„Við verðum að sýna samstöðu í verki“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2024 21:01 Askur Hrafn Hannesson er einn þeirra sem ætla að tjalda á Austurvelli í nótt, til að sýna samstöðu með Palestínumönnum sem fengið hafa samþykkta fjölskyldusameiningu en segja stjórnvöld ekkert aðhafast til að gera þær að veruleika. Íslenskir aðgerðasinnar ætla að slást í hóp þeirra Palestínumanna sem varið hafa nóttinni í tjöldum fyrir framan Alþingi síðan seint í desember. Samstöðufundur með Palestínumönnum var á Austurvelli. Palestínumenn sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu hér á landi hafa haldið til í tjöldum á Austurvelli síðan 27. desember. Það gera þeir til áminningar við ráðamenn um að enn hafi ekki orðið af sameiningunum, en fjölskyldumeðlimir þeirra eru nú á Gasaströndinni. Nú hafa íslenskir aðgerðasinnar slegist í hópinn, til að sýna samstöðu. Þeirra á meðal er hinn tvítugi Askur, sem segir stjórnvöld ekkert hafa aðhafst til að efna loforð sín. „Á sama tíma og þjóðarmorð á sér stað þá senda þau fólk úr landi. Þar á meðal tólf ára börn. Það er ekki réttlætanlegt og við verðum að sýna samstöðu í verki,“ segir Askur Hrafn Hannesson, aðgerðasinni. Hann segir nokkra tugi aðgerðasinna ætla að slást í hóp með Palestínumönnunum, en í sjónvarpsfréttinni hér að neðan sagði hann tíu. Hvað ætlið þið að standa fyrir þessu lengi? „Hugsanlega yfir helgi, en svo eru öll velkomin að vera lengur eftir helgi, þau sem hafa tök á. Þetta er bara samstöðunótt í nótt.“ Askur segir að kraftur mótmælanna muni ekki dvína fyrr en stjórnvöld hlusti. „Kröfur okkar eru að koma í gegn fjölskyldusameiningu sem flóttafólki frá Palestínu var lofað. Þau eru að flýja undan ógnarstjórn aðskilnaðarríkisins Ísraels, sem fremur nú þjóðarmorð á þjóð þeirra. Við viljum líka að þau hætti að vísa úr landi börnum sem eru að flýja undan þjóðarmorði,“ segir Askur. Samstöðuganga á vegum félagsins Íslands - Palestínu fór fram í dag, þar sem gengið var frá utanríkisráðuneytinu og niður á Austurvöll. Þar létu viðstaddir meðal annars í ljós óánægju sína með nokkra ráðherra ríkisstjórnarinnar, líkt og heyra má undir lok fréttarinnar í spilaranum hér að ofan. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira
Palestínumenn sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu hér á landi hafa haldið til í tjöldum á Austurvelli síðan 27. desember. Það gera þeir til áminningar við ráðamenn um að enn hafi ekki orðið af sameiningunum, en fjölskyldumeðlimir þeirra eru nú á Gasaströndinni. Nú hafa íslenskir aðgerðasinnar slegist í hópinn, til að sýna samstöðu. Þeirra á meðal er hinn tvítugi Askur, sem segir stjórnvöld ekkert hafa aðhafst til að efna loforð sín. „Á sama tíma og þjóðarmorð á sér stað þá senda þau fólk úr landi. Þar á meðal tólf ára börn. Það er ekki réttlætanlegt og við verðum að sýna samstöðu í verki,“ segir Askur Hrafn Hannesson, aðgerðasinni. Hann segir nokkra tugi aðgerðasinna ætla að slást í hóp með Palestínumönnunum, en í sjónvarpsfréttinni hér að neðan sagði hann tíu. Hvað ætlið þið að standa fyrir þessu lengi? „Hugsanlega yfir helgi, en svo eru öll velkomin að vera lengur eftir helgi, þau sem hafa tök á. Þetta er bara samstöðunótt í nótt.“ Askur segir að kraftur mótmælanna muni ekki dvína fyrr en stjórnvöld hlusti. „Kröfur okkar eru að koma í gegn fjölskyldusameiningu sem flóttafólki frá Palestínu var lofað. Þau eru að flýja undan ógnarstjórn aðskilnaðarríkisins Ísraels, sem fremur nú þjóðarmorð á þjóð þeirra. Við viljum líka að þau hætti að vísa úr landi börnum sem eru að flýja undan þjóðarmorði,“ segir Askur. Samstöðuganga á vegum félagsins Íslands - Palestínu fór fram í dag, þar sem gengið var frá utanríkisráðuneytinu og niður á Austurvöll. Þar létu viðstaddir meðal annars í ljós óánægju sína með nokkra ráðherra ríkisstjórnarinnar, líkt og heyra má undir lok fréttarinnar í spilaranum hér að ofan.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira