Útrás í Reykjavík eftir sautján ára rekstur á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2024 08:31 Fjölskyldan sem hefur unnið hug og hjörtu Akureyringa hefur fært út kvíarnar. Sathiya Moorthy Indverski veitingastaðurinn Indian curry house sem rekinn hefur verið í göngugötunni á Akureyri við góðan orðstí um árabil hefur opnað útibú í höfuðborginni. Staðurinn var opnaður rétt fyrir jól en á sama tíma er Indian curry house lokaður á Akureyri vegna vetrarfrís starfsfólks. Lokað var á Akureyri 19. desember en verður opnað aftur 5. febrúar. Um er að ræða árlegt vetrarfrí starfsfólks. Á sama tíma og Akureyringar fá ekki indverska karrýið sitt geta Reykvíkingar sótt matinn á Vesturgötu 12. Þar er eingöngu hægt að sækja mat, ekki borða á staðnum. „Frábær viðbót í veitingahúsaflóruna hér fyrir sunnan,” segir veitingamaðurinn Guðvarður Gíslason, betur þekktur sem Guffi á Gauknum, í færslu á Facebook. Nýi staðurinn er staðsettur við Vesturgötu 12 við norðurenda Garðastrætis í vesturbæ Reykjavíkur.Indian Curry House Hann rifjar upp að fjölskyldufaðirinn Sathiya Moorthy hafi unnið hjá honum á Götugrilinu á Akureyri í nokkur ár og strax sett svip sinn á staðinn og allt umhverfi. „Hann býr á Akureyri ásamt konu sinni og 3 börnum. Þó þau séu frá Indlandi eru þau Íslendingar sem hafa byggt upp frábæra starfsemi á Akureyri og núna í Reykjavík.“ Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, fagnar líka útrásinni. „Nú er okkar uppáhalds og sívinsæli akureyrski indverski veitingastaður, Indian curry house kominn í útrás til Reykjavíkur, nánar tiltekið á Vesturgötuna. Ég hvet ykkur til að fara og fá ykkur bita!“ segir Ásthildur. Hjónin Sathiya og Jothimani Sathiyamoorthy komu til Íslands árið 1997 og opnuðu Indian curry hut árið 2007. Staðurinn flutti sig um set í miðbæ Akureyrar, er nú við Ráðhústorgið og fékk nafnið Indian curry house. Þau eiga tvo syni og eina dóttur sem fékk nafnið Svanhildur því hjónunum finnst íslensk nöfn svo falleg. Veitingastaðir Akureyri Reykjavík Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Staðurinn var opnaður rétt fyrir jól en á sama tíma er Indian curry house lokaður á Akureyri vegna vetrarfrís starfsfólks. Lokað var á Akureyri 19. desember en verður opnað aftur 5. febrúar. Um er að ræða árlegt vetrarfrí starfsfólks. Á sama tíma og Akureyringar fá ekki indverska karrýið sitt geta Reykvíkingar sótt matinn á Vesturgötu 12. Þar er eingöngu hægt að sækja mat, ekki borða á staðnum. „Frábær viðbót í veitingahúsaflóruna hér fyrir sunnan,” segir veitingamaðurinn Guðvarður Gíslason, betur þekktur sem Guffi á Gauknum, í færslu á Facebook. Nýi staðurinn er staðsettur við Vesturgötu 12 við norðurenda Garðastrætis í vesturbæ Reykjavíkur.Indian Curry House Hann rifjar upp að fjölskyldufaðirinn Sathiya Moorthy hafi unnið hjá honum á Götugrilinu á Akureyri í nokkur ár og strax sett svip sinn á staðinn og allt umhverfi. „Hann býr á Akureyri ásamt konu sinni og 3 börnum. Þó þau séu frá Indlandi eru þau Íslendingar sem hafa byggt upp frábæra starfsemi á Akureyri og núna í Reykjavík.“ Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, fagnar líka útrásinni. „Nú er okkar uppáhalds og sívinsæli akureyrski indverski veitingastaður, Indian curry house kominn í útrás til Reykjavíkur, nánar tiltekið á Vesturgötuna. Ég hvet ykkur til að fara og fá ykkur bita!“ segir Ásthildur. Hjónin Sathiya og Jothimani Sathiyamoorthy komu til Íslands árið 1997 og opnuðu Indian curry hut árið 2007. Staðurinn flutti sig um set í miðbæ Akureyrar, er nú við Ráðhústorgið og fékk nafnið Indian curry house. Þau eiga tvo syni og eina dóttur sem fékk nafnið Svanhildur því hjónunum finnst íslensk nöfn svo falleg.
Veitingastaðir Akureyri Reykjavík Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira