rannsóknarinnar var afgerandi og í kjölfarið bannaði sveitarfélagið sölu á flugvélaeldsneyti sem inniheldur blý á Reid-Hillview flugvellinum. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna voru ekki par hrifin af þessu uppátæki og höfðuðu mál gagnvart sveitarfélaginu. En vegna nýlegs úrskurðar umhverfisstofnunar Bandaríkjanna um skaða vegna blýmengunnar frá flugi hafa flugmálayfirvöld fallið frá kærunni. Nýleg ályktun umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur því aðeins hjálpað minnihlutahópum í Bandaríkjunum í átt til umhverfisréttlætis. En það var þó aðallega vegna þess að minnihlutahópurinn sjálfur náði að knýja á um rannsókn sem skilaði niðurstöðum sem ekki var hægt að véfengja. Mælingar umhverfisstofnunarinnar á blýi í andrúmslofti og þau viðmið sem hún styðst við þarfnast verulegrar endurskoðunnar til þess að skila þeim árangri sem vonast er eftir. Börn yngri en fimm ára verða fyrir mestum skaða af blýmengun. Í Bandaríkjunum búa 400 þúsund börn yngri en fimm ára minna en 500 metra frá flugvöllum. Á Íslandi er blýbætt flugbensín undanskilið reglugerð sem fjallar um gæði eldsneytis. Magnið sem selt er á Íslandi er aðeins minna en á Reid-Hillview flugvellinum. Flugbensín er ekki notað á þotur og því er líklegt að á mestöll sala á því eigi sér stað á Reykjavíkurflugvelli. Höfundur er eðlisfræðingur og starfar hjá Landi og Skógi.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun