Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2024 14:40 Edda með tveimur drengjanna. Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. Leifur Runólfsson, lögmaður sem gætt hefur hagsmuna föðurins hér á landi, staðfestir niðurstöðuna við Vísi. Nútíminn greindi fyrst frá. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Edda Björk flaug sonum sínum þremur frá Noregi til Íslands með einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði þá verið dæmd forsjá þeirra fyrir norskum dómstólum. Edda var handtekin í nóvember síðastliðinum og í framhaldinu flutt til Noregs eftir að dómstólar féllust á framsal hennar þangað. Ákæruvaldið hafði krafist sautján mánaða fangelsis. Lögreglan á Íslandi leitaði að drengjunum og fundust þeir þann 21. desember síðastliðinn. Við sama tilefni voru systir Eddu og lögmaður hennar handtekin. Faðir drengjanna flaug með drengina til Noregs að kvöldi þess dags. Edda var jafnframt dæmd til að greiða 35 þúsund norskar krónur í miskabætur og 75 þúsund norskar krónur í annan kostnað svo sem ferðakostnað. Samanlagt jafnvirði um 1,5 milljónir íslenskra króna. Sú ákvörðun að fallast á framsalsbeiðni Noregs í nóvember var harðlega gagnrýnd víða í samfélaginu. Í yfirlýsingu Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í desember sagði að mál er varði börn og fjölskyldur séu með þeim viðkvæmustu og erfiðustu sem stjórnvöld fáist við. Því séu gerðar ríkar kröfur um að starfað sé eftir skýrum lögum og reglum með það að leiðarljósi að gæta allra viðeigandi hagsmuna í hverju máli fyrir sig. „Vegna þess máls sem verið hefur til umfjöllunar í fjölmiðlum er mikilvægt að árétta að þær ákvarðanir sem verið er að framfylgja hafa verið teknar af sjálfstæðum stjórnvöldum á grundvelli laga.“ Noregur Ofbeldi gegn börnum Mál Eddu Bjarkar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. 22. desember 2023 19:31 Allir drengirnir komnir út á flugvöll með föður sínum Allir þrír synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru komnir í umsjá föður síns. Þeir eru nú á Keflavíkurflugvelli þaðan sem þeir fara með föður sínum til Noregs í kvöld. 21. desember 2023 18:10 Tveir synir Eddu Bjarkar sagðir fundnir Tveir synir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem leitað hefur verið síðan hún flutti þá frá Noregi, eru fundnir. Systir hennar og lögmaður hennar hafa verið handtekin. Þriðja sonarins er enn leitað. 21. desember 2023 16:26 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Leifur Runólfsson, lögmaður sem gætt hefur hagsmuna föðurins hér á landi, staðfestir niðurstöðuna við Vísi. Nútíminn greindi fyrst frá. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Edda Björk flaug sonum sínum þremur frá Noregi til Íslands með einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði þá verið dæmd forsjá þeirra fyrir norskum dómstólum. Edda var handtekin í nóvember síðastliðinum og í framhaldinu flutt til Noregs eftir að dómstólar féllust á framsal hennar þangað. Ákæruvaldið hafði krafist sautján mánaða fangelsis. Lögreglan á Íslandi leitaði að drengjunum og fundust þeir þann 21. desember síðastliðinn. Við sama tilefni voru systir Eddu og lögmaður hennar handtekin. Faðir drengjanna flaug með drengina til Noregs að kvöldi þess dags. Edda var jafnframt dæmd til að greiða 35 þúsund norskar krónur í miskabætur og 75 þúsund norskar krónur í annan kostnað svo sem ferðakostnað. Samanlagt jafnvirði um 1,5 milljónir íslenskra króna. Sú ákvörðun að fallast á framsalsbeiðni Noregs í nóvember var harðlega gagnrýnd víða í samfélaginu. Í yfirlýsingu Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í desember sagði að mál er varði börn og fjölskyldur séu með þeim viðkvæmustu og erfiðustu sem stjórnvöld fáist við. Því séu gerðar ríkar kröfur um að starfað sé eftir skýrum lögum og reglum með það að leiðarljósi að gæta allra viðeigandi hagsmuna í hverju máli fyrir sig. „Vegna þess máls sem verið hefur til umfjöllunar í fjölmiðlum er mikilvægt að árétta að þær ákvarðanir sem verið er að framfylgja hafa verið teknar af sjálfstæðum stjórnvöldum á grundvelli laga.“
Noregur Ofbeldi gegn börnum Mál Eddu Bjarkar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. 22. desember 2023 19:31 Allir drengirnir komnir út á flugvöll með föður sínum Allir þrír synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru komnir í umsjá föður síns. Þeir eru nú á Keflavíkurflugvelli þaðan sem þeir fara með föður sínum til Noregs í kvöld. 21. desember 2023 18:10 Tveir synir Eddu Bjarkar sagðir fundnir Tveir synir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem leitað hefur verið síðan hún flutti þá frá Noregi, eru fundnir. Systir hennar og lögmaður hennar hafa verið handtekin. Þriðja sonarins er enn leitað. 21. desember 2023 16:26 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. 22. desember 2023 19:31
Allir drengirnir komnir út á flugvöll með föður sínum Allir þrír synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru komnir í umsjá föður síns. Þeir eru nú á Keflavíkurflugvelli þaðan sem þeir fara með föður sínum til Noregs í kvöld. 21. desember 2023 18:10
Tveir synir Eddu Bjarkar sagðir fundnir Tveir synir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem leitað hefur verið síðan hún flutti þá frá Noregi, eru fundnir. Systir hennar og lögmaður hennar hafa verið handtekin. Þriðja sonarins er enn leitað. 21. desember 2023 16:26