Leikur dagsins var hin besta skemmtun en staðan var 2-1 í hálfleik en skömmu áður en liðin gengu til búningsherbergja fékk leikmaður Sampdoria sitt annað gula spjald og þar með rautt. Mikael Egill kom inn af bekknum i hálfleik og þegar tæp klukkustund var liðin var staðan orðin 3-1.
Gestirnir létu ekki á sig fá að vera manni færri og svöruðu með tveimur mörkum og allt jafnt. Venezia skoraði hins tvö mörk á fjögurra mínútna kafla, Mikael Egill með síðara markið. Staðan orðin 5-3 og reyndust það lokatölur leiksins. Bjarki Steinn Bjarkason sat allan tímann á varamannabekk Venezia.
Sigurinn lyftir Venezia upp í 2. sæti með 38 stig, fjórum minna en topplið Parma þegar 20 umferðum er lokið.