Sveindís skoraði fyrra mark Wolfsburg í 2-0 sigri á TSG Hoffenheim í æfingarleik. Leikurinn fór fram á Algarve í Portúgal þar sem þýska liðið er í æfingarbúðum.
Sveindís skoraði markið sitt á tólftu mínútu leiksins eftir að hafa fengið stungusendingu frá Jule Brand inn fyrir vörnina og klárað færið vel.
Sveindís spilaði fyrri hálfleikinn í leiknum. Þetta var hennar fyrsti leikur síðan hún meiddist í september.
Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum og auðvitað markið hjá okkar konu. Markið hennar kemur eftir rúma hálfa mínútu af myndbandinu.