„Hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. janúar 2024 09:31 Jón Zimsen er aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir að í stað þess að menntakerfið, skólastjórnendur og kennarar fari í vörn þurfi menn að horfa inn á við, viðurkenna að það verði að gera betur. Seint á síðasta ári kom í ljós að fjörutíu prósent fimmtán ára nemenda á Ísland búi ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Hlutfall nemenda sem nær þessari grunnhæfni hefur lækkað um fjórtán prósentustig frá síðustu könnun. Á sama tíma er þessi tala í kringum þrjú til átta prósent hjá löndum sem við berum okkur saman við. Sindri Sindrason hitti Jón Zimsen í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hann segir að við séum einfaldlega í ruglinu. „Auðvitað er ofboðslega margt gott gert hjá okkur og bara fullt af hlutum en hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað. Núna frá 2018 höfum við tapað tæpum tveimur skólaárum, sem þýðir það að ef við ætluðum að fá tíu ára menntun þá fáum við aðeins átta ára menntun í lesskilningi og stærðfræði þrátt fyrir að skólarnir hafi mest verið opnir hér á Íslandi í Covid af öllum skólum í heiminum,“ segir Jón sem bætir við að fólk í menntakerfinu sé mjög mikið að tala niður þessar niðurstöður. „En um leið eru þetta fjörutíu prósent nemanda sem geta ekki lesið sér til gagns. Sem þýðir það að þau geta ekki túlkað upplýsingar á netinu, þau skilja ekki boðskap eða innihald texta og út á það gengur PISA prófið, próf sem er mjög gott að mæla lesskilning. Og lesskilningur er hornsteinn okkar sem þjóðar, tungumálsins og svo að sjálfsögðu lýðræðisins. Þegar við höfum ekki lesskilning og getum ekki hlustað til gagns þá er mjög auðvelt að stjórna okkur,“ segir Jón sem bætir við að það sé hættulegt þegar umræðan gangi út á það að það skuli enginn leita að sökudólgum. „Það er akkúrat þessi firring ábyrgðar í menntakerfinu,“ segir Jón en hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað PISA-könnun Ísland í dag Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Seint á síðasta ári kom í ljós að fjörutíu prósent fimmtán ára nemenda á Ísland búi ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Hlutfall nemenda sem nær þessari grunnhæfni hefur lækkað um fjórtán prósentustig frá síðustu könnun. Á sama tíma er þessi tala í kringum þrjú til átta prósent hjá löndum sem við berum okkur saman við. Sindri Sindrason hitti Jón Zimsen í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hann segir að við séum einfaldlega í ruglinu. „Auðvitað er ofboðslega margt gott gert hjá okkur og bara fullt af hlutum en hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað. Núna frá 2018 höfum við tapað tæpum tveimur skólaárum, sem þýðir það að ef við ætluðum að fá tíu ára menntun þá fáum við aðeins átta ára menntun í lesskilningi og stærðfræði þrátt fyrir að skólarnir hafi mest verið opnir hér á Íslandi í Covid af öllum skólum í heiminum,“ segir Jón sem bætir við að fólk í menntakerfinu sé mjög mikið að tala niður þessar niðurstöður. „En um leið eru þetta fjörutíu prósent nemanda sem geta ekki lesið sér til gagns. Sem þýðir það að þau geta ekki túlkað upplýsingar á netinu, þau skilja ekki boðskap eða innihald texta og út á það gengur PISA prófið, próf sem er mjög gott að mæla lesskilning. Og lesskilningur er hornsteinn okkar sem þjóðar, tungumálsins og svo að sjálfsögðu lýðræðisins. Þegar við höfum ekki lesskilning og getum ekki hlustað til gagns þá er mjög auðvelt að stjórna okkur,“ segir Jón sem bætir við að það sé hættulegt þegar umræðan gangi út á það að það skuli enginn leita að sökudólgum. „Það er akkúrat þessi firring ábyrgðar í menntakerfinu,“ segir Jón en hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað
PISA-könnun Ísland í dag Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira