Skrítið að vakna við fréttir um að húsið sé að fara undir hraun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2024 10:29 Gróðurhús ORF í Grindavík er stuttu frá hraunjaðrinum. Forstjórinn Berglind Rán Ólafsdóttir segir skrítið að sjá hraunið renna í átt að húsinu. Vísir/Vilhelm Forstjóri líftæknifyrirtækisins ORF segir skrítið að hafa vaknað við þær fréttir í morgun að hraun rynni í átt að gróðurhúsi fyrirtækisins fyrir ofan Grindavík. Það komi honum þó ekki alveg á óvart, enda sitji húsið á sprungunni sem klýfur bæinn. „Þetta er svolítið skrítið að vakna við þessar fréttir í morgun að það væri komið gos svona nálægt húsinu. Ég er svo sem ekkert alveg steinhissa, það var vitað síðan í nóvember að húsið stendur ofan á sprungunni. Það er mikið skemmt, það skemmdist mjög mikið strax 10. nóvember og ef það er ekki alveg ónýtt er eitthvað mjög lítið í því sem er ekki ónýtt,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, forstjóri ORF Líftækni. Eldgos hófst við Sundhnúk norðan við Grindavík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Grindavíkurbær var rýmdur í flýti á fimmta tímanum eftir röð jarðskjálfta og rennur hraunið nú í átt að bænum. Berglind segir nú þegar verið að skoða aðra húsakosti fyrir starfsemi fyrirtækisins. „Það er bara verið að meðhöndla okkar mál í kerfinu þannig að þetta væntanlega mun bara hraða því. Það er orðið alveg augljóst núna að það er ekki verið að byggja neitt þarna. Kannski af því að það er það mikið skemmt og á svo slæmum stað breytir það ekki endilega stöðunni fyrir okkur að þangað renni nú hraun,“ segir Berglind. „En það er ótrúlega skrítið að sjá þetta gerast og ótrúlega skelfilegt hvað þetta er komið nálægt Grindavík. Það er miklu stærra mál. Við getum byggt nýtt gróðurhús. Það er miklu minna mál heldur en heilt bæjarfélag, allir þessir innviðir, öll þessi hús, allt þetta fólk sem á heima þarna. Það er stóra málið.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Líftækni Tengdar fréttir Bein útsending: Eldgosið rætt á Sprengisandi Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í morgun verður fyrirferðarmest í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hófst klukkan 10 í morgun. 14. janúar 2024 10:19 „Þetta virðist ekki vera jafnmikill ofsi“ Hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi eldgos vera minna en það síðasta. Hluti hraunsins renni innan varnargarða við Grindavík en meirihluti þess renni í suðvestur, „réttu megin“ við garðana. 14. janúar 2024 10:17 Skiptinemar einir fyrstu við gosstöðvarnar Einir fyrstu til að koma og bera gosið augum voru tveir skiptinemar við háskólann. Þau Hanna Kling og Léon Mizera segjast hafa ætlað í dagsferð og voru á skrifstofu bílaleigu þegar þeim bárust fréttir að gos væri hafið. Þau hafi hlaupið út og séð himinbjarmann og ákveðið að breyta um áætlun. 14. janúar 2024 10:16 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Þetta er svolítið skrítið að vakna við þessar fréttir í morgun að það væri komið gos svona nálægt húsinu. Ég er svo sem ekkert alveg steinhissa, það var vitað síðan í nóvember að húsið stendur ofan á sprungunni. Það er mikið skemmt, það skemmdist mjög mikið strax 10. nóvember og ef það er ekki alveg ónýtt er eitthvað mjög lítið í því sem er ekki ónýtt,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, forstjóri ORF Líftækni. Eldgos hófst við Sundhnúk norðan við Grindavík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Grindavíkurbær var rýmdur í flýti á fimmta tímanum eftir röð jarðskjálfta og rennur hraunið nú í átt að bænum. Berglind segir nú þegar verið að skoða aðra húsakosti fyrir starfsemi fyrirtækisins. „Það er bara verið að meðhöndla okkar mál í kerfinu þannig að þetta væntanlega mun bara hraða því. Það er orðið alveg augljóst núna að það er ekki verið að byggja neitt þarna. Kannski af því að það er það mikið skemmt og á svo slæmum stað breytir það ekki endilega stöðunni fyrir okkur að þangað renni nú hraun,“ segir Berglind. „En það er ótrúlega skrítið að sjá þetta gerast og ótrúlega skelfilegt hvað þetta er komið nálægt Grindavík. Það er miklu stærra mál. Við getum byggt nýtt gróðurhús. Það er miklu minna mál heldur en heilt bæjarfélag, allir þessir innviðir, öll þessi hús, allt þetta fólk sem á heima þarna. Það er stóra málið.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Líftækni Tengdar fréttir Bein útsending: Eldgosið rætt á Sprengisandi Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í morgun verður fyrirferðarmest í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hófst klukkan 10 í morgun. 14. janúar 2024 10:19 „Þetta virðist ekki vera jafnmikill ofsi“ Hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi eldgos vera minna en það síðasta. Hluti hraunsins renni innan varnargarða við Grindavík en meirihluti þess renni í suðvestur, „réttu megin“ við garðana. 14. janúar 2024 10:17 Skiptinemar einir fyrstu við gosstöðvarnar Einir fyrstu til að koma og bera gosið augum voru tveir skiptinemar við háskólann. Þau Hanna Kling og Léon Mizera segjast hafa ætlað í dagsferð og voru á skrifstofu bílaleigu þegar þeim bárust fréttir að gos væri hafið. Þau hafi hlaupið út og séð himinbjarmann og ákveðið að breyta um áætlun. 14. janúar 2024 10:16 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Bein útsending: Eldgosið rætt á Sprengisandi Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í morgun verður fyrirferðarmest í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hófst klukkan 10 í morgun. 14. janúar 2024 10:19
„Þetta virðist ekki vera jafnmikill ofsi“ Hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi eldgos vera minna en það síðasta. Hluti hraunsins renni innan varnargarða við Grindavík en meirihluti þess renni í suðvestur, „réttu megin“ við garðana. 14. janúar 2024 10:17
Skiptinemar einir fyrstu við gosstöðvarnar Einir fyrstu til að koma og bera gosið augum voru tveir skiptinemar við háskólann. Þau Hanna Kling og Léon Mizera segjast hafa ætlað í dagsferð og voru á skrifstofu bílaleigu þegar þeim bárust fréttir að gos væri hafið. Þau hafi hlaupið út og séð himinbjarmann og ákveðið að breyta um áætlun. 14. janúar 2024 10:16