Þrenna hjá Pedersen og Fylkir valtaði yfir Fjölni Smári Jökull Jónsson skrifar 13. janúar 2024 14:22 Pedersen skoraði þrennu í dag. Vísir/Anton Brink Valur og Fylkir unnu stóra sigra í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í dag. Patrick Pedersen var á skotskónum hjá Val gegn Þrótti. Reykjavíkurmótið í knattspyrnu hófst um síðustu helgi með leikjum í A-riðli. B-riðill hófst síðan í gær þegar KR vann sigur á Fram. Í dag hélt keppni í B-riðli áfram þegar Valsmenn tóku á móti Þrótti. Leikurinn var ójafn og voru Valsmenn strax komnir í 3-0 í fyrri hálfleik. Patrick Pedersen skoraði fyrstu tvö mörkin og Tryggvi Hrafn Haraldsson bætti því þriðja við skömmu fyrir hálfleik. Guðmundur Andri Tryggvason kom Val í 4-0 á 47. mínútu og Birkir Heimisson bætti fimmta markinu við sex mínútum síðar. Kári Kristjánsson minnkaði muninn fyrir Þrótt skömmu seinna en Patrick Pedersen fullkomnaði þrennu sína á 69. mínútu. Adam Ægir Pálsson rak smiðshöggið í uppbótartíma eftir að hafa komið inn sem varamaður í hálfleik. Lokatölur 7-1. Öruggt hjá Fylki Í Árbænum mættust Fylkir og Fjölnir en bæði lið léku um síðustu helgi. Fjölnir gerði þá 2-2 jafntefli við Leikni en Fylkismenn töpuðu fyrir Íslands- og bikarmeisturum Víkinga 4-2. Í dag voru það hins vegar Fylkismenn sem náðu í sinn fyrsta sigur. Fyrirliðinn Orri Sveinn Stefánsson og Unnar Steinn Ingvarsson komu Fylki í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik. Guðmundur Tyrfingsson, Theodór Ingi Óskarsson og Ásgeir Eyþórsson bættu allir við mörkum í síðari hálfleik og tryggðu Fylki 5-0 sigur. Valur Þróttur Reykjavík Fylkir Fjölnir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Reykjavíkurmótið í knattspyrnu hófst um síðustu helgi með leikjum í A-riðli. B-riðill hófst síðan í gær þegar KR vann sigur á Fram. Í dag hélt keppni í B-riðli áfram þegar Valsmenn tóku á móti Þrótti. Leikurinn var ójafn og voru Valsmenn strax komnir í 3-0 í fyrri hálfleik. Patrick Pedersen skoraði fyrstu tvö mörkin og Tryggvi Hrafn Haraldsson bætti því þriðja við skömmu fyrir hálfleik. Guðmundur Andri Tryggvason kom Val í 4-0 á 47. mínútu og Birkir Heimisson bætti fimmta markinu við sex mínútum síðar. Kári Kristjánsson minnkaði muninn fyrir Þrótt skömmu seinna en Patrick Pedersen fullkomnaði þrennu sína á 69. mínútu. Adam Ægir Pálsson rak smiðshöggið í uppbótartíma eftir að hafa komið inn sem varamaður í hálfleik. Lokatölur 7-1. Öruggt hjá Fylki Í Árbænum mættust Fylkir og Fjölnir en bæði lið léku um síðustu helgi. Fjölnir gerði þá 2-2 jafntefli við Leikni en Fylkismenn töpuðu fyrir Íslands- og bikarmeisturum Víkinga 4-2. Í dag voru það hins vegar Fylkismenn sem náðu í sinn fyrsta sigur. Fyrirliðinn Orri Sveinn Stefánsson og Unnar Steinn Ingvarsson komu Fylki í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik. Guðmundur Tyrfingsson, Theodór Ingi Óskarsson og Ásgeir Eyþórsson bættu allir við mörkum í síðari hálfleik og tryggðu Fylki 5-0 sigur.
Valur Þróttur Reykjavík Fylkir Fjölnir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira