Framlengja aftur við Söru Lind Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2024 18:32 Sara Lind Guðbergsdóttir er settur forstjóri Ríkiskaupa. Vísir/Vilhelm Setningartími Söru Lindar Guðbergsdóttur sem settur forstjóri Ríkiskaupa hefur verið framlengdur til 1. mars. Þetta er í annað skiptið á innan við hálfu ári sem tímabundinn setningartími hennar er framlengdur. Sara Lind var sett sem forstjóri stofnunarinnar í apríl síðastliðnum eftir að Björgvin Víkingsson ákvað að láta af störfum til að taka við stöðu innkaupastjóra Bónuss. Björgvin tók svo um áramótin við starfi framkvæmdastjóra Bónuss af Guðmundi Marteinssyni. Setningartími Söru Lindar var til loka ágústmánaðar en var þá framlgendur til áramóta. Í svörum ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu í apríl kom fram að staðan yrði auglýst „innan skamms“. Staða forstjóra hefur þó enn ekki verið auglýst. Í svörum ráðuneytisins í september kom fram að yfir standi skoðun á framtíðarfyrirkomulagi umgjarðar innkaupamála hjá ríkinu þar sem meðal annars sé „lagt mat á hvort hagkvæmt sé að sameina stofnunina öðrum einingum í samræmi við áherslur um einföldun stofnanakerfisins.“ Sá tími sem forstjóri Ríkiskaupa sé settur í embætti hafi verið framlengdur til áramóta, á meðan sú skoðun stendur yfir. Nú hefur sá tími verið framlengdur út febrúar samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Sara Lind starfaði sem sérfræðingur í kjara- og mannauðssýslu ríkisins hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og sat í samninganefnd ríkisins í kjarasamningsviðræðum. Sumarið 2021 var hún færð til Ríkiskaupa þar sem hún tók við stöðu sviðsstjóra stjórnunar og umbóta á sama tíma og þrír aðrir nýir sviðsstjórar tóku til starfa. Henni var þá falið að stýra stefnumótun og áætlanagerð stofnunarinnar ásamt forstjóra, auk þess að hún var gerð að staðgengli forstjóra. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Sara Lind var sett sem forstjóri stofnunarinnar í apríl síðastliðnum eftir að Björgvin Víkingsson ákvað að láta af störfum til að taka við stöðu innkaupastjóra Bónuss. Björgvin tók svo um áramótin við starfi framkvæmdastjóra Bónuss af Guðmundi Marteinssyni. Setningartími Söru Lindar var til loka ágústmánaðar en var þá framlgendur til áramóta. Í svörum ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu í apríl kom fram að staðan yrði auglýst „innan skamms“. Staða forstjóra hefur þó enn ekki verið auglýst. Í svörum ráðuneytisins í september kom fram að yfir standi skoðun á framtíðarfyrirkomulagi umgjarðar innkaupamála hjá ríkinu þar sem meðal annars sé „lagt mat á hvort hagkvæmt sé að sameina stofnunina öðrum einingum í samræmi við áherslur um einföldun stofnanakerfisins.“ Sá tími sem forstjóri Ríkiskaupa sé settur í embætti hafi verið framlengdur til áramóta, á meðan sú skoðun stendur yfir. Nú hefur sá tími verið framlengdur út febrúar samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Sara Lind starfaði sem sérfræðingur í kjara- og mannauðssýslu ríkisins hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og sat í samninganefnd ríkisins í kjarasamningsviðræðum. Sumarið 2021 var hún færð til Ríkiskaupa þar sem hún tók við stöðu sviðsstjóra stjórnunar og umbóta á sama tíma og þrír aðrir nýir sviðsstjórar tóku til starfa. Henni var þá falið að stýra stefnumótun og áætlanagerð stofnunarinnar ásamt forstjóra, auk þess að hún var gerð að staðgengli forstjóra.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira