Missti hálfa fjölskylduna í loftárás en er nú mætt til Íslands Bjarki Sigurðsson skrifar 5. janúar 2024 18:39 Asil Al Masri er komin til Íslands. Vísir/Arnar Sautján ára stelpa sem kom hingað til lands frá Palestínu í dag segist himinlifandi og hlakkar til að læra tungumálið. Hluti fjölskyldu hennar lét lífið í sprengjuárás Ísraela fyrir þremur mánuðum. Sjálf missti hún fót í árásinni. Hin sautján ára Asil Al Masri er komin til Íslands eftir að hafa verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Hún er frá Palestínu og missti næstum því alla fjölskyldu sína í loftárás Ísraelshers í október á síðasta ári. Báðir foreldrar hennar létust sem og systir hennar. Asil komst af á lífi ásamt tveimur yngri frændsystkinum sínum sem dvelja nú í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sjálf missti Asil vinstri fótinn í árásinni. Asil er ein þeirra tuttugu sem Alþingi veitti ríkisborgararétt viku fyrir jól. Suleiman, bróðir hennar, hafði barist fyrir komu hennar um nokkurt skeið. Hann hefur sjálfur á Íslandi síðan árið 2020 en hann flúði Palestínu árið 2017. Systkinin höfðu ekki séð hvort annað í sex ár þegar hann sótti Asil í Belgíu. „Hún var svo lítil áður en nú er hún ung stúlka. Ég er svo glaður. Sex ár eru liðin. Allt er gott núna. Við erum svo heppin að fá Asil hingað til Íslands og við erum þakklát íslensku þjóðinni,“ segir Suleiman. Asil segist vera himinlifandi að vera komin til Íslands. Síðustu mánuðir hafi reynst henni afar erfiðir. „Ég er himinlifandi. Ég er afar þakklát öllu fólkinu sem hjálpaði mér að komast hingað og við að öðlast ríkisborgararéttinn. Ég þakka öllu fólkinu sem sagði sögu mína um allt Ísland,“ segir Asil. Hún hlakkar mest til þess að læra íslensku. „Ég ætla að læra tungumálið og vera í tengslum við samfélagið hér því ég mun eignast marga vini. Ég ætla að halda áfram í læknismeðferðinni, fara í skóla og halda áfram menntun minni. Síðan vonast ég til að fá framtíðarstarf,“ segir Asil. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Hin sautján ára Asil Al Masri er komin til Íslands eftir að hafa verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Hún er frá Palestínu og missti næstum því alla fjölskyldu sína í loftárás Ísraelshers í október á síðasta ári. Báðir foreldrar hennar létust sem og systir hennar. Asil komst af á lífi ásamt tveimur yngri frændsystkinum sínum sem dvelja nú í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sjálf missti Asil vinstri fótinn í árásinni. Asil er ein þeirra tuttugu sem Alþingi veitti ríkisborgararétt viku fyrir jól. Suleiman, bróðir hennar, hafði barist fyrir komu hennar um nokkurt skeið. Hann hefur sjálfur á Íslandi síðan árið 2020 en hann flúði Palestínu árið 2017. Systkinin höfðu ekki séð hvort annað í sex ár þegar hann sótti Asil í Belgíu. „Hún var svo lítil áður en nú er hún ung stúlka. Ég er svo glaður. Sex ár eru liðin. Allt er gott núna. Við erum svo heppin að fá Asil hingað til Íslands og við erum þakklát íslensku þjóðinni,“ segir Suleiman. Asil segist vera himinlifandi að vera komin til Íslands. Síðustu mánuðir hafi reynst henni afar erfiðir. „Ég er himinlifandi. Ég er afar þakklát öllu fólkinu sem hjálpaði mér að komast hingað og við að öðlast ríkisborgararéttinn. Ég þakka öllu fólkinu sem sagði sögu mína um allt Ísland,“ segir Asil. Hún hlakkar mest til þess að læra íslensku. „Ég ætla að læra tungumálið og vera í tengslum við samfélagið hér því ég mun eignast marga vini. Ég ætla að halda áfram í læknismeðferðinni, fara í skóla og halda áfram menntun minni. Síðan vonast ég til að fá framtíðarstarf,“ segir Asil.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira