Uppbyggingu varnargarða við Grindavík haldið áfram Heimir Már Pétursson skrifar 15. janúar 2024 19:21 Hér sést hvar hraunið vefur sig utan um horn girðingar við Efrahóp og stöðvast þar. Stöð 2/Sigurjón Forsætisráðherra segir að uppbyggingu varnargarða við Grindavík verði haldið áfram. Þeir hafi sýnt gildi sitt í gær og markmiðið sé að verja byggðina í Grindavík til framtíðar. Ríkisstjórnin leggur til við Alþingi að afkomustuðningur við Grindvíkinga verði framlengdur. Þrjú hús urðu hrauninu frá sprungunni sunnan varnargarðanna að bráð.Vísir/Björn Steinbekk Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í morgun vegna stöðunnar í Grindavík. Þar var ákveðið að framlengja afkomustuðning við Grindvíkinga sem gripið var til þegar fyrstu hamfarirnar riðu yfir í nóvember. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að reikna megi með að sá stuðingur fari langt inn á þetta ár. Þá hafi staða húsnæðismála Grindvíkinga einnig verið rædd. Forsætisráðherra segir aukinn kraft verða settan í að kaupa íbúðarhúsnæði sem standi Grindvíkingum til boða.Stöð 2/Einar „Hún er enn þá óviðunandi. Þannig að það verður settur aukinn kraftur í að kaupa íbúðir til að þær séu í boði fyrir Grindvíkinga. Við vorum að fara yfir mál sem varðar rekstrarstuðning til fyrirtækja. Hvernig við getum útfært hann,“ segir Katrín. Þá hafi verið farið yfir uppgjör á húseignum í Grindvaík. Atburðir helgarinnar hafi hins vegar sett strik í þann reikning sem annars hafi verið langt kominn og því þurfi að vinnna áfram að þeim málum. Ríkisstjórnin muni funda með bæjarstjórn Grindavíkur á morgun. „Við munum síðan sitja yfir þessari vinnu á morgun og það er auðvitað íbúafundur líka á morgun þar sem við munum heyra beint ofan í íbúa. Ég á von á að við munum einnig eiga fund með stjórnarandstöðunni í vikunni. Því þetta er auðvitað mál sem allt þingið hefur líst miklum vilja og áhuga til að koma að og leysa,“ segir forsætisráðherra. Á þessari mynd sést hvernig varnargarður beindi hrauninu í vesturátt og frá bænum. Þá hefði hús Orf líftækni að öllum líkindum farið undir hraun ef varnargarðarnir hefðu ekki verið komnir.Stöð 2/Sigurjón Búast megi við að nokkur frumvörp liggi fyrir þegar Alþingi komi saman í næstu viku. Forsætisráðherra segir jákvætt að varnargarðar hafi sannað gildi sitt í gosinu í gær „Við viljum gera það sem við getum til að verja byggðina í Grindavík. Þess vegna erum við auðvitað með þessa varnargarða sem við höfum verið að byggja upp. Og við sjáum að skila árangri og ég vænti þess að við höldum áfram með þá uppbyggingu þannig að við getum varið byggðina í Grindavík til framtíðar,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mælitæki Veðurstofunnar greindu engin merki áður en seinni sprungan opnaðist Gliðnun innan bæjarmarka Grindavíkur hefur verið allt að 1,4 metrar síðasta sólarhringinn. Nýjar sprungur hafa opnast og eldri sprungur stækkað. Ekki er hægt að útiloka að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara, líkt og gerðist í gær þegar sprunga opnaðist við bæjarmörk Grindavíkur. Engin merki sáust á mælitækjum Veðurstofunnar í tengslum við þá gosopnun. 15. janúar 2024 14:51 „Langt frá því að vera búið“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir að gosið við Grindavík virðist vera að lognast út af, sé eldsumbrotunum á Reykjanesskaga langt frá því að vera lokið. Varnargarðarnir hafi sannarlega sannað gildi sitt í gær og hafi „svínvirkað“. 15. janúar 2024 14:28 Til skoðunar að hækka varnargarðana um nokkra metra Enn er unnið við gerð varnargarða við Grindavík. Framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Ístaki segir vel hafa tekist til við hönnun og val á staðsetningu. Í dag sé verið að skoða hvort þörf sé á að hækka þá enn frekar. 15. janúar 2024 14:07 Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta segir mikla hættu til staðar á svæðinu þar í kring og óvissu um framhaldið. 15. janúar 2024 12:00 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Þrjú hús urðu hrauninu frá sprungunni sunnan varnargarðanna að bráð.Vísir/Björn Steinbekk Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í morgun vegna stöðunnar í Grindavík. Þar var ákveðið að framlengja afkomustuðning við Grindvíkinga sem gripið var til þegar fyrstu hamfarirnar riðu yfir í nóvember. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að reikna megi með að sá stuðingur fari langt inn á þetta ár. Þá hafi staða húsnæðismála Grindvíkinga einnig verið rædd. Forsætisráðherra segir aukinn kraft verða settan í að kaupa íbúðarhúsnæði sem standi Grindvíkingum til boða.Stöð 2/Einar „Hún er enn þá óviðunandi. Þannig að það verður settur aukinn kraftur í að kaupa íbúðir til að þær séu í boði fyrir Grindvíkinga. Við vorum að fara yfir mál sem varðar rekstrarstuðning til fyrirtækja. Hvernig við getum útfært hann,“ segir Katrín. Þá hafi verið farið yfir uppgjör á húseignum í Grindvaík. Atburðir helgarinnar hafi hins vegar sett strik í þann reikning sem annars hafi verið langt kominn og því þurfi að vinnna áfram að þeim málum. Ríkisstjórnin muni funda með bæjarstjórn Grindavíkur á morgun. „Við munum síðan sitja yfir þessari vinnu á morgun og það er auðvitað íbúafundur líka á morgun þar sem við munum heyra beint ofan í íbúa. Ég á von á að við munum einnig eiga fund með stjórnarandstöðunni í vikunni. Því þetta er auðvitað mál sem allt þingið hefur líst miklum vilja og áhuga til að koma að og leysa,“ segir forsætisráðherra. Á þessari mynd sést hvernig varnargarður beindi hrauninu í vesturátt og frá bænum. Þá hefði hús Orf líftækni að öllum líkindum farið undir hraun ef varnargarðarnir hefðu ekki verið komnir.Stöð 2/Sigurjón Búast megi við að nokkur frumvörp liggi fyrir þegar Alþingi komi saman í næstu viku. Forsætisráðherra segir jákvætt að varnargarðar hafi sannað gildi sitt í gosinu í gær „Við viljum gera það sem við getum til að verja byggðina í Grindavík. Þess vegna erum við auðvitað með þessa varnargarða sem við höfum verið að byggja upp. Og við sjáum að skila árangri og ég vænti þess að við höldum áfram með þá uppbyggingu þannig að við getum varið byggðina í Grindavík til framtíðar,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mælitæki Veðurstofunnar greindu engin merki áður en seinni sprungan opnaðist Gliðnun innan bæjarmarka Grindavíkur hefur verið allt að 1,4 metrar síðasta sólarhringinn. Nýjar sprungur hafa opnast og eldri sprungur stækkað. Ekki er hægt að útiloka að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara, líkt og gerðist í gær þegar sprunga opnaðist við bæjarmörk Grindavíkur. Engin merki sáust á mælitækjum Veðurstofunnar í tengslum við þá gosopnun. 15. janúar 2024 14:51 „Langt frá því að vera búið“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir að gosið við Grindavík virðist vera að lognast út af, sé eldsumbrotunum á Reykjanesskaga langt frá því að vera lokið. Varnargarðarnir hafi sannarlega sannað gildi sitt í gær og hafi „svínvirkað“. 15. janúar 2024 14:28 Til skoðunar að hækka varnargarðana um nokkra metra Enn er unnið við gerð varnargarða við Grindavík. Framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Ístaki segir vel hafa tekist til við hönnun og val á staðsetningu. Í dag sé verið að skoða hvort þörf sé á að hækka þá enn frekar. 15. janúar 2024 14:07 Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta segir mikla hættu til staðar á svæðinu þar í kring og óvissu um framhaldið. 15. janúar 2024 12:00 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Mælitæki Veðurstofunnar greindu engin merki áður en seinni sprungan opnaðist Gliðnun innan bæjarmarka Grindavíkur hefur verið allt að 1,4 metrar síðasta sólarhringinn. Nýjar sprungur hafa opnast og eldri sprungur stækkað. Ekki er hægt að útiloka að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara, líkt og gerðist í gær þegar sprunga opnaðist við bæjarmörk Grindavíkur. Engin merki sáust á mælitækjum Veðurstofunnar í tengslum við þá gosopnun. 15. janúar 2024 14:51
„Langt frá því að vera búið“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir að gosið við Grindavík virðist vera að lognast út af, sé eldsumbrotunum á Reykjanesskaga langt frá því að vera lokið. Varnargarðarnir hafi sannarlega sannað gildi sitt í gær og hafi „svínvirkað“. 15. janúar 2024 14:28
Til skoðunar að hækka varnargarðana um nokkra metra Enn er unnið við gerð varnargarða við Grindavík. Framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Ístaki segir vel hafa tekist til við hönnun og val á staðsetningu. Í dag sé verið að skoða hvort þörf sé á að hækka þá enn frekar. 15. janúar 2024 14:07
Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta segir mikla hættu til staðar á svæðinu þar í kring og óvissu um framhaldið. 15. janúar 2024 12:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent