Ísraelar verja sig fyrir alþjóðadómstólnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. janúar 2024 22:23 Innan úr dómssalnum í Haag þar sem réttarhöldin fór fram í gær og í dag. AP/Patrick Post Sendinefnd Ísraelsmanna fór í dag með mál sér til varnar í máli sem skotið var til alþjóðadómstólsins í Haag af Suður-Afríku á dögunum. Í umleitaninni sem Suður-Afríka lagði fram saka þeir Ísraela um þjóðarmorð í innrás sinni á Gasa og biðla til dómstólsins að skipa Ísraelum að láta af öllum árásum. Samkvæmt BBC er rauður þráður málflutnings Suður-Afríka er langur listi árása Ísraelshers á palestínska borgara sem sögð eru hafa verið án skotmarka hernaðarlegs eðlis og ætlaðar til að eyðileggja innviði Gasa. Írski lögmaðurinn Blinne Ní Ghrálaigh fór með ræðu fyrir hönd Suður-Afríku í gær og varaði þar við útrýmingu heillra kynslóða. Hamasliðar styðji raunverulegt þjóðarmorð Ísraelska sendinefndin sýndi dómnum myndir af 132 Ísraelum sem enn er saknað eftir árás Hamasliða 7. október síðastliðinn og spurði dóminn hver ástæðan væri fyrir því að þau ættu ekki vernd skilið. Tal Becker, lögfræðiráðgjafi utanríkisráðuneytis Ísraels og talsmaður Ísraela í málinu, segir að Hamasliðar væru sekir um þjóðarmorð, ef eitthvað er. Tal Becker er lögfræðiráðgjafi utanríkisráðuneytis Ísraels.AP/Patrick Post „Í skjóli þessarar ásökunar á Ísrael um þjóðarmorð er þessi dómstóll beðinn um að stöðva aðgerðir gegn áframhaldandi árásum samtaka sem styðja raunverulegt þjóðarmorð,“ segir hann við dómstólinn í dag. Sendinefnd Ísraela sakaði Suður-Afríku einnig um að hafa stutt við Hamasliða. Níu bráðabirgðaráðstafanir Suður-Afríka hefur höfðað til alþjóðadómstólsins að gefa út níu „bráðabirgðaráðstafanir“ til að vernda gegn frekari, alvarlegum og óafturkræfum skaða á réttindum palestínsku þjóðarinnar.“ Fyrst þessara ráðstafana er að skipa Ísrael að hætta hernaðaraðgerðum undir eins á Gasasvæðinu. Úrskurðir alþjóðadómstólsins eru bindandi en hann hefur ekkert fullnustuvald og þannig er ekki víst að Ísrael komi til með að hlýða skipunum hans ef málið fellur þeim ekki í hag. Mikill fjöldi mótmælenda hafa safnast saman fyrir utan dóminn.AP/Patrick Post Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Suður-Afríka Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Samkvæmt BBC er rauður þráður málflutnings Suður-Afríka er langur listi árása Ísraelshers á palestínska borgara sem sögð eru hafa verið án skotmarka hernaðarlegs eðlis og ætlaðar til að eyðileggja innviði Gasa. Írski lögmaðurinn Blinne Ní Ghrálaigh fór með ræðu fyrir hönd Suður-Afríku í gær og varaði þar við útrýmingu heillra kynslóða. Hamasliðar styðji raunverulegt þjóðarmorð Ísraelska sendinefndin sýndi dómnum myndir af 132 Ísraelum sem enn er saknað eftir árás Hamasliða 7. október síðastliðinn og spurði dóminn hver ástæðan væri fyrir því að þau ættu ekki vernd skilið. Tal Becker, lögfræðiráðgjafi utanríkisráðuneytis Ísraels og talsmaður Ísraela í málinu, segir að Hamasliðar væru sekir um þjóðarmorð, ef eitthvað er. Tal Becker er lögfræðiráðgjafi utanríkisráðuneytis Ísraels.AP/Patrick Post „Í skjóli þessarar ásökunar á Ísrael um þjóðarmorð er þessi dómstóll beðinn um að stöðva aðgerðir gegn áframhaldandi árásum samtaka sem styðja raunverulegt þjóðarmorð,“ segir hann við dómstólinn í dag. Sendinefnd Ísraela sakaði Suður-Afríku einnig um að hafa stutt við Hamasliða. Níu bráðabirgðaráðstafanir Suður-Afríka hefur höfðað til alþjóðadómstólsins að gefa út níu „bráðabirgðaráðstafanir“ til að vernda gegn frekari, alvarlegum og óafturkræfum skaða á réttindum palestínsku þjóðarinnar.“ Fyrst þessara ráðstafana er að skipa Ísrael að hætta hernaðaraðgerðum undir eins á Gasasvæðinu. Úrskurðir alþjóðadómstólsins eru bindandi en hann hefur ekkert fullnustuvald og þannig er ekki víst að Ísrael komi til með að hlýða skipunum hans ef málið fellur þeim ekki í hag. Mikill fjöldi mótmælenda hafa safnast saman fyrir utan dóminn.AP/Patrick Post
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Suður-Afríka Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira