Fjölskyldufaðir á Akureyri talinn meðlimur Íslamska ríkisins Árni Sæberg skrifar 12. janúar 2024 16:13 Maðurinn var búsettur á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni. Vísir/Tryggvi Páll Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Einn þeirra hefur verið fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Sá er talinn vera meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þar segir að í framhaldi af handtökunum hafi verið framkvæmd húsleit í tveimur húsum og lögreglan lagt hald á farsíma og peninga. Tveimur mannanna hafi svo verið sleppt úr haldi. Aðgerðir lögreglu hafi staðið yfir síðan í nóvember í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld, þar á meðal Europol, vegna upplýsinga um að fjölskyldufaðirinn sé meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. Að sögn Helenu Rósar Sturludóttur, upplýsingafulltrúa Ríkislögreglustjóra, er um fyrsta staðfesta tilvik þess að maður búsettur á Íslandi tengist líka ISIS. Árið 2016 var þó greint frá því að Íslending væri að finna í skjölum sem innihéldu upplýsingar um ISIS-liða. Þá sagði Ríkislögreglustjóri að embættið byggi ekki yfir neinum upplýsingum um að Íslendingur tengdist samtökunum. Mikilvægt hafi þótt að tryggja öryggi og velferð fjölskyldunnar í aðgerðinni í morgun og því hafi starfsmenn félagsþjónustu, barnaverndar og heilbrigðismenntað starfsfólk ásamt fjölda lögreglumanna verið á vettvangi. Flugvél með fjölskylduna innanborðs hafi lent í Grikklandi síðdegis en fjölskyldan hafi komið hingað til lands í september og sótt um alþjóðlega vernd hér á landi en verið synjað á þeim forsendum að þau eru með alþjóðlega vernd í Grikklandi. Aðgerð lögreglu hafi tekist vel og sé nú lokið en rannsókn málsins enn á viðkvæmu stigi og því ekki hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu. Samtökin ISIS brutust fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar þau náðu völdum á landsvæði sem tilheyrir Sýrlandi og Írak. Samtökin lýstu yfir stofnun Kalífadæmis á svæðinu sem kallaðist einfaldlega Íslamska ríkið. Síðan þá hefur máttur samtakanna dalað mikið og foryngjar þeirra verið drepnir í röðum. Samtökin eru þó enn virk og lýstu til að mynda yfir ábyrgð á hryðjuverkunum sem framin voru í Bagdad á dögunum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Akureyri Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þar segir að í framhaldi af handtökunum hafi verið framkvæmd húsleit í tveimur húsum og lögreglan lagt hald á farsíma og peninga. Tveimur mannanna hafi svo verið sleppt úr haldi. Aðgerðir lögreglu hafi staðið yfir síðan í nóvember í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld, þar á meðal Europol, vegna upplýsinga um að fjölskyldufaðirinn sé meðlimur Íslamska ríkisins, ISIS. Að sögn Helenu Rósar Sturludóttur, upplýsingafulltrúa Ríkislögreglustjóra, er um fyrsta staðfesta tilvik þess að maður búsettur á Íslandi tengist líka ISIS. Árið 2016 var þó greint frá því að Íslending væri að finna í skjölum sem innihéldu upplýsingar um ISIS-liða. Þá sagði Ríkislögreglustjóri að embættið byggi ekki yfir neinum upplýsingum um að Íslendingur tengdist samtökunum. Mikilvægt hafi þótt að tryggja öryggi og velferð fjölskyldunnar í aðgerðinni í morgun og því hafi starfsmenn félagsþjónustu, barnaverndar og heilbrigðismenntað starfsfólk ásamt fjölda lögreglumanna verið á vettvangi. Flugvél með fjölskylduna innanborðs hafi lent í Grikklandi síðdegis en fjölskyldan hafi komið hingað til lands í september og sótt um alþjóðlega vernd hér á landi en verið synjað á þeim forsendum að þau eru með alþjóðlega vernd í Grikklandi. Aðgerð lögreglu hafi tekist vel og sé nú lokið en rannsókn málsins enn á viðkvæmu stigi og því ekki hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu. Samtökin ISIS brutust fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar þau náðu völdum á landsvæði sem tilheyrir Sýrlandi og Írak. Samtökin lýstu yfir stofnun Kalífadæmis á svæðinu sem kallaðist einfaldlega Íslamska ríkið. Síðan þá hefur máttur samtakanna dalað mikið og foryngjar þeirra verið drepnir í röðum. Samtökin eru þó enn virk og lýstu til að mynda yfir ábyrgð á hryðjuverkunum sem framin voru í Bagdad á dögunum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels