Stöðug viðvera í sprungunni en telja óöruggt að senda kafara Árni Sæberg og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 11. janúar 2024 10:49 Frá sprungunni í Grindavík. Steingrímur Dúí Sigmenn á vegum Landsbjargar hafa stöðuga viðveru ofan í sprungunni í Grindavík, sem talið er að maður hafi fallið ofan í, en ekki er talið öruggt að senda kafara til leitar í vatni sem tekur við á margra metra dýpi ofan í sprungunni. Aðgengi íbúa að Grindavík helst óbreytt. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að leit haldi áfram af fullum krafti í dag. Vaktaskipti hafi verið í morgun og óþreytt fólk sé tekið við leitinni. Vanir fjalla- og rústabjörgunarmenn séu komnir til Grindavíkur víða að af landinu. Þeir hafi nú stöðuga viðveru, tveir í senn, ofan í sprungunni við leit að manninum. Talið er næsta víst að maðurinn hafi fallið í sprunguna þegar hann var við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Jón Þór segir sprunguna töluvert djúpa og vatn taki við á nokkru dýpi. Ekki hafi verið talið öruggt að senda kafara ofan í vatnið en fjarstýrðum neðansjávarmyndavélum sé beitt við leitina. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Ætla sér að finna manninn Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé óbreytt, leit standi enn yfir og maðurinn sé ófundinn. Stöðug leit hafi staðið yfir frá því að tilkynnt var um hvarf mannsins á ellefta tímanum í gær. „Við ætlum okkur að finna þann mann sem við leitum að,“ segir Úlfar um framhaldið. Vinnu frestað en aðgengi óbreytt Lögreglustjóri fundaði með öðrum viðbragðsaðilum klukkan 08 í morgun þar sem farið var yfir öryggismál hvað varðar vinnu við viðgerðir í Grindavík. „Í ljósi atburða gærdagsins og yfirstandandi leitar hefur verið tekin ákvörðun um að fresta öllum frekari framkvæmdum fram yfir helgi,“ segir Úlfar. Á þriðjudag verði fundað með verktökum og öðrum hlutaðeigandi um framhaldið. „Það er fullur hugur í þeim að halda þeirri vinnu áfram.“ Þá segir Úlfar að viðvera íbúa Grindavíkur og starfsemi í bænum haldist óbreytt þrátt fyrir atburði gærdagsins. Hann leggur þó áherslu á að varhugavert sé að dvelja í Grindavík. Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Féll í sprungu í Grindavík Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að leit haldi áfram af fullum krafti í dag. Vaktaskipti hafi verið í morgun og óþreytt fólk sé tekið við leitinni. Vanir fjalla- og rústabjörgunarmenn séu komnir til Grindavíkur víða að af landinu. Þeir hafi nú stöðuga viðveru, tveir í senn, ofan í sprungunni við leit að manninum. Talið er næsta víst að maðurinn hafi fallið í sprunguna þegar hann var við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Jón Þór segir sprunguna töluvert djúpa og vatn taki við á nokkru dýpi. Ekki hafi verið talið öruggt að senda kafara ofan í vatnið en fjarstýrðum neðansjávarmyndavélum sé beitt við leitina. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Ætla sér að finna manninn Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé óbreytt, leit standi enn yfir og maðurinn sé ófundinn. Stöðug leit hafi staðið yfir frá því að tilkynnt var um hvarf mannsins á ellefta tímanum í gær. „Við ætlum okkur að finna þann mann sem við leitum að,“ segir Úlfar um framhaldið. Vinnu frestað en aðgengi óbreytt Lögreglustjóri fundaði með öðrum viðbragðsaðilum klukkan 08 í morgun þar sem farið var yfir öryggismál hvað varðar vinnu við viðgerðir í Grindavík. „Í ljósi atburða gærdagsins og yfirstandandi leitar hefur verið tekin ákvörðun um að fresta öllum frekari framkvæmdum fram yfir helgi,“ segir Úlfar. Á þriðjudag verði fundað með verktökum og öðrum hlutaðeigandi um framhaldið. „Það er fullur hugur í þeim að halda þeirri vinnu áfram.“ Þá segir Úlfar að viðvera íbúa Grindavíkur og starfsemi í bænum haldist óbreytt þrátt fyrir atburði gærdagsins. Hann leggur þó áherslu á að varhugavert sé að dvelja í Grindavík.
Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Féll í sprungu í Grindavík Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira