David Okeke fór ekki í hjartastopp á Króknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 12:30 David Okeke í leik með Haukum í vetur á móti Val. Hann lenti í óhugnanlegu atviki á Sauðárkróki en er byrjaður aftur að spila á fullu. Vísir/Anton Brink David Okeke er byrjaður að spila aftur með Haukum í Subway deild karla í körfubolta en meint hjartastopp hans á Sauðárkróki hans í nóvember var hvorki það né hjartaáfall. Nú vitum við meira hvað gerðist hjá miðherjanum öfluga í þessum leik. David Okeke hneig niður í leik Hauka og Tindastóls þann 23. nóvember síðastliðinn. Hann var fluttur á sjúkrahús. David hafði áður átt við hjartavandamál að stríða á síðustu árum og var með bjargráð eftir aðgerð sem hann fór í árið 2018. Kristinn Jónasson, stjórnarmaður hjá Haukum, hefur verið að vinna með Okeke síðan atvikið varð og er að hjálpa honum að komast í betra form. Kristinn segir mikinn misskilning í gangi varðandi veikindi Okeke á Króknum. „Ég er búinn að vera að mæta með David og gera með honum æfingar svona líklega í einhver tíu til tólf skipti síðan að hann féll niður. Svo það sé á hreinu þá fékk hann ekki hjartaáfall og það er búið að fara með rangt mál í fjölmiðlum hvað það varðar,“ sagði Kristinn Jónsson í samtali við Vísi. „Hann fær of háan hjartslátt en hann var ekki búinn að vera að taka rétt lyf. Hjartað hans fer að slá of hratt og hann fellur í yfirlið þar sem að blóðþrýstingurinn hans lækkaði,“ sagði Kristinn. „Það var óregla í gangi á milli hjartsláttar og blóðþrýstings. Það veldur því að hann lendir í gáttaflökti og þá kemur bjargráðurinn inn. Hann setti þetta inn á Instagram reikning sinn sjálfur og það væri rangt mál að hann hefði farið í hjartastopp,“ sagði Kristinn. „Það hefði enginn sem hefði farið í hjartastopp eða fengið hjartaáfall, staðið aftur upp og beðið um skiptingu aftur inn í leikinn eins og sást á myndbandinu af leiknum. Ef þú færð hjartaáfall þá liggur þú eftir óvígur. mjög þreyttur og þú ert lengi að ná þér af slíku áfalli,“ sagði Kristinn. „David er búinn að vera harðduglegur og passar nú lyfin sín. Við erum gríðarlega ánægð með það hvernig hann hefur komið til baka sem leikmaður og persóna,“ sagði Kristinn. Okeke var með 10 stig og 12 fráköst á 21 mínútu í fyrsta leik eftir atvikið og var síðan mðe 26 stig á 36 mínútum í síðasta leik þar sem hann hitti úr 12 af 14 skotum sínum utan af velli. Subway-deild karla Haukar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
David Okeke hneig niður í leik Hauka og Tindastóls þann 23. nóvember síðastliðinn. Hann var fluttur á sjúkrahús. David hafði áður átt við hjartavandamál að stríða á síðustu árum og var með bjargráð eftir aðgerð sem hann fór í árið 2018. Kristinn Jónasson, stjórnarmaður hjá Haukum, hefur verið að vinna með Okeke síðan atvikið varð og er að hjálpa honum að komast í betra form. Kristinn segir mikinn misskilning í gangi varðandi veikindi Okeke á Króknum. „Ég er búinn að vera að mæta með David og gera með honum æfingar svona líklega í einhver tíu til tólf skipti síðan að hann féll niður. Svo það sé á hreinu þá fékk hann ekki hjartaáfall og það er búið að fara með rangt mál í fjölmiðlum hvað það varðar,“ sagði Kristinn Jónsson í samtali við Vísi. „Hann fær of háan hjartslátt en hann var ekki búinn að vera að taka rétt lyf. Hjartað hans fer að slá of hratt og hann fellur í yfirlið þar sem að blóðþrýstingurinn hans lækkaði,“ sagði Kristinn. „Það var óregla í gangi á milli hjartsláttar og blóðþrýstings. Það veldur því að hann lendir í gáttaflökti og þá kemur bjargráðurinn inn. Hann setti þetta inn á Instagram reikning sinn sjálfur og það væri rangt mál að hann hefði farið í hjartastopp,“ sagði Kristinn. „Það hefði enginn sem hefði farið í hjartastopp eða fengið hjartaáfall, staðið aftur upp og beðið um skiptingu aftur inn í leikinn eins og sást á myndbandinu af leiknum. Ef þú færð hjartaáfall þá liggur þú eftir óvígur. mjög þreyttur og þú ert lengi að ná þér af slíku áfalli,“ sagði Kristinn. „David er búinn að vera harðduglegur og passar nú lyfin sín. Við erum gríðarlega ánægð með það hvernig hann hefur komið til baka sem leikmaður og persóna,“ sagði Kristinn. Okeke var með 10 stig og 12 fráköst á 21 mínútu í fyrsta leik eftir atvikið og var síðan mðe 26 stig á 36 mínútum í síðasta leik þar sem hann hitti úr 12 af 14 skotum sínum utan af velli.
Subway-deild karla Haukar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira