Framlengja aftur við Söru Lind Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2024 18:32 Sara Lind Guðbergsdóttir er settur forstjóri Ríkiskaupa. Vísir/Vilhelm Setningartími Söru Lindar Guðbergsdóttur sem settur forstjóri Ríkiskaupa hefur verið framlengdur til 1. mars. Þetta er í annað skiptið á innan við hálfu ári sem tímabundinn setningartími hennar er framlengdur. Sara Lind var sett sem forstjóri stofnunarinnar í apríl síðastliðnum eftir að Björgvin Víkingsson ákvað að láta af störfum til að taka við stöðu innkaupastjóra Bónuss. Björgvin tók svo um áramótin við starfi framkvæmdastjóra Bónuss af Guðmundi Marteinssyni. Setningartími Söru Lindar var til loka ágústmánaðar en var þá framlgendur til áramóta. Í svörum ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu í apríl kom fram að staðan yrði auglýst „innan skamms“. Staða forstjóra hefur þó enn ekki verið auglýst. Í svörum ráðuneytisins í september kom fram að yfir standi skoðun á framtíðarfyrirkomulagi umgjarðar innkaupamála hjá ríkinu þar sem meðal annars sé „lagt mat á hvort hagkvæmt sé að sameina stofnunina öðrum einingum í samræmi við áherslur um einföldun stofnanakerfisins.“ Sá tími sem forstjóri Ríkiskaupa sé settur í embætti hafi verið framlengdur til áramóta, á meðan sú skoðun stendur yfir. Nú hefur sá tími verið framlengdur út febrúar samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Sara Lind starfaði sem sérfræðingur í kjara- og mannauðssýslu ríkisins hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og sat í samninganefnd ríkisins í kjarasamningsviðræðum. Sumarið 2021 var hún færð til Ríkiskaupa þar sem hún tók við stöðu sviðsstjóra stjórnunar og umbóta á sama tíma og þrír aðrir nýir sviðsstjórar tóku til starfa. Henni var þá falið að stýra stefnumótun og áætlanagerð stofnunarinnar ásamt forstjóra, auk þess að hún var gerð að staðgengli forstjóra. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Sara Lind var sett sem forstjóri stofnunarinnar í apríl síðastliðnum eftir að Björgvin Víkingsson ákvað að láta af störfum til að taka við stöðu innkaupastjóra Bónuss. Björgvin tók svo um áramótin við starfi framkvæmdastjóra Bónuss af Guðmundi Marteinssyni. Setningartími Söru Lindar var til loka ágústmánaðar en var þá framlgendur til áramóta. Í svörum ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu í apríl kom fram að staðan yrði auglýst „innan skamms“. Staða forstjóra hefur þó enn ekki verið auglýst. Í svörum ráðuneytisins í september kom fram að yfir standi skoðun á framtíðarfyrirkomulagi umgjarðar innkaupamála hjá ríkinu þar sem meðal annars sé „lagt mat á hvort hagkvæmt sé að sameina stofnunina öðrum einingum í samræmi við áherslur um einföldun stofnanakerfisins.“ Sá tími sem forstjóri Ríkiskaupa sé settur í embætti hafi verið framlengdur til áramóta, á meðan sú skoðun stendur yfir. Nú hefur sá tími verið framlengdur út febrúar samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Sara Lind starfaði sem sérfræðingur í kjara- og mannauðssýslu ríkisins hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og sat í samninganefnd ríkisins í kjarasamningsviðræðum. Sumarið 2021 var hún færð til Ríkiskaupa þar sem hún tók við stöðu sviðsstjóra stjórnunar og umbóta á sama tíma og þrír aðrir nýir sviðsstjórar tóku til starfa. Henni var þá falið að stýra stefnumótun og áætlanagerð stofnunarinnar ásamt forstjóra, auk þess að hún var gerð að staðgengli forstjóra.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira