Heimsþekktur og dáður predikari reyndist úlfur í sauðagæru Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2024 11:53 Joshua var dáður út um allan heim en virðist hafa verið mesti hrotti. Getty/EMPICS/Matthew Ashton Rannsókn BBC hefur leitt í ljós fjölda ásakana um pyntingar og nauðganir TB Joshua, leiðtoga einnar stærstu kristnu kirkju heims. Tugir meðlimir safnaðar Synagogue Church of all Nations (Scoan), hafa stigið fram og lýst hroðaverkum trúarleiðtogans. Joshua lést árið 2021 en naut mikillar aðdáunar út um allan heim. Samkvæmt BBC lögðu tugþúsundir á sig pílagrímsferðir frá Evrópu, Ameríku og Asíu til að vera viðstaddir „kraftaverk“ hans í Nígeríu fyrir aldamót. Þá fylgdust milljónir með honum framkvæma „kraftaverk“ sín í sjónvarpinu en Scoan hefur verið starfrækt í um fjóra áratugi og nær enn til fjölda fylgjenda út um allan heim í gegnum samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðina Emmanuel TV. Ekkja hans fer fyrir kirkjunni í dag en Scoan hefur ávallt neitað því að nokkuð misjafnt hafi átt sér stað innan safnaðarins. Um það bil 150 fylgjendur Joshua eru taldir hafa búið með predikaranum í Lagos, sumir í áratugi. Tugir þeirra lýsa því að hafa orðið vitni að eða upplifað líkamlegt ofbeldi og pyntar af hálfu leiðtogans og þá hafa margar konur sakað hann um að hafa nauðgað sér, í sumum tilfellum ítrekað. Dætur Joshua standa við lík föður síns. Þegar Joshua lést var honum lýst sem einum áhrifamesta predikara í sögu Afríku.Getty/NurPhoto/Olukayode Jaiyeola „Við héldum öll að við værum í himnaríki en við vorum í helvíti og í helvíti gerast hræðilegir hlutir,“ segir Rae, bresk kona, í samtali við BBC. Hún gekk í söfnuðinn þegar hún var 21 árs og varði tólf árum sem einn „lærisveina“ Joshua í Lagos. Hún lýsir því að hafa verið haldið í einangrun í tvö ár og nauðgað af Joshua. Ofbeldið sem hún mátti sæta hafi verið svo slæmt að hún hafi nokkru sinni reynt að svipta sig lífi. Margir þeirra sem dvöldu hjá Joshua voru aðeins táningar þegar þeir gengu í söfnuðinn og í sumum tilvikum Bretanna greiddi hann fargjaldið frá Bretlandi til Lagos. Jessica Kaimu frá Namibíu segir ofbeldið gegn sér hafa varað í meira en fimm ár. Hún hafi verið sautján ára þegar Joshua nauðgaði henni fyrst og ítrekaðar nauðganir hafi leitt til þess að hún var fimm sinnum látin gangast undir þungunarrof, sem öll voru framkvæmd „í skjóli myrkurs“. Aðrir segja frá því að hafa verið barðir með svipum og neitað um svefn. Þess má geta að á meðan BBC vann að rannsókn sinni var skotið á starfsmenn þess við höfuðstöðvarnar í Lagos. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Trúmál Nígería Kynferðisofbeldi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Joshua lést árið 2021 en naut mikillar aðdáunar út um allan heim. Samkvæmt BBC lögðu tugþúsundir á sig pílagrímsferðir frá Evrópu, Ameríku og Asíu til að vera viðstaddir „kraftaverk“ hans í Nígeríu fyrir aldamót. Þá fylgdust milljónir með honum framkvæma „kraftaverk“ sín í sjónvarpinu en Scoan hefur verið starfrækt í um fjóra áratugi og nær enn til fjölda fylgjenda út um allan heim í gegnum samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðina Emmanuel TV. Ekkja hans fer fyrir kirkjunni í dag en Scoan hefur ávallt neitað því að nokkuð misjafnt hafi átt sér stað innan safnaðarins. Um það bil 150 fylgjendur Joshua eru taldir hafa búið með predikaranum í Lagos, sumir í áratugi. Tugir þeirra lýsa því að hafa orðið vitni að eða upplifað líkamlegt ofbeldi og pyntar af hálfu leiðtogans og þá hafa margar konur sakað hann um að hafa nauðgað sér, í sumum tilfellum ítrekað. Dætur Joshua standa við lík föður síns. Þegar Joshua lést var honum lýst sem einum áhrifamesta predikara í sögu Afríku.Getty/NurPhoto/Olukayode Jaiyeola „Við héldum öll að við værum í himnaríki en við vorum í helvíti og í helvíti gerast hræðilegir hlutir,“ segir Rae, bresk kona, í samtali við BBC. Hún gekk í söfnuðinn þegar hún var 21 árs og varði tólf árum sem einn „lærisveina“ Joshua í Lagos. Hún lýsir því að hafa verið haldið í einangrun í tvö ár og nauðgað af Joshua. Ofbeldið sem hún mátti sæta hafi verið svo slæmt að hún hafi nokkru sinni reynt að svipta sig lífi. Margir þeirra sem dvöldu hjá Joshua voru aðeins táningar þegar þeir gengu í söfnuðinn og í sumum tilvikum Bretanna greiddi hann fargjaldið frá Bretlandi til Lagos. Jessica Kaimu frá Namibíu segir ofbeldið gegn sér hafa varað í meira en fimm ár. Hún hafi verið sautján ára þegar Joshua nauðgaði henni fyrst og ítrekaðar nauðganir hafi leitt til þess að hún var fimm sinnum látin gangast undir þungunarrof, sem öll voru framkvæmd „í skjóli myrkurs“. Aðrir segja frá því að hafa verið barðir með svipum og neitað um svefn. Þess má geta að á meðan BBC vann að rannsókn sinni var skotið á starfsmenn þess við höfuðstöðvarnar í Lagos. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Trúmál Nígería Kynferðisofbeldi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira