Börnum lofað Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 12. janúar 2024 13:30 Fátt er dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðinn til skírnar. Skírnin er sú athöfn sem á sér lengsta sögu í kristnum átrúnaði og jafnframt sú athöfn sem markar sérkenni safnaða. Í okkar kirkjudeild er það venja að skíra ungabörn en margar kirkjur líta svo á að skírn feli í trúarlega skuldbindingu, játningu, og þá benda þau réttilega á að það beri frekar að skíra fulltíða fólk. Skírnin bindur ekki hendur barna í trúarlegum efnum, hún er hátíð, fyrirbæn og blessun barninu til handa. Skírnin byggir í þeim skilningi á félagslegum, samfélagslegum og trúarlegum grunni. Félagslegi þátturinn birtist skýrast á skírnardeginum. Ástvinir barnsins eru kölluð saman til að fagna því að nýr fjölskyldumeðlimur hefur bæst í ástvinanetið. Markmiðið er að fagna hinu nýja lífi og segja við barnið í orði og verki, „við elskum þig og stöndum með þér í lífinu“. Ástvinir barnsins eru með nærveru sinni að lofa barninu og foreldrum þess að reynast það bakland sem til þarf, til að barnið megi vaxa og dafna í lífinu. Þrá sem allir foreldrar, afar og ömmur, og ástvinir bera í brjósti fyrir börnin sín. Barnið lofar engu, það þiggur einfaldlega þá ást og þann stuðning sem borinn er fram. Samfélagslegi þátturinn er á ábyrgð okkar allra, trúaðra sem utan trúfélaga. Þegar prestur þjónustar fjölskyldu sem fulltrúi kirkjunnar og íslensks samfélags gerir hann/hún/hán það í meðvitund um þann sáttmála sem samfélag okkar byggir á. Okkur ber að standa vörð um börn. Sá sáttmáli er bundinn í landslög og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en er jafnframt grundvallaður á trúararfleifð sem lítur börn augum Jesú Krists. Jesús sagði umgengni okkar við börn vera mælikvarða á heilbrigði samfélagsins, þar sem er rými fyrir börn er óhætt að vera manneskja. Foreldrar leggja sig alltaf fram við að sinna börnum sínum, en í aðstæðum þar sem veikindi eða fátækt ógna velferð fjölskyldna er velferð barna ógnað. Veikindi geta verið af ýmsum toga og börn, sem búa við aðstæður þar sem fíknisjúkdómar eða líkamleg og andleg veikindi valda skaða, þurfa inngrip og stuðning. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að heilbrigðisþjónusta sé ekki forréttindi útvalinna og að fjölskyldur sem glíma við veikindi fái viðunandi stuðning við að sinna börnum heimilisins. Fátækt barna fer vaxandi á Íslandi og í samfélagi okkar búa samkvæmt úttekt Evrópuráðs Barnaheillar um 10.000 börn við fjárhagsaðstæður sem ógna velferð þeirra. Sá skaði sem fátækt veldur börnum er vel þekktur í rannsóknum og varðar ekki einungis næringu þeirra og húsakost, heldur einnig árangur í námi og möguleika til þátttöku í íþróttum og frístundastarfi. Barn sem elst upp við fátækt hefur skerta möguleika til farsældar í lífinu og ólíkt fullorðnum geta börn ekki beðið eftir að aðstæður þeirra batni á mótunarárum. Á þetta hafa kirkjur og hjálparsamtök ítrekað bent en ábyrðin liggur hjá okkur öllum. Hinn trúarlegi þáttur byggir á þeirri heimsmynd að manneskjan sé heilög og að lífið sé gjöf. Skírnarkjóllinn er hvítur til að minna á mannhelgi og vatnið er tákn lífsins, enda er ekkert líf án vatns. Við fæðingu barns birtist hversu brothætt lífið er og því kallast á gleði og ótti á þeirri ögurstundu frá hríðum til hraustlegs barnsgráts. Foreldrarnir eru eins og segir í sálmi nýútkominnar sálmabókar, „full af gleði yfir lífsins undri“ og „full af kvíða fyrir huldri framtíð“. Skírnin er því í senn þakkarbæn fyrir lífið, hátíð til að fagna nýjum fjölskyldumeðlimi, loforð sem ástvinir og samfélagið strengja barninu til handa og fyrirbæn um að góður Guð sé með í för á ævigöngunni. Þess vegna er fátt dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðið til skírnar. Safnaðarmeðlimir Fríkirkjunnar í Reykjavík greiða ekki fyrir prestþjónustu við skírnir. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Fátt er dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðinn til skírnar. Skírnin er sú athöfn sem á sér lengsta sögu í kristnum átrúnaði og jafnframt sú athöfn sem markar sérkenni safnaða. Í okkar kirkjudeild er það venja að skíra ungabörn en margar kirkjur líta svo á að skírn feli í trúarlega skuldbindingu, játningu, og þá benda þau réttilega á að það beri frekar að skíra fulltíða fólk. Skírnin bindur ekki hendur barna í trúarlegum efnum, hún er hátíð, fyrirbæn og blessun barninu til handa. Skírnin byggir í þeim skilningi á félagslegum, samfélagslegum og trúarlegum grunni. Félagslegi þátturinn birtist skýrast á skírnardeginum. Ástvinir barnsins eru kölluð saman til að fagna því að nýr fjölskyldumeðlimur hefur bæst í ástvinanetið. Markmiðið er að fagna hinu nýja lífi og segja við barnið í orði og verki, „við elskum þig og stöndum með þér í lífinu“. Ástvinir barnsins eru með nærveru sinni að lofa barninu og foreldrum þess að reynast það bakland sem til þarf, til að barnið megi vaxa og dafna í lífinu. Þrá sem allir foreldrar, afar og ömmur, og ástvinir bera í brjósti fyrir börnin sín. Barnið lofar engu, það þiggur einfaldlega þá ást og þann stuðning sem borinn er fram. Samfélagslegi þátturinn er á ábyrgð okkar allra, trúaðra sem utan trúfélaga. Þegar prestur þjónustar fjölskyldu sem fulltrúi kirkjunnar og íslensks samfélags gerir hann/hún/hán það í meðvitund um þann sáttmála sem samfélag okkar byggir á. Okkur ber að standa vörð um börn. Sá sáttmáli er bundinn í landslög og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en er jafnframt grundvallaður á trúararfleifð sem lítur börn augum Jesú Krists. Jesús sagði umgengni okkar við börn vera mælikvarða á heilbrigði samfélagsins, þar sem er rými fyrir börn er óhætt að vera manneskja. Foreldrar leggja sig alltaf fram við að sinna börnum sínum, en í aðstæðum þar sem veikindi eða fátækt ógna velferð fjölskyldna er velferð barna ógnað. Veikindi geta verið af ýmsum toga og börn, sem búa við aðstæður þar sem fíknisjúkdómar eða líkamleg og andleg veikindi valda skaða, þurfa inngrip og stuðning. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að heilbrigðisþjónusta sé ekki forréttindi útvalinna og að fjölskyldur sem glíma við veikindi fái viðunandi stuðning við að sinna börnum heimilisins. Fátækt barna fer vaxandi á Íslandi og í samfélagi okkar búa samkvæmt úttekt Evrópuráðs Barnaheillar um 10.000 börn við fjárhagsaðstæður sem ógna velferð þeirra. Sá skaði sem fátækt veldur börnum er vel þekktur í rannsóknum og varðar ekki einungis næringu þeirra og húsakost, heldur einnig árangur í námi og möguleika til þátttöku í íþróttum og frístundastarfi. Barn sem elst upp við fátækt hefur skerta möguleika til farsældar í lífinu og ólíkt fullorðnum geta börn ekki beðið eftir að aðstæður þeirra batni á mótunarárum. Á þetta hafa kirkjur og hjálparsamtök ítrekað bent en ábyrðin liggur hjá okkur öllum. Hinn trúarlegi þáttur byggir á þeirri heimsmynd að manneskjan sé heilög og að lífið sé gjöf. Skírnarkjóllinn er hvítur til að minna á mannhelgi og vatnið er tákn lífsins, enda er ekkert líf án vatns. Við fæðingu barns birtist hversu brothætt lífið er og því kallast á gleði og ótti á þeirri ögurstundu frá hríðum til hraustlegs barnsgráts. Foreldrarnir eru eins og segir í sálmi nýútkominnar sálmabókar, „full af gleði yfir lífsins undri“ og „full af kvíða fyrir huldri framtíð“. Skírnin er því í senn þakkarbæn fyrir lífið, hátíð til að fagna nýjum fjölskyldumeðlimi, loforð sem ástvinir og samfélagið strengja barninu til handa og fyrirbæn um að góður Guð sé með í för á ævigöngunni. Þess vegna er fátt dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðið til skírnar. Safnaðarmeðlimir Fríkirkjunnar í Reykjavík greiða ekki fyrir prestþjónustu við skírnir. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar