Banamanninum áttræða sleppt úr gæsluvarðhaldi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. janúar 2024 21:13 Atvikið átti sér stað í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar í síðasta mánuði. Getty/Ole Jensen Hinn 81 árs gamla Ebbe Preisler sem hefur verið handtekinn fyrir að drepa eiginkonu sína og reyna að fyrirfara sér í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Vísir fjallaði um málið í síðasta mánuði en hjónin tóku ítarlegt viðtal við danska miðilinn Politiken þar sem þau óskuðu eftir því að fá að deyja í sátt. Eiginkona Ebbe, Mariann Preisler, var þungt haldin af elliglöpum og verkjum. Komið var að henni látinni á hjúkrunarheimilinu þar sem hún dvaldi og eiginmanni hennar rænulausum hjá henni. Honum var þó bjargað og var handtekinnn í kjölfarið. Ebbe hafði verið í gæsluvarðhaldi frá 27. desember síðastliðnum en í gær var ákvað dómari í héraðsdómi Kaupmannahafnar að hann skyldi látinn laus. Ákæruvaldið áfrýjaði þeirri ákvörðun en áfrýjunardómstólinn staðfesti niðurstöðuna. Viðurkennir málsatvik en neitar sök Ebbe Preisler hrósaði meðföngum sínum hástert í samtali við DR og sagði að þeir hefðu stutt mjög við hann. „Þú átt sko ekkert að vera hér,“ eiga þeir sumir að hafa sagt við hann. Hann segir einnig að presturinn í fangelsinu þar sem honum var haldinn hafi útvegað honum leslampa svo hann geti lesið og skrifað á kvöldin. Ebbe Preisler hefur viðurkennt að málin hafi atvikast þennan örlagaríka dag eins og ákæruvaldið lýsir því en neitar því að hans sé sekur um morð. Hann heldur því fram að Mariann Preisler kona sín hafi verið með í ráðum og veitt honum upplýst samþykki. Það að hann hafi verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi þýðir ekki að hann sæti engri refsingu fyrir athæfi sitt. Hann á eftir að verða ákærður fyrir manndráp á næstunni. Danmörk Erlend sakamál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Vísir fjallaði um málið í síðasta mánuði en hjónin tóku ítarlegt viðtal við danska miðilinn Politiken þar sem þau óskuðu eftir því að fá að deyja í sátt. Eiginkona Ebbe, Mariann Preisler, var þungt haldin af elliglöpum og verkjum. Komið var að henni látinni á hjúkrunarheimilinu þar sem hún dvaldi og eiginmanni hennar rænulausum hjá henni. Honum var þó bjargað og var handtekinnn í kjölfarið. Ebbe hafði verið í gæsluvarðhaldi frá 27. desember síðastliðnum en í gær var ákvað dómari í héraðsdómi Kaupmannahafnar að hann skyldi látinn laus. Ákæruvaldið áfrýjaði þeirri ákvörðun en áfrýjunardómstólinn staðfesti niðurstöðuna. Viðurkennir málsatvik en neitar sök Ebbe Preisler hrósaði meðföngum sínum hástert í samtali við DR og sagði að þeir hefðu stutt mjög við hann. „Þú átt sko ekkert að vera hér,“ eiga þeir sumir að hafa sagt við hann. Hann segir einnig að presturinn í fangelsinu þar sem honum var haldinn hafi útvegað honum leslampa svo hann geti lesið og skrifað á kvöldin. Ebbe Preisler hefur viðurkennt að málin hafi atvikast þennan örlagaríka dag eins og ákæruvaldið lýsir því en neitar því að hans sé sekur um morð. Hann heldur því fram að Mariann Preisler kona sín hafi verið með í ráðum og veitt honum upplýst samþykki. Það að hann hafi verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi þýðir ekki að hann sæti engri refsingu fyrir athæfi sitt. Hann á eftir að verða ákærður fyrir manndráp á næstunni.
Danmörk Erlend sakamál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira