Hvenær brýtur maður lög? Sigursteinn Másson skrifar 8. janúar 2024 14:31 Þessa dagana hugsar gamla ísland sér gott til glóðarinnar. Gömlu hagsmunaöflin um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi, forherrta valdaklíkan sem ekki má anda á og það er Þórðargleði hjá stjórnarandstöðu sem sér færi á að fella ríkisstjórn með vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur út af framgöngu hennar í dýravelferðarmáli. Sjálfstæðismenn gefa undir fótinn með það að greiða slíkri vantrauststillögu atkvæði sitt og að fella þar með sjálfir ríkisstjórnina. Og hvert skildi svo tilefnið vera? Í júní á síðasta ári stóð Svandís frammi fyrir því að velja á milli þess að fresta upphafi veiðitímabils á langreyðum með dags fyrirvara eða að láta hjá líða að bregðast á nokkurn hátt við skýru áliti Fagráðs um velferð dýra þess efnis að ekki væri hægt að tryggja mannúðlegar veiðar á stórhvelum. Svandís hafði einn föstudag og hluta mánudags til að rýna álit Fagráðs og ráðfærði sig við helstu sérfræðinga ráðuneytis hennar sem töldu frestun réttmæta og lögmæta. Niðurstaðan var sú að láta dýravelferðarlögin frá 2013 trompa 75 ára lög um hvalveiðar þótt með því væri vissulega tekin áhætta og að ákvörðunin yrði íþyngjandi fyrir Hval hf. Dýraverndin skildi njóta vafans. Þetta var tímamóta ákvörðun á Íslandi í þágu dýravelferðar, sem vissulega var tekin með mjög litlum fyrirvara, en það var líka ástæða fyrir því. Sú ástæða nefnist einu nafni Kristján Loftsson. Fram hefur komið að Kristján og Hvalur hf ollu miklum töfum á frágangi eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um langreyðarveiðarnar 2022 sem síðan olli því að Fagráð um velferð dýra fékk málið ekki til umfjöllunar fyrr en síðla vors. Örstuttu fyrir áætlað upphaf langreyðarveiðanna barst skýrt álit Fagráðs til ráðherra sem bar þá að bregðast við. Eftirlitsskýrsla MAST leiddi í ljós að um þriðjungur langreyðanna líður miklar og langvarandi kvalir og niðurstaðan var sú að veiðarnar væru ekki í anda laga um dýravelferð. Fagráð um velferð dýra kvað enn sterkar að orði í sínu áliti og taldi enga leið að stunda þessar veiðar í samræmi við dýravelferðarlög. Þeir sem nú gagnrýna Svandísi hástöfum verða að svara þeirri spurningu hvað hún átti að gera í þeirri þröngu stöðu sem hún var? Átti hún að láta dýravelferðina lönd og leið og líta fyrst og fremst til atvinnuréttinda Hvals hf, þar sem í lang flestum tilvikum er um að ræða sumarstörf fyrir námsmenn, eða átti hún að gera þá kröfu á fyrirtækið að sýna innan tveggja mánaða fram á betrumbætur svo koma mætti í veg fyrir endurtekið dýraníð? Þá ákvörðun tók hún og fór þar með að sannfæringu sinni, af réttlætiskennd og að ráðleggingum sérfræðinga. Hvenær brýtur maður lög og hvenær brýtur maður ekki lög? Umboðsmaður Alþingis kýs að láta hin 75 ára útreltu lög um hvalveiðar trompa lög um dýravelferð frá 2013. Gott og vel. Það er þá hans mat. Í áliti hans segir að skort hafi nægilega skýra lagastoð fyrir frestun veiðitímabilsins. Ef þetta er áfellisdómur yfir einhverjum þá er það yfir löggjafanum sjálfum sem í áratugi hefur staðið vörð um þrönga og satt best að segja furðulega áráttu og hvalveiðihagsmuni eins manns. Það getur enginn haldið því fram að Svandís hafi ekki verið í góðri trú og studd af sérfræðingum ráðuneytis hennar, þegar hún tók þá ákvörðun að standa með málleysingjunum sem hafa í nafni þessarar þjóðar sætt ólýsanlegum pyndingum um áratugaskeið. Ég spyr, hvar eru nú þeir stjórnmálamenn, samtök og aktivistar sem á síðasta ári töluðu fyrir dýravelferð og verndun hvala? Höfundur er fulltrúi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Sigursteinn Másson Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana hugsar gamla ísland sér gott til glóðarinnar. Gömlu hagsmunaöflin um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi, forherrta valdaklíkan sem ekki má anda á og það er Þórðargleði hjá stjórnarandstöðu sem sér færi á að fella ríkisstjórn með vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur út af framgöngu hennar í dýravelferðarmáli. Sjálfstæðismenn gefa undir fótinn með það að greiða slíkri vantrauststillögu atkvæði sitt og að fella þar með sjálfir ríkisstjórnina. Og hvert skildi svo tilefnið vera? Í júní á síðasta ári stóð Svandís frammi fyrir því að velja á milli þess að fresta upphafi veiðitímabils á langreyðum með dags fyrirvara eða að láta hjá líða að bregðast á nokkurn hátt við skýru áliti Fagráðs um velferð dýra þess efnis að ekki væri hægt að tryggja mannúðlegar veiðar á stórhvelum. Svandís hafði einn föstudag og hluta mánudags til að rýna álit Fagráðs og ráðfærði sig við helstu sérfræðinga ráðuneytis hennar sem töldu frestun réttmæta og lögmæta. Niðurstaðan var sú að láta dýravelferðarlögin frá 2013 trompa 75 ára lög um hvalveiðar þótt með því væri vissulega tekin áhætta og að ákvörðunin yrði íþyngjandi fyrir Hval hf. Dýraverndin skildi njóta vafans. Þetta var tímamóta ákvörðun á Íslandi í þágu dýravelferðar, sem vissulega var tekin með mjög litlum fyrirvara, en það var líka ástæða fyrir því. Sú ástæða nefnist einu nafni Kristján Loftsson. Fram hefur komið að Kristján og Hvalur hf ollu miklum töfum á frágangi eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um langreyðarveiðarnar 2022 sem síðan olli því að Fagráð um velferð dýra fékk málið ekki til umfjöllunar fyrr en síðla vors. Örstuttu fyrir áætlað upphaf langreyðarveiðanna barst skýrt álit Fagráðs til ráðherra sem bar þá að bregðast við. Eftirlitsskýrsla MAST leiddi í ljós að um þriðjungur langreyðanna líður miklar og langvarandi kvalir og niðurstaðan var sú að veiðarnar væru ekki í anda laga um dýravelferð. Fagráð um velferð dýra kvað enn sterkar að orði í sínu áliti og taldi enga leið að stunda þessar veiðar í samræmi við dýravelferðarlög. Þeir sem nú gagnrýna Svandísi hástöfum verða að svara þeirri spurningu hvað hún átti að gera í þeirri þröngu stöðu sem hún var? Átti hún að láta dýravelferðina lönd og leið og líta fyrst og fremst til atvinnuréttinda Hvals hf, þar sem í lang flestum tilvikum er um að ræða sumarstörf fyrir námsmenn, eða átti hún að gera þá kröfu á fyrirtækið að sýna innan tveggja mánaða fram á betrumbætur svo koma mætti í veg fyrir endurtekið dýraníð? Þá ákvörðun tók hún og fór þar með að sannfæringu sinni, af réttlætiskennd og að ráðleggingum sérfræðinga. Hvenær brýtur maður lög og hvenær brýtur maður ekki lög? Umboðsmaður Alþingis kýs að láta hin 75 ára útreltu lög um hvalveiðar trompa lög um dýravelferð frá 2013. Gott og vel. Það er þá hans mat. Í áliti hans segir að skort hafi nægilega skýra lagastoð fyrir frestun veiðitímabilsins. Ef þetta er áfellisdómur yfir einhverjum þá er það yfir löggjafanum sjálfum sem í áratugi hefur staðið vörð um þrönga og satt best að segja furðulega áráttu og hvalveiðihagsmuni eins manns. Það getur enginn haldið því fram að Svandís hafi ekki verið í góðri trú og studd af sérfræðingum ráðuneytis hennar, þegar hún tók þá ákvörðun að standa með málleysingjunum sem hafa í nafni þessarar þjóðar sætt ólýsanlegum pyndingum um áratugaskeið. Ég spyr, hvar eru nú þeir stjórnmálamenn, samtök og aktivistar sem á síðasta ári töluðu fyrir dýravelferð og verndun hvala? Höfundur er fulltrúi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins á Íslandi.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun