Börnin okkar allra Sabine Leskopf skrifar 11. janúar 2024 22:01 Börnin á Íslandi eru að mínu mati á ábyrgð okkar allra. Þau eru framtíðin og við þurfum sem foreldrar og samfélag, sveitarfélög og ríkið, að veita þeim sem allra bestan og frjóastan jarðveg til að þroskast svo þau njóti sín til fulls. Þetta á ekki síst við þau fjölmörgu börn af erlendum uppruna sem hér búa, þau þurfa að klífa hærri hindranir en flest íslensk börn og það er mikilvægt að staða þeirra verði bætt, ekki einungis þeirra vegna, heldur þjóðfélagsins alls. Í dag lagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fram tillögu í borgarráði um eflingu menntunar og stuðnings við börn af erlendum uppruna í skóla- og frístundastarfi í borginni. Tillagan var samþykkt og fara 195 m.kr. á árinu 2024 í verkefnið en 341,8 m.kr. árið 2025. Þessar aðgerðir tryggja aukinn stuðning við þennan hóp, viðbót við vegferð sem borgin hefur nú í nokkur ár verið á til að styðja við íslenskukennslu og inngildingu þessara barna. Í sömu viku og innviðaráðherra hefur tilkynnt að frumvarpið sem átti að tryggja endalok á mismunun þessara barna af hálfu ríkisins fái ekki framgang og að dómi sem dæmdi þessa mismunun ólöglega verði áfrýjað, þótt öll sveitarfélög í landinu nema Reykjavík fái 170.000 krónur stuðning fyrir hvert barn af erlendum uppruna eins og fram hefur komið. En borgin ætlar ekki að láta þessi börn gjalda fyrir það frekar en á fyrri árum. Og hópurinn verður sífellt mikilvægari, en börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í leik- og grunnskólum borgarinnar hefur fjölgað um yfir 1000 bara síðan 2020. Og þar ber sérstaklega að nefna hóp barna með flóknar þarfir eins og börn með stöðu flóttafólks og fötluð börn þar sem Reykjavíkurborg rekur sérúrræði. Mikil umræða hefur verið um niðurstöður Pisa og veldur þar einna mestum áhyggjum að jafnvel börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn sem fædd eru og uppalin hér á landi standa veikar en börn með íslenskan bakgrunn. Kallað var eftir auknum stuðningi inn í skóla- og frístundastarf og voru öll sammála að hér væri mest þörf fyrir aðgerðir. Borgin hefur svarað þessu kalli fyrir löngu og nefni ég hér einungis helstu aðgerðir á síðustu árum: 2 verkefnastjórar fjölmenningar með sérþekkingu Velkomin í hverfið þitt, móttökuáætlun sem veitir heildarráðgjöf fyrir fjölskyldur til að taka virkan þátt t.d. í tómstundastarfi Stöðumat fyrir nýkomna nemendur sem metur færni barns í staðinn fyrir að horfa bara á það sem það kann ekki á íslensku 2 kennsluráðgjafar í Miðju máls og læsis Tvítyngdir brúarsmiðir í 3 stöðugildi, innflytjendur með sértæka menntun sem tryggja samtal bæði í kennslustofum sem og milli fjölskyldna og skóla Stoðdeild Birtu fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd Íslenskuver í öllum borgarhlutum Skólaúrræði fyrir nemendur frá Úkraínu Og nú gefum við í frekar en að draga úr. Nýju aðgerðirnar sem samþykktar voru í dag eru: Stuðningsteymi vegna barna á flótta með mikla áfallasögu með 3 stöðugildum úr röðum t.d. sálfræðinga, þroskaþjálfa eða listþerapista. Ráðning spænskumælandi brúarsmiðs en börnum frá Venesúela hefur fjölgað gríðarlega mikið. Kennsluráðgjafar í íslensku sem öðru máli í allar miðstöðvar. Viðbótar stöðugildi inn í 4 íslenskuver. Úthlutun í íslenskukennslu hækkar í 170.000 per barn, til jafns við það sem börn í öðrum sveitarfélögum utan Reykjavíkur fá úr Jöfnunarsjóði. Sundkennsla barna á mið- og unglingastigi sem eru ósynd. Túlkapottur vegna stöðumats og stuðnings við foreldra. Þetta er aðeins yfirlit yfir margvíslegt starf til að sýna hvað borgin er að gera svo að börnin fái nauðsynlegan stuðning, en munum að þetta eru börnin okkar allra. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Börn og uppeldi PISA-könnun Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Börnin á Íslandi eru að mínu mati á ábyrgð okkar allra. Þau eru framtíðin og við þurfum sem foreldrar og samfélag, sveitarfélög og ríkið, að veita þeim sem allra bestan og frjóastan jarðveg til að þroskast svo þau njóti sín til fulls. Þetta á ekki síst við þau fjölmörgu börn af erlendum uppruna sem hér búa, þau þurfa að klífa hærri hindranir en flest íslensk börn og það er mikilvægt að staða þeirra verði bætt, ekki einungis þeirra vegna, heldur þjóðfélagsins alls. Í dag lagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fram tillögu í borgarráði um eflingu menntunar og stuðnings við börn af erlendum uppruna í skóla- og frístundastarfi í borginni. Tillagan var samþykkt og fara 195 m.kr. á árinu 2024 í verkefnið en 341,8 m.kr. árið 2025. Þessar aðgerðir tryggja aukinn stuðning við þennan hóp, viðbót við vegferð sem borgin hefur nú í nokkur ár verið á til að styðja við íslenskukennslu og inngildingu þessara barna. Í sömu viku og innviðaráðherra hefur tilkynnt að frumvarpið sem átti að tryggja endalok á mismunun þessara barna af hálfu ríkisins fái ekki framgang og að dómi sem dæmdi þessa mismunun ólöglega verði áfrýjað, þótt öll sveitarfélög í landinu nema Reykjavík fái 170.000 krónur stuðning fyrir hvert barn af erlendum uppruna eins og fram hefur komið. En borgin ætlar ekki að láta þessi börn gjalda fyrir það frekar en á fyrri árum. Og hópurinn verður sífellt mikilvægari, en börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í leik- og grunnskólum borgarinnar hefur fjölgað um yfir 1000 bara síðan 2020. Og þar ber sérstaklega að nefna hóp barna með flóknar þarfir eins og börn með stöðu flóttafólks og fötluð börn þar sem Reykjavíkurborg rekur sérúrræði. Mikil umræða hefur verið um niðurstöður Pisa og veldur þar einna mestum áhyggjum að jafnvel börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn sem fædd eru og uppalin hér á landi standa veikar en börn með íslenskan bakgrunn. Kallað var eftir auknum stuðningi inn í skóla- og frístundastarf og voru öll sammála að hér væri mest þörf fyrir aðgerðir. Borgin hefur svarað þessu kalli fyrir löngu og nefni ég hér einungis helstu aðgerðir á síðustu árum: 2 verkefnastjórar fjölmenningar með sérþekkingu Velkomin í hverfið þitt, móttökuáætlun sem veitir heildarráðgjöf fyrir fjölskyldur til að taka virkan þátt t.d. í tómstundastarfi Stöðumat fyrir nýkomna nemendur sem metur færni barns í staðinn fyrir að horfa bara á það sem það kann ekki á íslensku 2 kennsluráðgjafar í Miðju máls og læsis Tvítyngdir brúarsmiðir í 3 stöðugildi, innflytjendur með sértæka menntun sem tryggja samtal bæði í kennslustofum sem og milli fjölskyldna og skóla Stoðdeild Birtu fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd Íslenskuver í öllum borgarhlutum Skólaúrræði fyrir nemendur frá Úkraínu Og nú gefum við í frekar en að draga úr. Nýju aðgerðirnar sem samþykktar voru í dag eru: Stuðningsteymi vegna barna á flótta með mikla áfallasögu með 3 stöðugildum úr röðum t.d. sálfræðinga, þroskaþjálfa eða listþerapista. Ráðning spænskumælandi brúarsmiðs en börnum frá Venesúela hefur fjölgað gríðarlega mikið. Kennsluráðgjafar í íslensku sem öðru máli í allar miðstöðvar. Viðbótar stöðugildi inn í 4 íslenskuver. Úthlutun í íslenskukennslu hækkar í 170.000 per barn, til jafns við það sem börn í öðrum sveitarfélögum utan Reykjavíkur fá úr Jöfnunarsjóði. Sundkennsla barna á mið- og unglingastigi sem eru ósynd. Túlkapottur vegna stöðumats og stuðnings við foreldra. Þetta er aðeins yfirlit yfir margvíslegt starf til að sýna hvað borgin er að gera svo að börnin fái nauðsynlegan stuðning, en munum að þetta eru börnin okkar allra. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun