Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Jón Þór Stefánsson skrifar 9. janúar 2024 22:14 „Við reiknum með að það liggi í skápum og skúffum á heimilum í landinu vel á annað hundrað milljónir króna í bréfpokum,“ segir Gunnar Dofri. Reykjavíkurborg/Vísir/Ívar Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. Í dag var fjallað um það á Vísi að frá og með morgundeginum yrði dreifingu á bréfpokum undir lífrænt sorp hætt í verslunum. Áfram sé þó hægt að sækja bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar Sorpu og í verslun Góða hirðisins. Að sögn Gunnars var ákvörðunin tekin hjá Sorpu í samráði við sveitarfélögin sem standa að Sorpu. „Það er rétt að halda því til haga að við sjáum að við höfum þegar sett út 24 milljónir poka, sem ættu að endast öllu höfuðborgarsvæðinu í rúmlega eitt og hálft ár, en það er ekki liðið ár síðan kerfið var innleitt. Þannig að það er mjög mikið af pokum þarna út,“ segir Gunnar. „Við reiknum með að það liggi í skápum og skúffum á heimilum í landinu vel á annað hundrað milljónir króna í bréfpokum.“ Aðspurður segist Gunnar ekki telja að ákvörðunin muni hafa áhrif á aðsókn á endurvinnslustöðvar þar sem að meðalmaðurinn heimsæki þær á þriggja til fjögurra mánaða fresti. „Við eigum ekki von á nýrri aukinni umferð vegna þessa.“ Hvers vegna auðvelt? Svo virðist sem ákvörðun Sorpu sé umdeild, en á samfélagsmiðlum hafa einhverjir ritað færslur og lýst yfir óánægju sinni með hana. Þar má nefna fjölmiðlamanninn Egill Helgason sem ritar færslu á Facebook. Þar vísar hann í þýskt orðatiltæki: „Warum einfach, wenn es auch kompliziert geht!“ skrifar Egill sem útskýrir að það þýði: „Til hvers að hafa hlutina einfalda þegar er líka hægt að hafa þá flókna?“ Á meðal þeirra sem leggja orð í belg við færslu Egils eru rithöfundurinn Andri Snær Magnason, sem spyr: „Af hverju er ekki bara grænmetið selt í svona pokum?“ Og Óttarr Proppé, fyrrverandi þingmaður, segir: „Það er hvergi geirneglt í hugtakinu þjónustufyrirtæki hvor eigi að þjónusta hvurn, þ.e.a.s þjónustufyrirtækið eða viðskiptavinurinn. Aðalatriðið er að eitthvað sé þjónustað. Það mætti sjá ákveðna lýðræðisvæðingu í þessari þjónustudreifingu Sorpu.“ Líklegt að pokarnir snúi aftur í verslanir Gunnar Dofri segist ekki hafa orðið var við óánægju í garð Sorpu. Hann tekur fram að hann hafi ekki yfirsýn yfir það að svo stöddu hvort einhver eða hversu margir haft samband. Jafnframt segir hann mögulega lausn vera í sjónmáli á þessu vandamáli, því líklegt sé að verslanir muni byrja að selja bréfpoka sjálfar. Þá muni fólk geta valið um að kaupa pokana þar, eða sækja þá endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar eða í verslun Góða hirðisins. Sorpa Sorphirða Matvöruverslun Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Í dag var fjallað um það á Vísi að frá og með morgundeginum yrði dreifingu á bréfpokum undir lífrænt sorp hætt í verslunum. Áfram sé þó hægt að sækja bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar Sorpu og í verslun Góða hirðisins. Að sögn Gunnars var ákvörðunin tekin hjá Sorpu í samráði við sveitarfélögin sem standa að Sorpu. „Það er rétt að halda því til haga að við sjáum að við höfum þegar sett út 24 milljónir poka, sem ættu að endast öllu höfuðborgarsvæðinu í rúmlega eitt og hálft ár, en það er ekki liðið ár síðan kerfið var innleitt. Þannig að það er mjög mikið af pokum þarna út,“ segir Gunnar. „Við reiknum með að það liggi í skápum og skúffum á heimilum í landinu vel á annað hundrað milljónir króna í bréfpokum.“ Aðspurður segist Gunnar ekki telja að ákvörðunin muni hafa áhrif á aðsókn á endurvinnslustöðvar þar sem að meðalmaðurinn heimsæki þær á þriggja til fjögurra mánaða fresti. „Við eigum ekki von á nýrri aukinni umferð vegna þessa.“ Hvers vegna auðvelt? Svo virðist sem ákvörðun Sorpu sé umdeild, en á samfélagsmiðlum hafa einhverjir ritað færslur og lýst yfir óánægju sinni með hana. Þar má nefna fjölmiðlamanninn Egill Helgason sem ritar færslu á Facebook. Þar vísar hann í þýskt orðatiltæki: „Warum einfach, wenn es auch kompliziert geht!“ skrifar Egill sem útskýrir að það þýði: „Til hvers að hafa hlutina einfalda þegar er líka hægt að hafa þá flókna?“ Á meðal þeirra sem leggja orð í belg við færslu Egils eru rithöfundurinn Andri Snær Magnason, sem spyr: „Af hverju er ekki bara grænmetið selt í svona pokum?“ Og Óttarr Proppé, fyrrverandi þingmaður, segir: „Það er hvergi geirneglt í hugtakinu þjónustufyrirtæki hvor eigi að þjónusta hvurn, þ.e.a.s þjónustufyrirtækið eða viðskiptavinurinn. Aðalatriðið er að eitthvað sé þjónustað. Það mætti sjá ákveðna lýðræðisvæðingu í þessari þjónustudreifingu Sorpu.“ Líklegt að pokarnir snúi aftur í verslanir Gunnar Dofri segist ekki hafa orðið var við óánægju í garð Sorpu. Hann tekur fram að hann hafi ekki yfirsýn yfir það að svo stöddu hvort einhver eða hversu margir haft samband. Jafnframt segir hann mögulega lausn vera í sjónmáli á þessu vandamáli, því líklegt sé að verslanir muni byrja að selja bréfpoka sjálfar. Þá muni fólk geta valið um að kaupa pokana þar, eða sækja þá endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar eða í verslun Góða hirðisins.
Sorpa Sorphirða Matvöruverslun Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira