Fjölskyldufaðir á Akureyri talinn meðlimur Íslamska ríkisins Árni Sæberg skrifar 12. janúar 2024 16:13 Maðurinn var búsettur á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni. Vísir/Tryggvi Páll Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Einn þeirra hefur verið fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Sá er talinn vera meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þar segir að í framhaldi af handtökunum hafi verið framkvæmd húsleit í tveimur húsum og lögreglan lagt hald á farsíma og peninga. Tveimur mannanna hafi svo verið sleppt úr haldi. Aðgerðir lögreglu hafi staðið yfir síðan í nóvember í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld, þar á meðal Europol, vegna upplýsinga um að fjölskyldufaðirinn sé meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. Að sögn Helenu Rósar Sturludóttur, upplýsingafulltrúa Ríkislögreglustjóra, er um fyrsta staðfesta tilvik þess að maður búsettur á Íslandi tengist líka ISIS. Árið 2016 var þó greint frá því að Íslending væri að finna í skjölum sem innihéldu upplýsingar um ISIS-liða. Þá sagði Ríkislögreglustjóri að embættið byggi ekki yfir neinum upplýsingum um að Íslendingur tengdist samtökunum. Mikilvægt hafi þótt að tryggja öryggi og velferð fjölskyldunnar í aðgerðinni í morgun og því hafi starfsmenn félagsþjónustu, barnaverndar og heilbrigðismenntað starfsfólk ásamt fjölda lögreglumanna verið á vettvangi. Flugvél með fjölskylduna innanborðs hafi lent í Grikklandi síðdegis en fjölskyldan hafi komið hingað til lands í september og sótt um alþjóðlega vernd hér á landi en verið synjað á þeim forsendum að þau eru með alþjóðlega vernd í Grikklandi. Aðgerð lögreglu hafi tekist vel og sé nú lokið en rannsókn málsins enn á viðkvæmu stigi og því ekki hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu. Samtökin ISIS brutust fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar þau náðu völdum á landsvæði sem tilheyrir Sýrlandi og Írak. Samtökin lýstu yfir stofnun Kalífadæmis á svæðinu sem kallaðist einfaldlega Íslamska ríkið. Síðan þá hefur máttur samtakanna dalað mikið og foryngjar þeirra verið drepnir í röðum. Samtökin eru þó enn virk og lýstu til að mynda yfir ábyrgð á hryðjuverkunum sem framin voru í Bagdad á dögunum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Akureyri Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þar segir að í framhaldi af handtökunum hafi verið framkvæmd húsleit í tveimur húsum og lögreglan lagt hald á farsíma og peninga. Tveimur mannanna hafi svo verið sleppt úr haldi. Aðgerðir lögreglu hafi staðið yfir síðan í nóvember í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld, þar á meðal Europol, vegna upplýsinga um að fjölskyldufaðirinn sé meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. Að sögn Helenu Rósar Sturludóttur, upplýsingafulltrúa Ríkislögreglustjóra, er um fyrsta staðfesta tilvik þess að maður búsettur á Íslandi tengist líka ISIS. Árið 2016 var þó greint frá því að Íslending væri að finna í skjölum sem innihéldu upplýsingar um ISIS-liða. Þá sagði Ríkislögreglustjóri að embættið byggi ekki yfir neinum upplýsingum um að Íslendingur tengdist samtökunum. Mikilvægt hafi þótt að tryggja öryggi og velferð fjölskyldunnar í aðgerðinni í morgun og því hafi starfsmenn félagsþjónustu, barnaverndar og heilbrigðismenntað starfsfólk ásamt fjölda lögreglumanna verið á vettvangi. Flugvél með fjölskylduna innanborðs hafi lent í Grikklandi síðdegis en fjölskyldan hafi komið hingað til lands í september og sótt um alþjóðlega vernd hér á landi en verið synjað á þeim forsendum að þau eru með alþjóðlega vernd í Grikklandi. Aðgerð lögreglu hafi tekist vel og sé nú lokið en rannsókn málsins enn á viðkvæmu stigi og því ekki hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu. Samtökin ISIS brutust fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar þau náðu völdum á landsvæði sem tilheyrir Sýrlandi og Írak. Samtökin lýstu yfir stofnun Kalífadæmis á svæðinu sem kallaðist einfaldlega Íslamska ríkið. Síðan þá hefur máttur samtakanna dalað mikið og foryngjar þeirra verið drepnir í röðum. Samtökin eru þó enn virk og lýstu til að mynda yfir ábyrgð á hryðjuverkunum sem framin voru í Bagdad á dögunum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?