Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. janúar 2024 19:03 Meðal þeirra sem létust í árásum Ísraelshers á vesturhluta Gasa í dag voru tveir blaðamenn. Annar þeirra var Hamza Dahdouh, 27 ára sonur fréttaritarans Wael Dahdouh. AP/Hatem Ali Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. Meðal þeirra sem létust í árásum Ísraelshers á vesturhluta Gasa í dag voru tveir blaðamenn. Annar þeirra var Hamza Dahdouh, 27 ára sonur fréttaritarans Wael Dahdouh sem hefur verið í framlínunni þegar kemur að fréttaflutningi af átökunum. Hann gaf sig á tal við fréttamann rétt áður en sonur hans var borinn til grafar og segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasasvæðinu. „Heimurinn á að sjá með eigin augum en ekki með augum Ísraels hvað Palestínumenn ganga í gegnum. Hvað gerði Hamas þeim? Hvað gerði fjölskyldan þeim? Hvað gerðu íbúar Gasa þeim? Heimurinn sér ekki hvað er að gerast á Gasasvæðinu.“ Dahdouh hefur sem fyrr segir fjallað töluvert um átök Ísraels og Hamas og segist ætla að halda því áfram, þrátt fyrir að eiginkona hans og aðrir fjölskyldumeðlimir hafi verið drepnir í árásum Ísraelshers. Kallar eftir aðstoð Fjöldi fólks kom saman úti á götum í dag og minntist þeirra sem fallið hafa í árásunum. Forstjóri spítala á svæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. „Við skorum á alþjóðasamfélagið, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og allar alþjóðastofnanir að vernda heilbrigðisstarfsfólk okkar og sjúkrahús. Við erum á mörkum raunverulegs stórslyss og hörmunga. Ef það gerist munum við alls ekki geta veitt fólki okkar læknisþjónustu og neyðarastoð. Þá bíður þeirra ekkert annað en dauðinn á götum úti,“ sagði Iyad Abu Zaher, forstjóri Al Aqsa Martyrs sjúkrahússins. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Meðal þeirra sem létust í árásum Ísraelshers á vesturhluta Gasa í dag voru tveir blaðamenn. Annar þeirra var Hamza Dahdouh, 27 ára sonur fréttaritarans Wael Dahdouh sem hefur verið í framlínunni þegar kemur að fréttaflutningi af átökunum. Hann gaf sig á tal við fréttamann rétt áður en sonur hans var borinn til grafar og segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasasvæðinu. „Heimurinn á að sjá með eigin augum en ekki með augum Ísraels hvað Palestínumenn ganga í gegnum. Hvað gerði Hamas þeim? Hvað gerði fjölskyldan þeim? Hvað gerðu íbúar Gasa þeim? Heimurinn sér ekki hvað er að gerast á Gasasvæðinu.“ Dahdouh hefur sem fyrr segir fjallað töluvert um átök Ísraels og Hamas og segist ætla að halda því áfram, þrátt fyrir að eiginkona hans og aðrir fjölskyldumeðlimir hafi verið drepnir í árásum Ísraelshers. Kallar eftir aðstoð Fjöldi fólks kom saman úti á götum í dag og minntist þeirra sem fallið hafa í árásunum. Forstjóri spítala á svæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. „Við skorum á alþjóðasamfélagið, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og allar alþjóðastofnanir að vernda heilbrigðisstarfsfólk okkar og sjúkrahús. Við erum á mörkum raunverulegs stórslyss og hörmunga. Ef það gerist munum við alls ekki geta veitt fólki okkar læknisþjónustu og neyðarastoð. Þá bíður þeirra ekkert annað en dauðinn á götum úti,“ sagði Iyad Abu Zaher, forstjóri Al Aqsa Martyrs sjúkrahússins.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19