Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. janúar 2024 14:45 Helga Vala Helgadóttir er einn lögmanna Eddu Bjarkar en hún vinnur nú að því að reyna að koma hreyfingu á málið. Mikilvægast sé að koma Eddu heim. Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. Edda hlaut í gær tuttugu mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa flutt syni sína þrjá frá Noregi með einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði verið dæmd forsjá fyrir norskum dómstólum. Helga Vala Helgadóttir, einn lögmanna Eddu, vinnur nú að því að fá ríkissaksóknara til að koma Eddu heim til Íslands. „Það hefur komið í ljós og er staðfest í hinum norska dómi í gær að þær aðgerðir sem farið var í hér og eru enn viðvarandi voru ekki byggðar á traustum grunni. Það er að segja farbann, gæsluvarðhald, sem hún hefur mátt sæta frá því í nóvember. Hún er enn í Noregi og svo framsalið að það reyndist rangt að henni hafi nokkurn tímann verið birt ákæra eða fyrirkall, svokallað, um að hún þyrfti að mæta fyrir dóm í Noregi.“ Norski saksóknarinn viðurkennir að ekki hafi tekist að birta Eddu Björk stefnu í sumar því heimilisfang hennar á Íslandi hafi verið rangt slegið inn. Norska lögreglan hafi í ofanálag ekki óskað eftir aðstoð frá íslenskum yfirvöldum varðandi birtingu stefnunnar, hvorki með stafrænum leiðum né með fyrirspurnum til verjanda Eddu. Edda fékk afslátt af refsingu sinni vegna þessa klúðurs. „Í rauninni var það eina skilyrði sett af hálfu íslenskra stjórnvalda að hún myndi afplána á Íslandi það er að segja þegar samþykkt var framsal á þessum íslenska ríkisborgara til Noregs - sem er líka í rauninni nánast fordæmalaust að sé gert í þessum tilvikum - þannig að nú skulu íslensk stjórnvöld standa í lappirnar gagnvart þeim norsku að fara þó eftir eigin skilyrðum sem þau settu fyrir framsalinu. Hún á auðvitað hér börn sem hún þarf að annast, ólögráða dætur, hún á sambýlismann, hún á rétt á því að íslensk stjórnvöld standi nú einu sinni með henni eftir þessar hörmungar sem hafa dunið á henni.“ Aðstæðurnar í fangelsinu séu afar slæmar. „Hún er búin að vera þarna í rammgirtu norsku fangelsi með ofboðslega takmarkaðar heimildir til að vera í samskiptum og annað og það er auðvitað alvarlegt mál. Hver dagur í slíkri frelsissviptingu, hvort sem er hana eða aðra er mjög íþyngjandi.“ Mál Eddu Bjarkar Noregur Tengdar fréttir Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40 Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Edda hlaut í gær tuttugu mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa flutt syni sína þrjá frá Noregi með einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði verið dæmd forsjá fyrir norskum dómstólum. Helga Vala Helgadóttir, einn lögmanna Eddu, vinnur nú að því að fá ríkissaksóknara til að koma Eddu heim til Íslands. „Það hefur komið í ljós og er staðfest í hinum norska dómi í gær að þær aðgerðir sem farið var í hér og eru enn viðvarandi voru ekki byggðar á traustum grunni. Það er að segja farbann, gæsluvarðhald, sem hún hefur mátt sæta frá því í nóvember. Hún er enn í Noregi og svo framsalið að það reyndist rangt að henni hafi nokkurn tímann verið birt ákæra eða fyrirkall, svokallað, um að hún þyrfti að mæta fyrir dóm í Noregi.“ Norski saksóknarinn viðurkennir að ekki hafi tekist að birta Eddu Björk stefnu í sumar því heimilisfang hennar á Íslandi hafi verið rangt slegið inn. Norska lögreglan hafi í ofanálag ekki óskað eftir aðstoð frá íslenskum yfirvöldum varðandi birtingu stefnunnar, hvorki með stafrænum leiðum né með fyrirspurnum til verjanda Eddu. Edda fékk afslátt af refsingu sinni vegna þessa klúðurs. „Í rauninni var það eina skilyrði sett af hálfu íslenskra stjórnvalda að hún myndi afplána á Íslandi það er að segja þegar samþykkt var framsal á þessum íslenska ríkisborgara til Noregs - sem er líka í rauninni nánast fordæmalaust að sé gert í þessum tilvikum - þannig að nú skulu íslensk stjórnvöld standa í lappirnar gagnvart þeim norsku að fara þó eftir eigin skilyrðum sem þau settu fyrir framsalinu. Hún á auðvitað hér börn sem hún þarf að annast, ólögráða dætur, hún á sambýlismann, hún á rétt á því að íslensk stjórnvöld standi nú einu sinni með henni eftir þessar hörmungar sem hafa dunið á henni.“ Aðstæðurnar í fangelsinu séu afar slæmar. „Hún er búin að vera þarna í rammgirtu norsku fangelsi með ofboðslega takmarkaðar heimildir til að vera í samskiptum og annað og það er auðvitað alvarlegt mál. Hver dagur í slíkri frelsissviptingu, hvort sem er hana eða aðra er mjög íþyngjandi.“
Mál Eddu Bjarkar Noregur Tengdar fréttir Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40 Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30
Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40