Enski boltinn

Líkir Alexander-Arnold við Gerrard

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Trent Alexander-Arnold lék vel þegar Liverpool sló Arsenal út úr ensku bikarkeppninni í gær.
Trent Alexander-Arnold lék vel þegar Liverpool sló Arsenal út úr ensku bikarkeppninni í gær. getty/Jacques Feeney

Martin Keown var afar hrifinn af frammistöðu Trents Alexander-Arnold á miðjunni þegar Liverpool vann Arsenal í ensku bikarkeppninni í gær og líkti honum við sjálfan Steven Gerrard.

Alexander-Arnold átti stórgóðan leik í 0-2 sigri Liverpool á Arsenal á Emirates í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Hann var fyrirliði Liverpool í leiknum.

Keown, sem lék lengi með Arsenal, hrósaði Alexander-Arnold í hástert eftir leikinn í gær og segir að næstu heimkynni hans ættu ef til vill að vera á miðjunni.

„Ég held að það sé kominn tími til að taka hann úr þessari stöðu [hægri bakverðinum]. Notið hann á miðjunni, þar sem hann vill spila,“ sagði Keown.

„Hann spilaði þar sem krakki. Hann er Gerrard núna. Þú hefðir ekki notað Gerrard oft í hægri bakverði. Hann endaði í hægri bakverði. Staðan hefur breyst núna og er öðruvísi en hún er. En ég held að hann verði að spila á miðjunni.“

Það kemur í ljós í kvöld hverjum Alexander-Arnold og félagar í Liverpool mæta í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×