Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. janúar 2024 14:45 Helga Vala Helgadóttir er einn lögmanna Eddu Bjarkar en hún vinnur nú að því að reyna að koma hreyfingu á málið. Mikilvægast sé að koma Eddu heim. Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. Edda hlaut í gær tuttugu mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa flutt syni sína þrjá frá Noregi með einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði verið dæmd forsjá fyrir norskum dómstólum. Helga Vala Helgadóttir, einn lögmanna Eddu, vinnur nú að því að fá ríkissaksóknara til að koma Eddu heim til Íslands. „Það hefur komið í ljós og er staðfest í hinum norska dómi í gær að þær aðgerðir sem farið var í hér og eru enn viðvarandi voru ekki byggðar á traustum grunni. Það er að segja farbann, gæsluvarðhald, sem hún hefur mátt sæta frá því í nóvember. Hún er enn í Noregi og svo framsalið að það reyndist rangt að henni hafi nokkurn tímann verið birt ákæra eða fyrirkall, svokallað, um að hún þyrfti að mæta fyrir dóm í Noregi.“ Norski saksóknarinn viðurkennir að ekki hafi tekist að birta Eddu Björk stefnu í sumar því heimilisfang hennar á Íslandi hafi verið rangt slegið inn. Norska lögreglan hafi í ofanálag ekki óskað eftir aðstoð frá íslenskum yfirvöldum varðandi birtingu stefnunnar, hvorki með stafrænum leiðum né með fyrirspurnum til verjanda Eddu. Edda fékk afslátt af refsingu sinni vegna þessa klúðurs. „Í rauninni var það eina skilyrði sett af hálfu íslenskra stjórnvalda að hún myndi afplána á Íslandi það er að segja þegar samþykkt var framsal á þessum íslenska ríkisborgara til Noregs - sem er líka í rauninni nánast fordæmalaust að sé gert í þessum tilvikum - þannig að nú skulu íslensk stjórnvöld standa í lappirnar gagnvart þeim norsku að fara þó eftir eigin skilyrðum sem þau settu fyrir framsalinu. Hún á auðvitað hér börn sem hún þarf að annast, ólögráða dætur, hún á sambýlismann, hún á rétt á því að íslensk stjórnvöld standi nú einu sinni með henni eftir þessar hörmungar sem hafa dunið á henni.“ Aðstæðurnar í fangelsinu séu afar slæmar. „Hún er búin að vera þarna í rammgirtu norsku fangelsi með ofboðslega takmarkaðar heimildir til að vera í samskiptum og annað og það er auðvitað alvarlegt mál. Hver dagur í slíkri frelsissviptingu, hvort sem er hana eða aðra er mjög íþyngjandi.“ Mál Eddu Bjarkar Noregur Tengdar fréttir Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Edda hlaut í gær tuttugu mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa flutt syni sína þrjá frá Noregi með einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði verið dæmd forsjá fyrir norskum dómstólum. Helga Vala Helgadóttir, einn lögmanna Eddu, vinnur nú að því að fá ríkissaksóknara til að koma Eddu heim til Íslands. „Það hefur komið í ljós og er staðfest í hinum norska dómi í gær að þær aðgerðir sem farið var í hér og eru enn viðvarandi voru ekki byggðar á traustum grunni. Það er að segja farbann, gæsluvarðhald, sem hún hefur mátt sæta frá því í nóvember. Hún er enn í Noregi og svo framsalið að það reyndist rangt að henni hafi nokkurn tímann verið birt ákæra eða fyrirkall, svokallað, um að hún þyrfti að mæta fyrir dóm í Noregi.“ Norski saksóknarinn viðurkennir að ekki hafi tekist að birta Eddu Björk stefnu í sumar því heimilisfang hennar á Íslandi hafi verið rangt slegið inn. Norska lögreglan hafi í ofanálag ekki óskað eftir aðstoð frá íslenskum yfirvöldum varðandi birtingu stefnunnar, hvorki með stafrænum leiðum né með fyrirspurnum til verjanda Eddu. Edda fékk afslátt af refsingu sinni vegna þessa klúðurs. „Í rauninni var það eina skilyrði sett af hálfu íslenskra stjórnvalda að hún myndi afplána á Íslandi það er að segja þegar samþykkt var framsal á þessum íslenska ríkisborgara til Noregs - sem er líka í rauninni nánast fordæmalaust að sé gert í þessum tilvikum - þannig að nú skulu íslensk stjórnvöld standa í lappirnar gagnvart þeim norsku að fara þó eftir eigin skilyrðum sem þau settu fyrir framsalinu. Hún á auðvitað hér börn sem hún þarf að annast, ólögráða dætur, hún á sambýlismann, hún á rétt á því að íslensk stjórnvöld standi nú einu sinni með henni eftir þessar hörmungar sem hafa dunið á henni.“ Aðstæðurnar í fangelsinu séu afar slæmar. „Hún er búin að vera þarna í rammgirtu norsku fangelsi með ofboðslega takmarkaðar heimildir til að vera í samskiptum og annað og það er auðvitað alvarlegt mál. Hver dagur í slíkri frelsissviptingu, hvort sem er hana eða aðra er mjög íþyngjandi.“
Mál Eddu Bjarkar Noregur Tengdar fréttir Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30
Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40