Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Jón Þór Stefánsson skrifar 9. janúar 2024 22:14 „Við reiknum með að það liggi í skápum og skúffum á heimilum í landinu vel á annað hundrað milljónir króna í bréfpokum,“ segir Gunnar Dofri. Reykjavíkurborg/Vísir/Ívar Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. Í dag var fjallað um það á Vísi að frá og með morgundeginum yrði dreifingu á bréfpokum undir lífrænt sorp hætt í verslunum. Áfram sé þó hægt að sækja bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar Sorpu og í verslun Góða hirðisins. Að sögn Gunnars var ákvörðunin tekin hjá Sorpu í samráði við sveitarfélögin sem standa að Sorpu. „Það er rétt að halda því til haga að við sjáum að við höfum þegar sett út 24 milljónir poka, sem ættu að endast öllu höfuðborgarsvæðinu í rúmlega eitt og hálft ár, en það er ekki liðið ár síðan kerfið var innleitt. Þannig að það er mjög mikið af pokum þarna út,“ segir Gunnar. „Við reiknum með að það liggi í skápum og skúffum á heimilum í landinu vel á annað hundrað milljónir króna í bréfpokum.“ Aðspurður segist Gunnar ekki telja að ákvörðunin muni hafa áhrif á aðsókn á endurvinnslustöðvar þar sem að meðalmaðurinn heimsæki þær á þriggja til fjögurra mánaða fresti. „Við eigum ekki von á nýrri aukinni umferð vegna þessa.“ Hvers vegna auðvelt? Svo virðist sem ákvörðun Sorpu sé umdeild, en á samfélagsmiðlum hafa einhverjir ritað færslur og lýst yfir óánægju sinni með hana. Þar má nefna fjölmiðlamanninn Egill Helgason sem ritar færslu á Facebook. Þar vísar hann í þýskt orðatiltæki: „Warum einfach, wenn es auch kompliziert geht!“ skrifar Egill sem útskýrir að það þýði: „Til hvers að hafa hlutina einfalda þegar er líka hægt að hafa þá flókna?“ Á meðal þeirra sem leggja orð í belg við færslu Egils eru rithöfundurinn Andri Snær Magnason, sem spyr: „Af hverju er ekki bara grænmetið selt í svona pokum?“ Og Óttarr Proppé, fyrrverandi þingmaður, segir: „Það er hvergi geirneglt í hugtakinu þjónustufyrirtæki hvor eigi að þjónusta hvurn, þ.e.a.s þjónustufyrirtækið eða viðskiptavinurinn. Aðalatriðið er að eitthvað sé þjónustað. Það mætti sjá ákveðna lýðræðisvæðingu í þessari þjónustudreifingu Sorpu.“ Líklegt að pokarnir snúi aftur í verslanir Gunnar Dofri segist ekki hafa orðið var við óánægju í garð Sorpu. Hann tekur fram að hann hafi ekki yfirsýn yfir það að svo stöddu hvort einhver eða hversu margir haft samband. Jafnframt segir hann mögulega lausn vera í sjónmáli á þessu vandamáli, því líklegt sé að verslanir muni byrja að selja bréfpoka sjálfar. Þá muni fólk geta valið um að kaupa pokana þar, eða sækja þá endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar eða í verslun Góða hirðisins. Sorpa Sorphirða Matvöruverslun Umhverfismál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Í dag var fjallað um það á Vísi að frá og með morgundeginum yrði dreifingu á bréfpokum undir lífrænt sorp hætt í verslunum. Áfram sé þó hægt að sækja bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar Sorpu og í verslun Góða hirðisins. Að sögn Gunnars var ákvörðunin tekin hjá Sorpu í samráði við sveitarfélögin sem standa að Sorpu. „Það er rétt að halda því til haga að við sjáum að við höfum þegar sett út 24 milljónir poka, sem ættu að endast öllu höfuðborgarsvæðinu í rúmlega eitt og hálft ár, en það er ekki liðið ár síðan kerfið var innleitt. Þannig að það er mjög mikið af pokum þarna út,“ segir Gunnar. „Við reiknum með að það liggi í skápum og skúffum á heimilum í landinu vel á annað hundrað milljónir króna í bréfpokum.“ Aðspurður segist Gunnar ekki telja að ákvörðunin muni hafa áhrif á aðsókn á endurvinnslustöðvar þar sem að meðalmaðurinn heimsæki þær á þriggja til fjögurra mánaða fresti. „Við eigum ekki von á nýrri aukinni umferð vegna þessa.“ Hvers vegna auðvelt? Svo virðist sem ákvörðun Sorpu sé umdeild, en á samfélagsmiðlum hafa einhverjir ritað færslur og lýst yfir óánægju sinni með hana. Þar má nefna fjölmiðlamanninn Egill Helgason sem ritar færslu á Facebook. Þar vísar hann í þýskt orðatiltæki: „Warum einfach, wenn es auch kompliziert geht!“ skrifar Egill sem útskýrir að það þýði: „Til hvers að hafa hlutina einfalda þegar er líka hægt að hafa þá flókna?“ Á meðal þeirra sem leggja orð í belg við færslu Egils eru rithöfundurinn Andri Snær Magnason, sem spyr: „Af hverju er ekki bara grænmetið selt í svona pokum?“ Og Óttarr Proppé, fyrrverandi þingmaður, segir: „Það er hvergi geirneglt í hugtakinu þjónustufyrirtæki hvor eigi að þjónusta hvurn, þ.e.a.s þjónustufyrirtækið eða viðskiptavinurinn. Aðalatriðið er að eitthvað sé þjónustað. Það mætti sjá ákveðna lýðræðisvæðingu í þessari þjónustudreifingu Sorpu.“ Líklegt að pokarnir snúi aftur í verslanir Gunnar Dofri segist ekki hafa orðið var við óánægju í garð Sorpu. Hann tekur fram að hann hafi ekki yfirsýn yfir það að svo stöddu hvort einhver eða hversu margir haft samband. Jafnframt segir hann mögulega lausn vera í sjónmáli á þessu vandamáli, því líklegt sé að verslanir muni byrja að selja bréfpoka sjálfar. Þá muni fólk geta valið um að kaupa pokana þar, eða sækja þá endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar eða í verslun Góða hirðisins.
Sorpa Sorphirða Matvöruverslun Umhverfismál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira