Börnin okkar allra Sabine Leskopf skrifar 11. janúar 2024 22:01 Börnin á Íslandi eru að mínu mati á ábyrgð okkar allra. Þau eru framtíðin og við þurfum sem foreldrar og samfélag, sveitarfélög og ríkið, að veita þeim sem allra bestan og frjóastan jarðveg til að þroskast svo þau njóti sín til fulls. Þetta á ekki síst við þau fjölmörgu börn af erlendum uppruna sem hér búa, þau þurfa að klífa hærri hindranir en flest íslensk börn og það er mikilvægt að staða þeirra verði bætt, ekki einungis þeirra vegna, heldur þjóðfélagsins alls. Í dag lagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fram tillögu í borgarráði um eflingu menntunar og stuðnings við börn af erlendum uppruna í skóla- og frístundastarfi í borginni. Tillagan var samþykkt og fara 195 m.kr. á árinu 2024 í verkefnið en 341,8 m.kr. árið 2025. Þessar aðgerðir tryggja aukinn stuðning við þennan hóp, viðbót við vegferð sem borgin hefur nú í nokkur ár verið á til að styðja við íslenskukennslu og inngildingu þessara barna. Í sömu viku og innviðaráðherra hefur tilkynnt að frumvarpið sem átti að tryggja endalok á mismunun þessara barna af hálfu ríkisins fái ekki framgang og að dómi sem dæmdi þessa mismunun ólöglega verði áfrýjað, þótt öll sveitarfélög í landinu nema Reykjavík fái 170.000 krónur stuðning fyrir hvert barn af erlendum uppruna eins og fram hefur komið. En borgin ætlar ekki að láta þessi börn gjalda fyrir það frekar en á fyrri árum. Og hópurinn verður sífellt mikilvægari, en börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í leik- og grunnskólum borgarinnar hefur fjölgað um yfir 1000 bara síðan 2020. Og þar ber sérstaklega að nefna hóp barna með flóknar þarfir eins og börn með stöðu flóttafólks og fötluð börn þar sem Reykjavíkurborg rekur sérúrræði. Mikil umræða hefur verið um niðurstöður Pisa og veldur þar einna mestum áhyggjum að jafnvel börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn sem fædd eru og uppalin hér á landi standa veikar en börn með íslenskan bakgrunn. Kallað var eftir auknum stuðningi inn í skóla- og frístundastarf og voru öll sammála að hér væri mest þörf fyrir aðgerðir. Borgin hefur svarað þessu kalli fyrir löngu og nefni ég hér einungis helstu aðgerðir á síðustu árum: 2 verkefnastjórar fjölmenningar með sérþekkingu Velkomin í hverfið þitt, móttökuáætlun sem veitir heildarráðgjöf fyrir fjölskyldur til að taka virkan þátt t.d. í tómstundastarfi Stöðumat fyrir nýkomna nemendur sem metur færni barns í staðinn fyrir að horfa bara á það sem það kann ekki á íslensku 2 kennsluráðgjafar í Miðju máls og læsis Tvítyngdir brúarsmiðir í 3 stöðugildi, innflytjendur með sértæka menntun sem tryggja samtal bæði í kennslustofum sem og milli fjölskyldna og skóla Stoðdeild Birtu fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd Íslenskuver í öllum borgarhlutum Skólaúrræði fyrir nemendur frá Úkraínu Og nú gefum við í frekar en að draga úr. Nýju aðgerðirnar sem samþykktar voru í dag eru: Stuðningsteymi vegna barna á flótta með mikla áfallasögu með 3 stöðugildum úr röðum t.d. sálfræðinga, þroskaþjálfa eða listþerapista. Ráðning spænskumælandi brúarsmiðs en börnum frá Venesúela hefur fjölgað gríðarlega mikið. Kennsluráðgjafar í íslensku sem öðru máli í allar miðstöðvar. Viðbótar stöðugildi inn í 4 íslenskuver. Úthlutun í íslenskukennslu hækkar í 170.000 per barn, til jafns við það sem börn í öðrum sveitarfélögum utan Reykjavíkur fá úr Jöfnunarsjóði. Sundkennsla barna á mið- og unglingastigi sem eru ósynd. Túlkapottur vegna stöðumats og stuðnings við foreldra. Þetta er aðeins yfirlit yfir margvíslegt starf til að sýna hvað borgin er að gera svo að börnin fái nauðsynlegan stuðning, en munum að þetta eru börnin okkar allra. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Börn og uppeldi PISA-könnun Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Sjá meira
Börnin á Íslandi eru að mínu mati á ábyrgð okkar allra. Þau eru framtíðin og við þurfum sem foreldrar og samfélag, sveitarfélög og ríkið, að veita þeim sem allra bestan og frjóastan jarðveg til að þroskast svo þau njóti sín til fulls. Þetta á ekki síst við þau fjölmörgu börn af erlendum uppruna sem hér búa, þau þurfa að klífa hærri hindranir en flest íslensk börn og það er mikilvægt að staða þeirra verði bætt, ekki einungis þeirra vegna, heldur þjóðfélagsins alls. Í dag lagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fram tillögu í borgarráði um eflingu menntunar og stuðnings við börn af erlendum uppruna í skóla- og frístundastarfi í borginni. Tillagan var samþykkt og fara 195 m.kr. á árinu 2024 í verkefnið en 341,8 m.kr. árið 2025. Þessar aðgerðir tryggja aukinn stuðning við þennan hóp, viðbót við vegferð sem borgin hefur nú í nokkur ár verið á til að styðja við íslenskukennslu og inngildingu þessara barna. Í sömu viku og innviðaráðherra hefur tilkynnt að frumvarpið sem átti að tryggja endalok á mismunun þessara barna af hálfu ríkisins fái ekki framgang og að dómi sem dæmdi þessa mismunun ólöglega verði áfrýjað, þótt öll sveitarfélög í landinu nema Reykjavík fái 170.000 krónur stuðning fyrir hvert barn af erlendum uppruna eins og fram hefur komið. En borgin ætlar ekki að láta þessi börn gjalda fyrir það frekar en á fyrri árum. Og hópurinn verður sífellt mikilvægari, en börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í leik- og grunnskólum borgarinnar hefur fjölgað um yfir 1000 bara síðan 2020. Og þar ber sérstaklega að nefna hóp barna með flóknar þarfir eins og börn með stöðu flóttafólks og fötluð börn þar sem Reykjavíkurborg rekur sérúrræði. Mikil umræða hefur verið um niðurstöður Pisa og veldur þar einna mestum áhyggjum að jafnvel börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn sem fædd eru og uppalin hér á landi standa veikar en börn með íslenskan bakgrunn. Kallað var eftir auknum stuðningi inn í skóla- og frístundastarf og voru öll sammála að hér væri mest þörf fyrir aðgerðir. Borgin hefur svarað þessu kalli fyrir löngu og nefni ég hér einungis helstu aðgerðir á síðustu árum: 2 verkefnastjórar fjölmenningar með sérþekkingu Velkomin í hverfið þitt, móttökuáætlun sem veitir heildarráðgjöf fyrir fjölskyldur til að taka virkan þátt t.d. í tómstundastarfi Stöðumat fyrir nýkomna nemendur sem metur færni barns í staðinn fyrir að horfa bara á það sem það kann ekki á íslensku 2 kennsluráðgjafar í Miðju máls og læsis Tvítyngdir brúarsmiðir í 3 stöðugildi, innflytjendur með sértæka menntun sem tryggja samtal bæði í kennslustofum sem og milli fjölskyldna og skóla Stoðdeild Birtu fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd Íslenskuver í öllum borgarhlutum Skólaúrræði fyrir nemendur frá Úkraínu Og nú gefum við í frekar en að draga úr. Nýju aðgerðirnar sem samþykktar voru í dag eru: Stuðningsteymi vegna barna á flótta með mikla áfallasögu með 3 stöðugildum úr röðum t.d. sálfræðinga, þroskaþjálfa eða listþerapista. Ráðning spænskumælandi brúarsmiðs en börnum frá Venesúela hefur fjölgað gríðarlega mikið. Kennsluráðgjafar í íslensku sem öðru máli í allar miðstöðvar. Viðbótar stöðugildi inn í 4 íslenskuver. Úthlutun í íslenskukennslu hækkar í 170.000 per barn, til jafns við það sem börn í öðrum sveitarfélögum utan Reykjavíkur fá úr Jöfnunarsjóði. Sundkennsla barna á mið- og unglingastigi sem eru ósynd. Túlkapottur vegna stöðumats og stuðnings við foreldra. Þetta er aðeins yfirlit yfir margvíslegt starf til að sýna hvað borgin er að gera svo að börnin fái nauðsynlegan stuðning, en munum að þetta eru börnin okkar allra. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar