Segir „forkastanlegt“ að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2024 10:26 Hilmar segir að það ætti ekki að koma Sigurði Inga á óvart að stjórnvöld þyrftu að grípa til aðgerða. „Að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum,“ segir Grindvíkingurinn Hilmar Gunnarsson um viðbrögð innviðaráðherra við viðtali við Gunnar í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku, þar sem hann sagði hluta Grindvíkinga á leið í þrot. „Þau sem eru með lífeyrissjóðslánin og þau sem eru á leigumarkaðnum, við sitjum eftir. Ríkisstjórnin tók umræðuna við bankana sem felldu niður vexti og verðbætur en svo bara hættu þeir. Svo hefur ekkert heyrst. Við sitjum bara eftir og við bara borgum,“ sagði Hilmar um stöðu þessa hóps. „Viðbrögðin hafa verið mjög sterk og það leynir sér ekki að það er mikil ánægja með umfjöllunina,“ sagði Hilmar í framhaldsviðtali í Bítinu í morgun. „En þessi svör frá ráðherranum... að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum.“ Hilmar er þarna að vísa til viðbragða ráðherra, sem Bítið ræddi við í framhaldinu af fyrra viðtalinu við Hilmar. Þar sagði Sigurður Ingi að stjórnvöld hefðu staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðirnir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum í Grindavík. Lífeyrissjóðirnir hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeim sé ekki heimilt að fella niður vexti og verðbætur Grindvíkinga, þar sem þeim sé óheimilt að ráðstafa fjármunum í annað en að greiða út lífeyri. Ráðherra sagði álitamál hvort þessi lagatúlkun væri rétt en að þingið og stjórnvöld þyrftu að skoða málið. „Lífeyrissjóðirnir voru mjög skýrir og hafa verið mjög skýrir í sínum skoðunum að þeir ætli ekki að fella niður vexti og verðbætur eins og bankarnir og Sigurður Ingi sagði á íbúafundi 12. desember að [stjórnvöld] væru að bíða eftir svörum áður en [þau] myndu stíga inn í. Svo kom þarna svarið minnir mig daginn eftir íbúafundinn og þá kom bara svarið hreint og beint að þeir ætluðu ekki að fara sömu leið og bankarnir, að fella niður vexti og verðbætur. Síðan hefur ekkert heyrst í ríkisstjórninni,“ sagði Hilmar í morgun. Hann segir fólk mjög hissa og ósátt og segist spyrja sig að því af hverju Sigurður Ingi telji eitthvað hafa breyst síðan þá. „Ég myndi halda það að ríkisstjórnin og Sigurður Ingi ættu að vera inni í þessum málum og hefðu átt að fylgjast með.“ Hilma segir það klárlega hafa verið skilning íbúa að ef svör lífeyrissjóðanna yrðu á þennan veg myndu stjórnvöld grípa til sinna ráða. Hvað varðar bæjaryfirvöld í Grindavík segir hann ekkert hafa heyrst frá þeim. „Nú er maður svolítið hræddur um að hún sofni umræðan,“ sagði hann spurður um framhaldið og hvatti fjölmiðla til að fylgja málinu eftir. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lífeyrissjóðir Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Þau sem eru með lífeyrissjóðslánin og þau sem eru á leigumarkaðnum, við sitjum eftir. Ríkisstjórnin tók umræðuna við bankana sem felldu niður vexti og verðbætur en svo bara hættu þeir. Svo hefur ekkert heyrst. Við sitjum bara eftir og við bara borgum,“ sagði Hilmar um stöðu þessa hóps. „Viðbrögðin hafa verið mjög sterk og það leynir sér ekki að það er mikil ánægja með umfjöllunina,“ sagði Hilmar í framhaldsviðtali í Bítinu í morgun. „En þessi svör frá ráðherranum... að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum.“ Hilmar er þarna að vísa til viðbragða ráðherra, sem Bítið ræddi við í framhaldinu af fyrra viðtalinu við Hilmar. Þar sagði Sigurður Ingi að stjórnvöld hefðu staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðirnir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum í Grindavík. Lífeyrissjóðirnir hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeim sé ekki heimilt að fella niður vexti og verðbætur Grindvíkinga, þar sem þeim sé óheimilt að ráðstafa fjármunum í annað en að greiða út lífeyri. Ráðherra sagði álitamál hvort þessi lagatúlkun væri rétt en að þingið og stjórnvöld þyrftu að skoða málið. „Lífeyrissjóðirnir voru mjög skýrir og hafa verið mjög skýrir í sínum skoðunum að þeir ætli ekki að fella niður vexti og verðbætur eins og bankarnir og Sigurður Ingi sagði á íbúafundi 12. desember að [stjórnvöld] væru að bíða eftir svörum áður en [þau] myndu stíga inn í. Svo kom þarna svarið minnir mig daginn eftir íbúafundinn og þá kom bara svarið hreint og beint að þeir ætluðu ekki að fara sömu leið og bankarnir, að fella niður vexti og verðbætur. Síðan hefur ekkert heyrst í ríkisstjórninni,“ sagði Hilmar í morgun. Hann segir fólk mjög hissa og ósátt og segist spyrja sig að því af hverju Sigurður Ingi telji eitthvað hafa breyst síðan þá. „Ég myndi halda það að ríkisstjórnin og Sigurður Ingi ættu að vera inni í þessum málum og hefðu átt að fylgjast með.“ Hilma segir það klárlega hafa verið skilning íbúa að ef svör lífeyrissjóðanna yrðu á þennan veg myndu stjórnvöld grípa til sinna ráða. Hvað varðar bæjaryfirvöld í Grindavík segir hann ekkert hafa heyrst frá þeim. „Nú er maður svolítið hræddur um að hún sofni umræðan,“ sagði hann spurður um framhaldið og hvatti fjölmiðla til að fylgja málinu eftir.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lífeyrissjóðir Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira