Prinsinn heima hjá Epstein vikum saman Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. janúar 2024 10:26 Andrés Bretaprins og Donald Trump eru meðal þeirra sem nefndir hafa verið á nafn í nýjum dómsskjölum sem tengjast málum Jeffrey Epstein. AP Photo/Matt Dunham Andrés Bretaprins hékk á heimili athafna-og kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epsteins í Flórída vikum saman, samkvæmt vitnisburði sem birtist í nýjum dómsskjölum. Dómsskjölin voru birt í vikunni í tengslum við mál sem stendur yfir tengt Ghislaine Maxwell. Hún hefur verið sökuð um mansal með því að hafa séð Epstein og félögum hans fyrir ungum stúlkum til að misnota. Fram kemur í frétt BBC að Juan Alessi, sem starfaði sem umsjónarmaður lúxusseturs Epstein í Palm Beach í Flórída, hafi borið vitni í málinu. Hún segir að Andrés hafi eytt löngum tíma heima hjá milljónamæringnum, gist í gestaherbergi og meðal annars þegið reglulegt nudd. Í eitt skiptið hafi eiginkona hans Sarah Ferguson verið með. Hún hafi stoppað stutt við og er tekið fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins að hún hafi ekki verið grunuð um glæpsamlegt hátterni. Prinsinn hafi hinsvegar reglulega mætt og þegið nudd á heimili Epstein. Prinsinn var sakaður um það árið 2019 að hafa misnotað Virginiu Guiffre kynferðislega þegar hún var sautján ára gömul á heimili Epstein. Andrés samdi við Virginu um sáttargreiðslur vegna málsins fyrir rúmum tveimur árum síðan. Áður hafði prinsinn þvertekið fyrir að hafa nokkru sinni hitt Virginu, í frægu sjónvarpsviðtali sem tekið var við hann árið 2019 á BBC. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að vitnisburður konu sem talin er vera Virginia sé meðal þess sem fram komi í hinum nýbirtu dómsskjölum. Í dómsskjölunum er því lýst ítarlega af vitnum hvernig Epstein fór að því að brjóta á barnungum stúlkum. Eitt vitna, Tony Figueroa, fyrrverandi starfsmaður hjá Epstein, lýsir því að honum hafi verið falið að finna táningsstelpur og aka þeim á heimili Epstein. Klippa úr viðtali BBC við prinsinn sem sýnt var í sjónvarpi árið 2019. Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Bandaríkin Bretland Kóngafólk Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Dómsskjölin voru birt í vikunni í tengslum við mál sem stendur yfir tengt Ghislaine Maxwell. Hún hefur verið sökuð um mansal með því að hafa séð Epstein og félögum hans fyrir ungum stúlkum til að misnota. Fram kemur í frétt BBC að Juan Alessi, sem starfaði sem umsjónarmaður lúxusseturs Epstein í Palm Beach í Flórída, hafi borið vitni í málinu. Hún segir að Andrés hafi eytt löngum tíma heima hjá milljónamæringnum, gist í gestaherbergi og meðal annars þegið reglulegt nudd. Í eitt skiptið hafi eiginkona hans Sarah Ferguson verið með. Hún hafi stoppað stutt við og er tekið fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins að hún hafi ekki verið grunuð um glæpsamlegt hátterni. Prinsinn hafi hinsvegar reglulega mætt og þegið nudd á heimili Epstein. Prinsinn var sakaður um það árið 2019 að hafa misnotað Virginiu Guiffre kynferðislega þegar hún var sautján ára gömul á heimili Epstein. Andrés samdi við Virginu um sáttargreiðslur vegna málsins fyrir rúmum tveimur árum síðan. Áður hafði prinsinn þvertekið fyrir að hafa nokkru sinni hitt Virginu, í frægu sjónvarpsviðtali sem tekið var við hann árið 2019 á BBC. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að vitnisburður konu sem talin er vera Virginia sé meðal þess sem fram komi í hinum nýbirtu dómsskjölum. Í dómsskjölunum er því lýst ítarlega af vitnum hvernig Epstein fór að því að brjóta á barnungum stúlkum. Eitt vitna, Tony Figueroa, fyrrverandi starfsmaður hjá Epstein, lýsir því að honum hafi verið falið að finna táningsstelpur og aka þeim á heimili Epstein. Klippa úr viðtali BBC við prinsinn sem sýnt var í sjónvarpi árið 2019.
Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Bandaríkin Bretland Kóngafólk Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira