Sorglegt, sláandi og hræðilegt Árni Sæberg skrifar 14. janúar 2024 15:59 Víðir reynir að horfa á björtu hliðarnar. Vísir/Arnar Víðir Reynisson segir gríðarlega sorglegt, sláandi og hræðilegt að horfa upp á atburði í Grindavík. Almannavarnir horfi þó til þess að rýmingin í nótt gekk vel og enginn slasaðist. Hann segir óhætt að segja að versta mögulega sviðsmyndin sé að raungerast. „Við höfum tekist saman á við erfiða hluti og verðum að gera það núna. Okkar hugsun er að setja engan í hættu, grípa ekki til einhverra aðgerða sem gætu stuðlað að því. Þannig að við erum að fara mjög varlega í öllum okkar aðgerðum,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, í samtali við fréttastofu. Ekkert lát á innstreymi kviku Víðir segir að gufustrókar hafi myndast upp úr hrauninu sem vellur upp úr sprungunni sem opnaðist fyrr morgun. Það sé mikið í gangi á svæðinu. „Veðurstofan hefur nokkrum sinnum varað okkur við því að það sé ekkert lát á kvikuinnstreymi í ganginn og þar af leiðandi þurfum við að vera við öllu búin og miða okkar aðgerðir við raunhættuna, mikla sprunguopnun í Grindavík, megna gasmengun frá þessu og síðan hugsanlega opnun á nýjum gossprungum.“ Leit út fyrir að hraunið yrði sólarhring að komast inn í bæinn Víðir segir að unnið sé að gerð hraunflæðilíkans en að ekkert liggi fyrir í þeim efnum eftir að nýja sprungan opnaðist. „Eins og gosið leit út um tíuleytið í morgun þá gæti það tekið kannski sólarhring fyrir hraunið að ná inn í Grindavík ef garðarnir myndu halda því þarna norðanvið. Svo opnaðist þessi sprunga og nú er allt breytt.“ Hitaveitan farin Víðir segir að unnið sé að því að fara yfir viðbrögð við þeim skemmdum sem hafa orðið í Grindavík. Hitaveita sé til dæmis farin af bænum eftir að hún varð undir hrauni og kalda vatnið gæti farið líka. Reynt verði að frostverja eignir sem liggja undir skemmdum í bænum en það verði mjög erfitt. Aðalatriðið sé að tefla fólki ekki í hættu. Ekkert sé hægt að gera í stórum hluta bæjarins eins og staðan er núna. Er þetta versta sviðsmyndin sem við erum að horfa upp á að sé að raungerast? „Ég held að það sé alveg óhætt að segja það“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Við höfum tekist saman á við erfiða hluti og verðum að gera það núna. Okkar hugsun er að setja engan í hættu, grípa ekki til einhverra aðgerða sem gætu stuðlað að því. Þannig að við erum að fara mjög varlega í öllum okkar aðgerðum,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, í samtali við fréttastofu. Ekkert lát á innstreymi kviku Víðir segir að gufustrókar hafi myndast upp úr hrauninu sem vellur upp úr sprungunni sem opnaðist fyrr morgun. Það sé mikið í gangi á svæðinu. „Veðurstofan hefur nokkrum sinnum varað okkur við því að það sé ekkert lát á kvikuinnstreymi í ganginn og þar af leiðandi þurfum við að vera við öllu búin og miða okkar aðgerðir við raunhættuna, mikla sprunguopnun í Grindavík, megna gasmengun frá þessu og síðan hugsanlega opnun á nýjum gossprungum.“ Leit út fyrir að hraunið yrði sólarhring að komast inn í bæinn Víðir segir að unnið sé að gerð hraunflæðilíkans en að ekkert liggi fyrir í þeim efnum eftir að nýja sprungan opnaðist. „Eins og gosið leit út um tíuleytið í morgun þá gæti það tekið kannski sólarhring fyrir hraunið að ná inn í Grindavík ef garðarnir myndu halda því þarna norðanvið. Svo opnaðist þessi sprunga og nú er allt breytt.“ Hitaveitan farin Víðir segir að unnið sé að því að fara yfir viðbrögð við þeim skemmdum sem hafa orðið í Grindavík. Hitaveita sé til dæmis farin af bænum eftir að hún varð undir hrauni og kalda vatnið gæti farið líka. Reynt verði að frostverja eignir sem liggja undir skemmdum í bænum en það verði mjög erfitt. Aðalatriðið sé að tefla fólki ekki í hættu. Ekkert sé hægt að gera í stórum hluta bæjarins eins og staðan er núna. Er þetta versta sviðsmyndin sem við erum að horfa upp á að sé að raungerast? „Ég held að það sé alveg óhætt að segja það“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira