Bifreiðastyrkir til fólks með hreyfihömlun hækkaðir í fyrsta sinn í 8 ár Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 5. janúar 2024 07:00 Þau tímamót urðu um áramótin að bifreiðastyrkir til fólks með hreyfihömlun hækkuðu í fyrsta sinn í 8 ár. Þetta gerðist í kjölfar reglugerðar sem ég undirritaði nú í desember. Reglugerðin tryggir einnig að framvegis verða hækkanirnar árlega en ekki á margra ára fresti líkt og verið hefur. Enn fremur er nú tryggt að hreyfihamlaðir einstaklingar geta betur en áður tekið þátt í orkuskiptum í samgöngum. Gott samstarf hefur verið við ÖBÍ-réttindasamtök um þessar þýðingarmiklu breytingar og ég fagna því að geta með þessu bætt aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu, aukið stuðning við tekjuminna fólk og stuðlað að auknum orkuskiptum og réttlátum grænum umskiptum í samfélaginu. Fyrsta hækkun í átta ár Hækkanirnar tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Fjárhæð uppbótar vegna bifreiðakaupa er nú 500.000 kr. og fjárhæð uppbótar vegna kaupa á fyrstu bifreið er 1.000.000 kr. Styrkur til kaupa á bifreið fyrir þau sem eru verulega hreyfihömluð nemur eftir hækkunina 2.000.000 kr. Fjárhæðirnar hækkuðu síðast í nóvember 2015. Þess ber að geta að uppbætur og styrkir vegna bifreiðakaupa hafa ekki áhrif á fjárhæðir annarra greiðslna almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar. Þá hefur hámarksfjárhæð styrks til kaupa á sérútbúinni bifreið hækkað í 7.400.000 kr. en þar er um að ræða einstaklinga sem vegna mikillar fötlunar komast ekki af án sérútbúinnar bifreiðar. Upphæð þessa styrks hækkaði síðast í júní 2020. Loks er 10% hærri styrkur fyrir sérútbúna hreina rafbíla samkvæmt reglugerðinni og hámarksfjárhæð 8.140.000 kr. Framvegis verði hækkanir árlega Með reglugerðarbreytingunni hef ég einnig gert þá mikilvægu breytingu að hækkanir á uppbótum og styrkjum vegna bifreiðakaupa verða í samræmi við hækkun bóta almannatrygginga á ári hverju. Þannig er sem fyrr segir tryggt að hækkanirnar eigi sér stað árlega sem festir í sessi reglubundnar hækkanir á þessum mikilvæga stuðningi við fatlað fólk. Stuðlað að réttlátum grænum umskiptum Markmiðið er að hreyfihömluðum einstaklingum gefist í auknum mæli kostur á að fjárfesta í umhverfisvænni bifreiðum sem hafa minni neikvæð áhrif á loftslagið. Almennt gildir að einstaklingar geta nú sótt um styrk til Orkusjóðs til rafbílakaupa, allt að 900 þúsund krónur, að því gefnu að kaupverð bifreiðar sé undir 10.000.000 krónum. Sérútbúnar bifreiðar fyrir hreyfihamlaða eru hins vegar gjarnan dýrari en þetta hámark kaupverðs og því er það fellt niður í tilfelli sérútbúinna hreinna rafbíla. Auk þess gerir reglugerð mín ráð fyrir sérstökum aukastyrk fyrir þessar bifreiðar þar sem að þær eru dýrari í verði. Hreyfihamlaður einstaklingur sem kaupir sérútbúinn hreinan rafbíl getur þannig hvort tveggja fengið 900.000 kr. styrk úr Orkusjóði og allt að 8.140.000 kr. styrk á grundvelli framangreindrar reglugerðar. Þessi stefnubreyting er í samræmi við loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda og aukna félagslega sjálfbærni. Með þessu stuðlar ríkisstjórnin að því að tiltekinn hópur sem margt tekjulægra fólk tilheyrir geti frekar tekið þátt í orkuskiptum og þar með að réttlátari grænum umskiptum. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður Vinstri grænna í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Þau tímamót urðu um áramótin að bifreiðastyrkir til fólks með hreyfihömlun hækkuðu í fyrsta sinn í 8 ár. Þetta gerðist í kjölfar reglugerðar sem ég undirritaði nú í desember. Reglugerðin tryggir einnig að framvegis verða hækkanirnar árlega en ekki á margra ára fresti líkt og verið hefur. Enn fremur er nú tryggt að hreyfihamlaðir einstaklingar geta betur en áður tekið þátt í orkuskiptum í samgöngum. Gott samstarf hefur verið við ÖBÍ-réttindasamtök um þessar þýðingarmiklu breytingar og ég fagna því að geta með þessu bætt aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu, aukið stuðning við tekjuminna fólk og stuðlað að auknum orkuskiptum og réttlátum grænum umskiptum í samfélaginu. Fyrsta hækkun í átta ár Hækkanirnar tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Fjárhæð uppbótar vegna bifreiðakaupa er nú 500.000 kr. og fjárhæð uppbótar vegna kaupa á fyrstu bifreið er 1.000.000 kr. Styrkur til kaupa á bifreið fyrir þau sem eru verulega hreyfihömluð nemur eftir hækkunina 2.000.000 kr. Fjárhæðirnar hækkuðu síðast í nóvember 2015. Þess ber að geta að uppbætur og styrkir vegna bifreiðakaupa hafa ekki áhrif á fjárhæðir annarra greiðslna almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar. Þá hefur hámarksfjárhæð styrks til kaupa á sérútbúinni bifreið hækkað í 7.400.000 kr. en þar er um að ræða einstaklinga sem vegna mikillar fötlunar komast ekki af án sérútbúinnar bifreiðar. Upphæð þessa styrks hækkaði síðast í júní 2020. Loks er 10% hærri styrkur fyrir sérútbúna hreina rafbíla samkvæmt reglugerðinni og hámarksfjárhæð 8.140.000 kr. Framvegis verði hækkanir árlega Með reglugerðarbreytingunni hef ég einnig gert þá mikilvægu breytingu að hækkanir á uppbótum og styrkjum vegna bifreiðakaupa verða í samræmi við hækkun bóta almannatrygginga á ári hverju. Þannig er sem fyrr segir tryggt að hækkanirnar eigi sér stað árlega sem festir í sessi reglubundnar hækkanir á þessum mikilvæga stuðningi við fatlað fólk. Stuðlað að réttlátum grænum umskiptum Markmiðið er að hreyfihömluðum einstaklingum gefist í auknum mæli kostur á að fjárfesta í umhverfisvænni bifreiðum sem hafa minni neikvæð áhrif á loftslagið. Almennt gildir að einstaklingar geta nú sótt um styrk til Orkusjóðs til rafbílakaupa, allt að 900 þúsund krónur, að því gefnu að kaupverð bifreiðar sé undir 10.000.000 krónum. Sérútbúnar bifreiðar fyrir hreyfihamlaða eru hins vegar gjarnan dýrari en þetta hámark kaupverðs og því er það fellt niður í tilfelli sérútbúinna hreinna rafbíla. Auk þess gerir reglugerð mín ráð fyrir sérstökum aukastyrk fyrir þessar bifreiðar þar sem að þær eru dýrari í verði. Hreyfihamlaður einstaklingur sem kaupir sérútbúinn hreinan rafbíl getur þannig hvort tveggja fengið 900.000 kr. styrk úr Orkusjóði og allt að 8.140.000 kr. styrk á grundvelli framangreindrar reglugerðar. Þessi stefnubreyting er í samræmi við loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda og aukna félagslega sjálfbærni. Með þessu stuðlar ríkisstjórnin að því að tiltekinn hópur sem margt tekjulægra fólk tilheyrir geti frekar tekið þátt í orkuskiptum og þar með að réttlátari grænum umskiptum. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður Vinstri grænna í SV-kjördæmi.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun