Utanríkisstefnan sem hvarf Daníel Þröstur Pálsson skrifar 12. janúar 2024 20:31 Í okkar stuttu sögu sem sjálfstætt land höfum við haft farsælan feril í utanríkismálum. Við erum eitt af stofnríkjum Atlantshafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðana. Höfum við líka komið á óvart og haft miklu meiri áhrif á Evrópu og í heiminum, mun meiri áhrif en stærð og mannfjöldi myndi gefa til kynna. Það þarf ekki að fara lengra en til Þorskastríðsins þar sem við, þjóð sem hafði þá færri en 300,000 íbúa náði að sigra fyrrum heimsveldi, ekki einu sinni, heldur þrisvar, allt án þess að hafa beitt hernaðarlegu valdi. En hið magnaða er að í gegnum allt þetta höfum við ávallt staðið með mannréttindum og reynt að stuðla að þeim, gott dæmi um það er þegar við vorum fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði allra eystrasaltslandana, Georgíu, Armeníu og Aserbaísjan eftir fall Sovétríkjanna. Því miður er eins og eftir aldamótin og sérstaklega eftir bankahrunið hafi ríkisstjórnir okkar, annaðhvort hunsað utanríkisstefnu Íslands þrátt fyrir mikilvægi hennar eða talað og talað án þess að fylgja því eftir. Var ég því ánægður að sjá athyglina sem utanríkisstefna okkar fékk í kjölfar atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu Þjóðunum nýverið, þó vissulega var tilefnið sorglegt. Sorgleg dæmi um aðgerðarleysi Gott dæmi um aðgerðaleysi okkar í utanríkismálum er stefna okkar gagnvart stjórnvöldum meginlands Kína. Þar hafa yfirvöld framið fjölda ódæðisverka og sum þeirra má kalla hreinlega þjóðarmorð. Má nefna sem dæmi fangabúðir þar sem um ein milljón Úigara eru vistuð án dóms og laga, og bann stjórnvalda á trúarbrögðum og menningar háttum ýmissa þjóðarbrota eins og til dæmis með Tíbeta. Á meðan þetta hefur staðið yfir hefur lítið sem ekkert heyrst frá Íslenskum yfirvöldum. Íslensk stjórnvöld hafa ekki fordæmt aðgerðir stjórnvalda meginlands Kína í garð Úígúr fólksins, jafnvel þrátt fyrir að nágrannar okkar í Litháen, Bretlandi og Hollandi hafi gert það, og við höldum áfram okkar samskiptum eins og ekkert hafi í skorist. Það sýnist líka eins og við höfum fallið frá okkar hefð um að vera frumkvöðlar í að viðurkenna sjálfstæði þjóða, en við höfum ennþá ekki viðurkennt sjálfstæði Taiwan þrátt fyrir að landið sé lýðræðisríki og er eitt af fremstu ríkjum, í það minnsta í Asíu, í að virða mannréttindi. En það má nefna að árið 2019 var Taiwan fyrsta landið í Asíu til að lögleiða giftingu samkynhneigðra. Horft til framtíðar Ég tel að við getum aftur orðið í fararbroddi þjóða sem stuðla að og berjast fyrir lýðræði, mannréttindum og að frelsi sé virt. Þó að umræðan kringum utanríkismál hafi ekki farið hátt eftir atkvæðagreiðsluna í Sameinuðuþjóðunum, sannaði hún að fólk hefur ennþá áhuga á utanríkismálum. Sem vonandi setur þrýsting á stjórnvöld að breyta sinni stefnu og taka aftur virkan þátt í alþjóðamálum eins og við gerðum áður. Höfundur er framhaldsskólanemandi og er í stjórn Ungra Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Í okkar stuttu sögu sem sjálfstætt land höfum við haft farsælan feril í utanríkismálum. Við erum eitt af stofnríkjum Atlantshafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðana. Höfum við líka komið á óvart og haft miklu meiri áhrif á Evrópu og í heiminum, mun meiri áhrif en stærð og mannfjöldi myndi gefa til kynna. Það þarf ekki að fara lengra en til Þorskastríðsins þar sem við, þjóð sem hafði þá færri en 300,000 íbúa náði að sigra fyrrum heimsveldi, ekki einu sinni, heldur þrisvar, allt án þess að hafa beitt hernaðarlegu valdi. En hið magnaða er að í gegnum allt þetta höfum við ávallt staðið með mannréttindum og reynt að stuðla að þeim, gott dæmi um það er þegar við vorum fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði allra eystrasaltslandana, Georgíu, Armeníu og Aserbaísjan eftir fall Sovétríkjanna. Því miður er eins og eftir aldamótin og sérstaklega eftir bankahrunið hafi ríkisstjórnir okkar, annaðhvort hunsað utanríkisstefnu Íslands þrátt fyrir mikilvægi hennar eða talað og talað án þess að fylgja því eftir. Var ég því ánægður að sjá athyglina sem utanríkisstefna okkar fékk í kjölfar atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu Þjóðunum nýverið, þó vissulega var tilefnið sorglegt. Sorgleg dæmi um aðgerðarleysi Gott dæmi um aðgerðaleysi okkar í utanríkismálum er stefna okkar gagnvart stjórnvöldum meginlands Kína. Þar hafa yfirvöld framið fjölda ódæðisverka og sum þeirra má kalla hreinlega þjóðarmorð. Má nefna sem dæmi fangabúðir þar sem um ein milljón Úigara eru vistuð án dóms og laga, og bann stjórnvalda á trúarbrögðum og menningar háttum ýmissa þjóðarbrota eins og til dæmis með Tíbeta. Á meðan þetta hefur staðið yfir hefur lítið sem ekkert heyrst frá Íslenskum yfirvöldum. Íslensk stjórnvöld hafa ekki fordæmt aðgerðir stjórnvalda meginlands Kína í garð Úígúr fólksins, jafnvel þrátt fyrir að nágrannar okkar í Litháen, Bretlandi og Hollandi hafi gert það, og við höldum áfram okkar samskiptum eins og ekkert hafi í skorist. Það sýnist líka eins og við höfum fallið frá okkar hefð um að vera frumkvöðlar í að viðurkenna sjálfstæði þjóða, en við höfum ennþá ekki viðurkennt sjálfstæði Taiwan þrátt fyrir að landið sé lýðræðisríki og er eitt af fremstu ríkjum, í það minnsta í Asíu, í að virða mannréttindi. En það má nefna að árið 2019 var Taiwan fyrsta landið í Asíu til að lögleiða giftingu samkynhneigðra. Horft til framtíðar Ég tel að við getum aftur orðið í fararbroddi þjóða sem stuðla að og berjast fyrir lýðræði, mannréttindum og að frelsi sé virt. Þó að umræðan kringum utanríkismál hafi ekki farið hátt eftir atkvæðagreiðsluna í Sameinuðuþjóðunum, sannaði hún að fólk hefur ennþá áhuga á utanríkismálum. Sem vonandi setur þrýsting á stjórnvöld að breyta sinni stefnu og taka aftur virkan þátt í alþjóðamálum eins og við gerðum áður. Höfundur er framhaldsskólanemandi og er í stjórn Ungra Pírata.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun