Áfram gakk! Kjarni Kvosarinnar verður heildstætt göngusvæði Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 12. janúar 2024 11:00 Göngugötur hafi notið vinsælda meðal borgarbúa undanfarin ár. Í nýlegri könnun Maskínu kom enn og aftur fram að mikill meirihluti Reykvíkinga eða nærri þrír af hverjum fjórum er hlynntur göngugötum og eykst stuðningurinn verulega milli ára. Að sama skapi hefur þeim fækkað sem eru óánægð en þau eru aðeins 9%. Í öllum hverfum eru langtum fleiri jákvæð en neikvæð gagnvart göngugötum. Könnunin sýnir einnig að þeim fjölgar sem telja að göngusvæðin megi vera stærri. Við hlustum á íbúa og tökum þessu sem hvatningu til þess að fjölga göngusvæðum í borginni. Þess vegna höfum við nú samþykkt að klára að gera kjarna Kvosarinnar, Austurstræti og nærliggjandi umhverfi að heildstæðu göngusvæði. Forhönnun fyrir göngusvæðið var kynnt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni og er það framhald af hönnun Lækjartorgs sem hefur þegar verið kynnt og byggir þetta allt á umferðarskipulagi Kvosarinnar frá 2020. Hollenska arkitektastofan Karres en Brands með alþjóðlegu stofunni Sp(r)int Studio sem er með aðsetur hér í Reykjavík standa að baki þessari flottu hönnun. Göngusvæðið mun skapa samfellu eftir endilöngu Austurstræti frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi og teygja anga sína eftir Pósthússtræti, Kirkjustræti og Veltusundi eftir nánari útfærslu í framhaldinu í samráði við íbúa og atvinnulíf. Kostir göngusvæða eru ótvíræðir. Göngusvæði skapa andrými fyrir iðandi mannlíf og samverustundir vina og fjölskyldna í friði og öryggi frá bílaumferð og mengun. Skipulag borgarinnar er bakteppi upplifana og hegðunar og hefur mjög mótandi áhrif á líf okkar. Fólk hefur eðlilega skiptar skoðanir á þróun borgarinnar og samgöngumálum en ég held að við kunnum öll vel að meta að geta stigið út úr amstri dagsins, rölt um áhyggjulaus jafnvel með lítil kríli hlaupandi um og hafa svigrúm til að setjast niður í skemmtilegu borgarumhverfi til að njóta stundarinnar. Austurstræti er hluti af einum helsta gönguás Reykjavíkur frá Laugavegi, Bankastræti og niður að Ingólfstorgi. Staðurinn er líka sögulegur. Gatan var ein fyrsta gata borgarinnar, austan við aðalgötuna Aðalstræti. Pósthússtræti var eitt sinn hlið inn í Reykjavík þegar komið var í borgina sjóleiðis. Við ætlum að lyfta sögunni og leyfa þessum gatnamótum Pósthússtrætis og Austurstrætis að njóta sín betur en þar standa líka margar glæsilegar byggingar. Svæðið mun bera með sér heildstætt yfirbragð þar sem hið gamla mætir hinu nýja með fallegu og aðlaðandi yfirborði. Við ætlum að hafa þarna fjölnota svæði með lýsingu, gróðri, bekkjum og rými fyrir leik og sem nýtist kaffihúsum og veitingahúsum en við vitum að svona breyting styrkir mjög veitingarekstur. Fólk hefur haft áhyggjur af gróðrinum sem þrífst þarna ekki vel í dag en í dag vantar betri jarðveg. Við ætlum að hlúa vel að gróðrinum og undirbúa beðin vel. Þarna ætlum við að planta fullvöxnum trjám sem þola krefjandi borgarumhverfi en hafa að sama skapi mjög jákvæð áhrif á loftgæði og upplifun og mynda skjól strax frá fyrsta degi, lauftré sem opna fyrir birtu á veturna. Samgönguúrbætur og græn þróun er kunnuglegt stef á Austurstræti og áfram höldum við með þá sögu nú. Austurstræti er ein af fyrstu götum borgarinnar, austur af aðalgötunni Aðalstræti. Á tímabilinu 1912-1920 var hafist handa við að malbika götur í Reykjavík og var Austurstræti fyrsta gatan sem var malbikuð með gufuvaltaranum Bríeti sem nefnd var í höfuð Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem barðist fyrir kaupum hans í bæjarstjórn Reykjavíkur. Áður en þetta gerðist var erfitt að komast leiðar sinnar í rigningu vegna polla og leðju. Austurstræti á sér líka sögu sem fyrsta afmarkaða göngugata landsins og var það allavega í tvígang Sjálfstæðisflokkurinn sem tók af skarið og kom á göngugötu á svæðinu sem sýnir okkur að pólitíkin er aðeins háð tilviljunum hverju sinni. Við ætlum nú að halda undirbúningi áfram, fullhanna og klára skipulag svæðisins og getum vonandi hafið framkvæmdir serm allra fyrst. Við ætlum sömuleiðis að vera í samtali við hagsmunaaðila og íbúa eins og íbúaráð, aðgengis- og samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks og ekki síst atvinnulíf á svæðinu við undirbúning og framkvæmd. Það er lykilatriði til að ná góðum árangri. Græn þróun borgarinnar til að skapa valfrelsi um ferðamáta og skemmtilegra borgarumhverfi nýtur stuðnings fólks úr öllum flokkum og öllum áttum og það er ánægjulegt. Saman erum við sterk og getum með meiri hraða og festu gert samfélagið okkar enn grænna, öflugra, öruggara og betra í þágu okkar sjálfra, barna okkar og barnabarna. Áfram gakk! Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Göngugötur Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Göngugötur hafi notið vinsælda meðal borgarbúa undanfarin ár. Í nýlegri könnun Maskínu kom enn og aftur fram að mikill meirihluti Reykvíkinga eða nærri þrír af hverjum fjórum er hlynntur göngugötum og eykst stuðningurinn verulega milli ára. Að sama skapi hefur þeim fækkað sem eru óánægð en þau eru aðeins 9%. Í öllum hverfum eru langtum fleiri jákvæð en neikvæð gagnvart göngugötum. Könnunin sýnir einnig að þeim fjölgar sem telja að göngusvæðin megi vera stærri. Við hlustum á íbúa og tökum þessu sem hvatningu til þess að fjölga göngusvæðum í borginni. Þess vegna höfum við nú samþykkt að klára að gera kjarna Kvosarinnar, Austurstræti og nærliggjandi umhverfi að heildstæðu göngusvæði. Forhönnun fyrir göngusvæðið var kynnt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni og er það framhald af hönnun Lækjartorgs sem hefur þegar verið kynnt og byggir þetta allt á umferðarskipulagi Kvosarinnar frá 2020. Hollenska arkitektastofan Karres en Brands með alþjóðlegu stofunni Sp(r)int Studio sem er með aðsetur hér í Reykjavík standa að baki þessari flottu hönnun. Göngusvæðið mun skapa samfellu eftir endilöngu Austurstræti frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi og teygja anga sína eftir Pósthússtræti, Kirkjustræti og Veltusundi eftir nánari útfærslu í framhaldinu í samráði við íbúa og atvinnulíf. Kostir göngusvæða eru ótvíræðir. Göngusvæði skapa andrými fyrir iðandi mannlíf og samverustundir vina og fjölskyldna í friði og öryggi frá bílaumferð og mengun. Skipulag borgarinnar er bakteppi upplifana og hegðunar og hefur mjög mótandi áhrif á líf okkar. Fólk hefur eðlilega skiptar skoðanir á þróun borgarinnar og samgöngumálum en ég held að við kunnum öll vel að meta að geta stigið út úr amstri dagsins, rölt um áhyggjulaus jafnvel með lítil kríli hlaupandi um og hafa svigrúm til að setjast niður í skemmtilegu borgarumhverfi til að njóta stundarinnar. Austurstræti er hluti af einum helsta gönguás Reykjavíkur frá Laugavegi, Bankastræti og niður að Ingólfstorgi. Staðurinn er líka sögulegur. Gatan var ein fyrsta gata borgarinnar, austan við aðalgötuna Aðalstræti. Pósthússtræti var eitt sinn hlið inn í Reykjavík þegar komið var í borgina sjóleiðis. Við ætlum að lyfta sögunni og leyfa þessum gatnamótum Pósthússtrætis og Austurstrætis að njóta sín betur en þar standa líka margar glæsilegar byggingar. Svæðið mun bera með sér heildstætt yfirbragð þar sem hið gamla mætir hinu nýja með fallegu og aðlaðandi yfirborði. Við ætlum að hafa þarna fjölnota svæði með lýsingu, gróðri, bekkjum og rými fyrir leik og sem nýtist kaffihúsum og veitingahúsum en við vitum að svona breyting styrkir mjög veitingarekstur. Fólk hefur haft áhyggjur af gróðrinum sem þrífst þarna ekki vel í dag en í dag vantar betri jarðveg. Við ætlum að hlúa vel að gróðrinum og undirbúa beðin vel. Þarna ætlum við að planta fullvöxnum trjám sem þola krefjandi borgarumhverfi en hafa að sama skapi mjög jákvæð áhrif á loftgæði og upplifun og mynda skjól strax frá fyrsta degi, lauftré sem opna fyrir birtu á veturna. Samgönguúrbætur og græn þróun er kunnuglegt stef á Austurstræti og áfram höldum við með þá sögu nú. Austurstræti er ein af fyrstu götum borgarinnar, austur af aðalgötunni Aðalstræti. Á tímabilinu 1912-1920 var hafist handa við að malbika götur í Reykjavík og var Austurstræti fyrsta gatan sem var malbikuð með gufuvaltaranum Bríeti sem nefnd var í höfuð Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem barðist fyrir kaupum hans í bæjarstjórn Reykjavíkur. Áður en þetta gerðist var erfitt að komast leiðar sinnar í rigningu vegna polla og leðju. Austurstræti á sér líka sögu sem fyrsta afmarkaða göngugata landsins og var það allavega í tvígang Sjálfstæðisflokkurinn sem tók af skarið og kom á göngugötu á svæðinu sem sýnir okkur að pólitíkin er aðeins háð tilviljunum hverju sinni. Við ætlum nú að halda undirbúningi áfram, fullhanna og klára skipulag svæðisins og getum vonandi hafið framkvæmdir serm allra fyrst. Við ætlum sömuleiðis að vera í samtali við hagsmunaaðila og íbúa eins og íbúaráð, aðgengis- og samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks og ekki síst atvinnulíf á svæðinu við undirbúning og framkvæmd. Það er lykilatriði til að ná góðum árangri. Græn þróun borgarinnar til að skapa valfrelsi um ferðamáta og skemmtilegra borgarumhverfi nýtur stuðnings fólks úr öllum flokkum og öllum áttum og það er ánægjulegt. Saman erum við sterk og getum með meiri hraða og festu gert samfélagið okkar enn grænna, öflugra, öruggara og betra í þágu okkar sjálfra, barna okkar og barnabarna. Áfram gakk! Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun