Norðmenn líklega fyrstir til að samþykkja djúpsjávarnámugröft Lovísa Arnardóttir skrifar 9. janúar 2024 10:56 Terje Aasland er olíu- og orkumálaráðherra í Noregi. Málið er á hans borði. Vísir/EPA Norðmenn verða líklega þeir fyrstu til að hefja djúpsjávargröft eftir mikilvægum málmum. Málið er á dagskrá norska þingsins í dag. Það er nokkuð umdeilt að grafa eftir málmum á botni hafsins en mikil þörf er slíkum málmum í ýmis tæki. Fjallað er um málið á vef BBC í dag en þar segir að umhverfisverndarinnar hafi varað við því að slíkur gröftur geti haft alvarleg áhrif á sjávarlíf en búast má við nokkurri ljós – og hljóðmengun á sjávarbotni samhliða greftinum. Atkvæðagreiðslan sem fer fram í dag varðar aðeins norska landhelgi en í fréttinni segir að mögulega muni nást samkomulag á alþjóðavettvangi á þessu ári um slíkan námugröft. Þar kemur einnig fram að búist sé við því að atkvæðagreiðslan verði samþykkt án nokkurra vandræða á norska þinginu í dag. Norsk yfirvöld hafa enn fremur gefið það út að þau ætli sér ekki að gefa út leyfi til námugraftrar á hafsbotni fyrr en búið er að framkvæma frekari rannsóknir á umhverfisáhrifum. Verði gröfturinn samþykktur á norska þinginu opnar það 280 þúsund ferkílómetra svæði í norskri landhelgi fyrir slíkum námugrefti en það svæði er stærra en Bretland. Á hafsbotni er hægt að finna málma eins og liþíum, skandín og kóbalt sem er hægt að nota í til dæmis batterí. Málmarnir eru aðgengilegir í námum á landi en námurnar eru staðsettar í fáum löndum og er aðgengi að þeim ekki tryggt. Sem dæmi er slíkar námur að finna í Kongó en þar er að finna stærstu kóbaltnámur heimsins. Í Kongó eru víða átök sem getur haft áhrif á aðgengi að námunum. Evrópusambandið og Bretland hafa bæði kallað eftir tímabundnu banni á slíkum námugrefti vegna umhverfisáhrifa. Fjallað er nánar um málið á vef BBC. Vilji fólk kynna sér tillöguna er hægt að gera það hér á vef norska þingsins. Noregur Bretland Evrópusambandið Hafið Umhverfismál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Fjallað er um málið á vef BBC í dag en þar segir að umhverfisverndarinnar hafi varað við því að slíkur gröftur geti haft alvarleg áhrif á sjávarlíf en búast má við nokkurri ljós – og hljóðmengun á sjávarbotni samhliða greftinum. Atkvæðagreiðslan sem fer fram í dag varðar aðeins norska landhelgi en í fréttinni segir að mögulega muni nást samkomulag á alþjóðavettvangi á þessu ári um slíkan námugröft. Þar kemur einnig fram að búist sé við því að atkvæðagreiðslan verði samþykkt án nokkurra vandræða á norska þinginu í dag. Norsk yfirvöld hafa enn fremur gefið það út að þau ætli sér ekki að gefa út leyfi til námugraftrar á hafsbotni fyrr en búið er að framkvæma frekari rannsóknir á umhverfisáhrifum. Verði gröfturinn samþykktur á norska þinginu opnar það 280 þúsund ferkílómetra svæði í norskri landhelgi fyrir slíkum námugrefti en það svæði er stærra en Bretland. Á hafsbotni er hægt að finna málma eins og liþíum, skandín og kóbalt sem er hægt að nota í til dæmis batterí. Málmarnir eru aðgengilegir í námum á landi en námurnar eru staðsettar í fáum löndum og er aðgengi að þeim ekki tryggt. Sem dæmi er slíkar námur að finna í Kongó en þar er að finna stærstu kóbaltnámur heimsins. Í Kongó eru víða átök sem getur haft áhrif á aðgengi að námunum. Evrópusambandið og Bretland hafa bæði kallað eftir tímabundnu banni á slíkum námugrefti vegna umhverfisáhrifa. Fjallað er nánar um málið á vef BBC. Vilji fólk kynna sér tillöguna er hægt að gera það hér á vef norska þingsins.
Noregur Bretland Evrópusambandið Hafið Umhverfismál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira